Dagur húðskammaði Eyþór og Vigdísi

Borgarstjóri sagði fyrir neðan allar hellur að kjörnir fulltrúar hefðu ...
Borgarstjóri sagði fyrir neðan allar hellur að kjörnir fulltrúar hefðu almenna starfsmenn að háði og spotti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það fyrir neðan allar hellur að kjörnir fulltrúar skuli hafa almenna starfsmenn borgarinnar að háði og spotti með myndbirtingum á Facebook.  Vísar hann þar til myndar sem Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti á facebooksíðu sinni í sumar af starfsmanni sem var að vökva plöntu í rigningu. Dagur segist vilja hvetja fulltrúa til að ræða um fjármál borgarinnar og pólitíska forgangsröðun, jafnvel á krítískan hátt, en ekki draga einstaka starfsmenn og starfslýsingar þeirra inn í umræðuna.

„Mér finnst ekki sæmandi að beina spjótum úr stólum kjörinna fulltrúa að almennum starfsmönnum þannig að fólk geti skilið það svo að það sé verið að gera lítið úr því. Það getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, á erfitt með það í opinberri umræðu og á þeim vettvangi sem við störfum,“ sagði Dagur á fundi borgarstjórnar í dag. Hann nefndi einnig að hæðst hefði verið að starfsmönnum sem þurrkuðu af borðum eftir fundi og sæju um kaffiveitingar.

„Þeim var skemmt af því hann var að vökva plöntuna“

Myndbirtingu af starfsmanninum að vökva tók hann sem dæmi þegar hann var spurður að því á fundinum í hvað hann væri að vísa þegar hann sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að gagnrýni minnihluta borgarstjórnar í sumar hefði fyrst og fremst snúist um smávægileg formsatriði.

„Ég ætla að nefna dæmið sem fór mest fyrir brjóstið á mér en það hitti þannig á að ég var í sumarleyfi og gat ekki gert athugasemd. Það var þegar tveir oddvitar minnihlutans; Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi og borgarfulltrúi Vigdís Hauksdóttir, birtu mynd af almennum verkamanni hjá Reykjavíkurborg sem var að gróðursetja plöntu. Hann var að gróðursetja plöntu í nýjum potti úti við tollhúsið og hann var að gróðursetja hana í rigningu. Þeim var skemmt af því hann var að vökva plöntuna.“

Við umrædda mynd skrifaði Vigdís: „Það virðast vera miklir snillingar sem stjórna Reykjavíkurborg.“ Ýjaði hún þar að því að þetta væri ekki mjög þarft verkefni sem starfsmaðurinn var að sinna. Ekki er hins vegar allt sem sýnist og útskýrði Dagur það fyrir borgarfulltrúum hvernig gróðursetja ætti plöntur.

„Það er nefnilega ekki nóg að láta rigna á plöntur þegar verið er að gróðursetja þær, þá snertir maður bara yfirborðið eins og fólk gerir stundum, bara af öðru tilefni, heldur þarf vökvun og bleytan að ná alveg niður að rótum og gegnbleyta þetta. Þannig eru sannarlega leiðbeiningar garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar.“  

Lýsir viðhorfi til almenns starfsfólks

Dagur sagði oddvita minnihluta í borgarstjórn greinilega hafa þótt það sér sæmandi að hafa almennan starfsmann Reykjavíkurborgar að háði og spotti með því að birta mynd af honum á Facebook við þessar aðstæður. 

„Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur. Ekki vegna þess að þetta lýsir skorti á innsýn í garðyrkjustörf af þeirra hálfu, heldur lýsir þetta viðhorfi til almenns starfsfólks, verkafólks sem er að vinna hjá okkur, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í opinberri umræðu. Ég ætla bara að biðja um að þetta verði í síðasta sinn sem þetta er gert og óska eftir því að oddvitar beini frekar spjótum sínum að mér eða öðrum kjörnum fulltrúum en ekki almennu starfsfólki, takk fyrir.“

Myndin sem um ræðir.
Myndin sem um ræðir. Mynd/Skjáskot af Facebook

Vigdís steig fljótlega í pontu og svaraði fyrir myndbirtinguna. „Ég get róað borgarstjóra með því að þetta var mynd af vökvandi borgarstarfsmanni, vökvandi blómaker í rigningu. Mér fannst myndin afar fyndin, mér var send hún í pósti. Það má nú leyfa sér smá grín af og til, eða hvað? Það þarf ekki allt að vera grátt og ómögulegt,“ sagði Vigdís meðal annars.

Hún sagðist þó hafa verið í fjölmiðlaviðtali þegar Dagur ræddi um myndbirtinguna og því hefði hún ekki heyrt það sem hann sagði. Það væri þó greinilega vel fylgst með facebooksíðunni hennar og ekki fyrsta skipti sem eitthvað væri tekið þar upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

Í gær, 20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

Í gær, 20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

Í gær, 20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

Í gær, 19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

Í gær, 19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

Í gær, 19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

Í gær, 18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

Í gær, 18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

Í gær, 18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Í gær, 17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

Í gær, 17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

Í gær, 17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »