Börnin njóti vafans

Afleiðingar heilaáverka, til dæmis höfuðverkur, þreyta, einbeitingarerfiðleikar, kvíði og depurð, ...
Afleiðingar heilaáverka, til dæmis höfuðverkur, þreyta, einbeitingarerfiðleikar, kvíði og depurð, geta haft áhrif á flesta þætti daglegs lífs út ævina. mbl.is/Golli

Algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka er höfuðhögg en jafnvel létt högg, eins og að skalla bolta, getur komið hreyfingu á vefi heilans. Langtímaafleiðingar heilaáverka geta verið höfuðverkur, svimi, þreyta, minnis- og einbeitingarerfiðleikar, kvíði og depurð. Þær geta því haft áhrif á flesta þætti daglegs lífs.

Sífellt fleiri sérfræðingar vilja banna skallabolta hjá börnum og segja þessi endurteknu högg á höfuðið, sem skallaboltar eru, geta haft alvarlegar afleiðingar sem aldrei ganga til baka.

Skallaboltar ekki fyrir börn

Dr. Jónas G. Halldórsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði, segir að skallaboltar, hvort sem er á æfingum eða í leikjum, séu varasamir fyrir börn.

Jónas G. Halldórsson.
Jónas G. Halldórsson. Ljósmynd/Aðsend

„Börn eru með tiltölulega þunna og viðkvæma höfuðkúpu, sem ver heilann ekki eins vel og höfuðkúpa fullorðinna. Svona skallaboltar geta orðið nokkuð margir á æfingu eða í fótboltaleik svo þetta safnast upp, þannig að jafnvel þótt höggin séu létt og börnin rotist ekki eða fái einkenni heilahristings, þá er þetta endurtekið áreiti á heilann,“ segir Jónas. „Það er alls ekki æskilegt og getur valdið sjúklegum viðbrögðum í heilanum og jafnvel skaða, sem hefur áhrif á heilaheilsu, hugræna heilsu og getur valdið þrálátum einkennum. Auk þess eru skallaboltar líka álag á hálsinn. Umræðan á undanförnum árum í Bandaríkjunum og víðar hefur verið að banna skallabolta barna, tíu ára og yngri, á æfingum og í leikjum og að takmarka skallabolta fyrir börn á aldrinum ellefu til þrettán ára. Aðrir vilja ganga enn lengra.“

Bennett Omalu, einn helsti sérfræðingur heims í heilaskaða, varð fyrstur til að sýna fram á tengsl heilabilunar við endurtekin höfuðhögg og heilaáverka. Hann mælist til þess að skallabolti verði bannaður hjá börnum yngri en átján ára. Fleiri sérfræðingar hafa tekið undir með Omalu og árið 2015 sendi stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins út þau tilmæli til allra fótboltafélaga í landinu að banna ætti börnum yngri en tíu ára að skalla bolta og takmarka slíka bolta við 30 mínútur á viku fyrir börn á aldrinum ellefu til þrettán ára. Sama fyrirkomulag hefur einnig verið til umræðu í Englandi.

Endurtekningin verst

Jónas segir rannsóknir hafa verið gerðar á hnefaleikurum sem keppa í ólympískum hnefaleikum. Þær gefi til kynna að endurtekin höfuðhögg komi starfsemi heilans úr jafnvægi, jafnvel þótt þau séu ekki sérlega þung og valdi ekki skertri meðvitund eða einkennum heilahristings. Vísbendingar um sjúklegar breytingar á starfsemi heilans hafi fundist í mænuvökva hnefaleikamanna að lokinni keppni og voru þær þeim mun meiri eftir því sem keppandi hafði hlotið fleiri höfuðhögg í bardaganum. „Þannig að jafnvel þótt þessi endurteknu högg séu ekkert endilega sérlega þung koma þau starfsemi heilans úr jafnvægi og heilinn þarf að hafa fyrir því að koma á jafnvægi að nýju. Það getur tekið nokkurn tíma og á meðan getur fólk fundið fyrir aukinni þreytu, úthalds- og einbeitingarerfiðleikum og fleiri einkennum.“

Jónas bendir á að börn og unglingar eigi mögulega erfiðara með að sjá tengsl milli áverka og einkenna og kvarti síður, eða á annan hátt, en fullorðnir. Einnig geti metnaður valdið því að þau geri minna úr einkennum en ástæða væri til.

Að sögn Jónasar eiga allir á hættu að verða fyrir höfuðhöggi og fá heilahristing, hvort sem er í boltaleik eða við aðrar aðstæður. Sem betur fer þoli heilinn slíkt að ákveðnu marki og fólk nái sér í flestum tilfellum vel á tiltölulega stuttum tíma. „En eftir því sem höfuðhöggin verða fleiri, og eftir því sem þau verða þyngri, þeim mun meiri líkur eru á að höfuðhögg valdi skaða á heilavef og alvarlegri afleiðingum og einkennum til lengri tíma. Börn eru viðkvæmari fyrir afleiðingum höfuðhöggs og heilaáverka en fullorðnir,“ segir Jónas.

Finnst þér þá að það ætti að banna skallabolta alveg hjá börnum?

„Já, ég er sammála umræðunni erlendis um að banna eigi skallabolta í fótbolta þegar um er að ræða börn og unglinga, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Höfuðkúpan hefur ekki náð fullum styrkleika. Heilinn er viðkvæmur fyrir þessum endurteknu höfuðhöggum. Og það skortir á líkamlegan styrk, einbeitingu og færni við að skalla boltann, sem getur skipt verulegu máli.“

Jónas segir að í þessari umræðu megi þó ekki gleyma mikilvægi hreyfingar og íþrótta fyrir þroska og heilsu barna og ungs fólks. „Það þarf hins vegar að leitast við að komast hjá meiðslum eins og hægt er og þar er heilinn alls ekki undanskilinn.“

Engin ákvörðun verið tekin

„Þetta snýst allt um að börnin njóti vafans,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ. Hann segir enga ákvörðun hafi verið tekna um hvort börnum og unglingum hér á landi verði bannað að nota skallabolta á æfingum og í keppni, líkt og gert hefur verið í Bandaríkjunum, en segir að KSÍ fylgist vel með umræðunni. „Við bíðum bara átekta. Við vitum að bæði FIFA (Alþjóðaknattspyrnusambandið) og UEFA (Evrópska knattspyrnusambandið) eru að skoða þessi mál. KSÍ er á tánum og ef þessi stóru sambönd koma með nýjar leiðbeiningar um þetta förum við eftir þeim.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora verslununum, en það eru íslensku BioEffect vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »

Óvæntur gestur í laxateljara

Í gær, 18:10 Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Meira »

Undirrituðu samning um Heimilisfrið

Í gær, 17:53 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Meira »

Fá ekki að rifta kaupum vegna myglu

Í gær, 17:40 Hæstiréttur staðfesti í dag þann dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í febrúar á síðasta ári að kaupsamningi um fasteign í Garðabæ verði ekki rift vegna galla og að kaupendum beri að greiða seljanda eftirstöðvar af kaupverði eignarinnar. Meira »

Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Í gær, 17:27 „Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem virðist vera umdeild í Eyjum. Meira »

Féll af þaki Byko og lést

Í gær, 17:06 Karlmaður á fimmtugsaldri féll af þaki verslunarinnar Byko við Skemmuveg í Kópavogi 13. ágúst er hann var þar að störfum og lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

Í gær, 16:47 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Kaupum á 2,34 frestað

Í gær, 16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

Í gær, 16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »