Annar ofn tekinn í gagnið á Bakka

Kísilverið á Bakka við Húsavík.
Kísilverið á Bakka við Húsavík. mbl.is/​Hari

Á föstudag var gangsettur annar ofn, Bogi, í kísilveri PCC Bakka við Húsavík. Fjórir mánuðir eru komnir síðan fyrsti ofninn Birta var tekinn í gagnið en athygli vakti þegar neyðarskorsteinar opnuðust vegna bilunar í tölvukerfi og mikinn reyk lagði frá verinu fyrir um tveimur vikum.

„Við sjáum fram á að vera komin upp í fulla framleiðslu á næstu vikum. Við reiknum með að þessi helstu vandamál og byrjunarörðuleikar séu nú að baki,“ segir Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC Bakka, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að framleiðsla versins muni nú tvöfaldast en að ekki væri þörf á ráðningum til að standa undir aukinni framleiðslu. „Það verður bara sami starfsmannafjöldi og við höfum alltaf ætlað okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert