18% allra íbúða í nýbyggingum

Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum ...
Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum 12 mánuðum. mbl.is/Ómar

Framboð af nýbyggingum á íbúðamarkaði hefur aukist talsvert það sem af er þessu ári. Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru íbúðir í nýbyggingum, það er íbúðir með byggingarár skráð í ár eða í fyrra, samtals 18% allra íbúða sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma í fyrra var sambærilegt hlutfall 11% og því hefur nýbyggingum fjölgað umfram aðrar íbúðir í sölu.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs, að því er segir í tilkynningu.

Almennt virðist sala á nýjum íbúðum ganga vel, en meðalsölutími nýbyggðra íbúða er nú um 20 dögum styttri en fyrir ári. Ásett fermetraverð í nýbyggingum var að meðaltali um 17% hærra en í öðrum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins.

Mun meiri hækkun húsnæðiskostnaðar á Íslandi

Á undanförnum þremur árum hefur kaupverð íbúða á Íslandi hækkað um 40% en kostnaður við viðhald og tryggingar vegna húsnæðis hefur hækkað um 13% samkvæmt tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hefur því alls hækkað um 30% á þremur árum.

Undanfarin ár hefur húsnæðiskostnaður vegna eigin húsnæðis hækkað mun meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum.

Stærsta ástæða þess að húsnæðiskostnaður þeirra sem kaupa húsnæði hefur hækkað meira á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum er miklar hækkanir íbúðaverðs hér á landi, sérstaklega í fyrra, að því er segir í tilkynningunni.

Konur líklegri en karlar til þess að vera á leigumarkaði

18% landsmanna 18 ára og eldri telja líklegt að þau verði á leigumarkaði eftir hálft ár. Til samanburðar eru um 16% landsmanna á leigumarkaði og því eru fleiri sem búast við að vera á leigumarkaði en eru þar nú þegar. Konur eru marktækt líklegri en karlar til þess að vera á leigumarkaði, en 18% kvenna leigja húsnæði sitt samanborið við 12% karla samkvæmt nýjustu könnun Íbúðalánasjóðs. Konur eru einnig marktækt líklegri en karlar til þess að búast við að vera á leigumarkaði eftir hálft ár.

Lægstu vextir íbúðalána hafa hækkað

Vextir á íbúðalánum hafa almennt farið lækkandi undanfarin ár, en í sumar dró þó til tíðinda þegar lægstu verðtryggðu vextirnir hækkuðu lítillega. Í byrjun júní voru lægstu verðtryggðu vextir íbúðalána 2,4% en nú eru þeir um 2,5%. Þetta er í fyrsta skipti sem lægstu vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka síðan í mars í fyrra.

Íbúðaskuldir heimilanna vaxa 

Íbúðaskuldir heimilanna hafa vaxið um 5,3% að raunvirði á undanförnum 12 mánuðum. Þessi hækkunartaktur hefur farið vaxandi að undanförnu og nú er svo komið að íbúðaskuldir hafa ekki vaxið hraðar að raunvirði undanfarinn áratug. Verðtryggð lán eru um 81% allra íbúðaskulda en óverðtryggð lán um 19%.

mbl.is

Innlent »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhverskonar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verður úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir,þorrablót einkasam...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...