18% allra íbúða í nýbyggingum

Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum ...
Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum 12 mánuðum. mbl.is/Ómar

Framboð af nýbyggingum á íbúðamarkaði hefur aukist talsvert það sem af er þessu ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru íbúðir í nýbyggingum, það er íbúðir með byggingarár skráð í ár eða í fyrra, samtals 18% allra íbúða sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma í fyrra var sambærilegt hlutfall 11% og því hefur nýbyggingum fjölgað umfram aðrar íbúðir í sölu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs, að því er segir í tilkynningu.

Almennt virðist sala á nýjum íbúðum ganga vel, en meðalsölutími nýbyggðra íbúða er nú um 20 dögum styttri en fyrir ári. Ásett fermetraverð í nýbyggingum var að meðaltali um 17% hærra en í öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins.

Mun meiri hækkun húsnæðiskostnaðar á Íslandi

Á undanförnum þremur árum hefur kaupverð íbúða á Íslandi hækkað um 40% en kostnaður við viðhald og tryggingar vegna húsnæðis hefur hækkað um 13% samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur því alls hækkað um 30% á þremur árum.

Undanfarin ár hefur húsnæðiskostnaður vegna eigin húsnæðis hækkað mun meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum.

Stærsta ástæða þess að húsnæðiskostnaður þeirra sem kaupa húsnæði hefur hækkað meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum er miklar hækkanir íbúðaverðs hér á landi, sérstaklega í fyrra, að því er segir í tilkynningunni.

Konur líklegri en karlar til þess að vera á leigumarkaði

18% landsmanna 18 ára og eldri telja líklegt að þau verði á leigumarkaði eftir hálft ár. Til samanburðar eru um 16% landsmanna á leigumarkaði og því eru fleiri sem búast við að vera á leigumarkaði en eru þar nú þegar. Konur eru marktækt líklegri en karlar til þess að vera á leigumarkaði, en 18% kvenna leigja húsnæði sitt samanborið við 12% karla samkvæmt nýjustu könnun Íbúðalánasjóðs. Konur eru einnig marktækt líklegri en karlar til þess að búast við að vera á leigumarkaði eftir hálft ár.

Lægstu vextir íbúðalána hafa hækkað

Vextir á íbúðalánum hafa almennt farið lækkandi undanfarin ár, en í sumar dró þó til tíðinda þegar lægstu verðtryggðu vextirnir hækkuðu lítillega. Í byrjun júní voru lægstu verðtryggðu vextir íbúðalána 2,4% en nú eru þeir um 2,5%. Þetta er í fyrsta skipti sem lægstu vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka síðan í mars í fyrra.

Íbúðaskuldir heimilanna vaxa 

Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum 12 mánuðum. Þessi hækkunartaktur hefur farið vaxandi að undanförnu og nú er svo komið að íbúðaskuldir hafa ekki vaxið hraðar að raunvirði undanfarinn áratug. Verðtryggð lán eru um 81% allra íbúðaskulda en óverðtryggð lán um 19%.

mbl.is

Innlent »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »