Hlaupararnir mjög skilningsríkir

Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu.
Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Valli

Upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur segir að keppendurnir sem unnu til verðlauna í Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið mjög skilningsríkir þegar haft var samband við þá í gær vegna mistakanna sem urðu í framkvæmd hlaupsins.

Vegna mistaka voru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í ­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslit­in í grein­un­um munu þó standa og keppendurnir halda sínum verðlaunum.

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði. mbl.is/Valli

Ekki náðist í alla í síma

Reynt var að hringja í alla verðlaunahafana í heilu og hálfu maraþoni bæði í kvenna- og karlaflokki. Níu útlendingar voru í þessum tólf sætum, þ.e. fyrsta til þriðja sætinu. Hringt var í þrjá efstu Íslendingana í sömu vegalengdum.

Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsinga- og samskiptastjóra ÍBR, náðist ekki í alla erlendu þátttakendurna í gegnum síma en allir nema einn af Íslendingunum svöruðu. Allir keppendurnir fengu tölvupóst með tíðindunum. 

„Við erum mjög þakklát fyrir þann skilning sem þau sýndu okkur,“ segir hún. „Þeim fannst þetta auðvitað leiðinlegt eins og okkur finnst að sjálfsögðu en þeir tóku þessu mjög vel. Skaðinn er skeður. Það er lítið hægt að gera núna nema fara vel í gegnum þetta allt og við pössum að þetta komi ekki fyrir aftur.“

Aðspurð segir Anna Lilja að mjög stór hluti erlendra þátttakenda keppi alla jafna í heilu og hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Í ár fengu 3.800 manns tíma í báðum hlaupunum og voru erlendir hlauparar að minnsta kosti helmingur af þeim.

Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni ...
Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni og hálfmaraþoni til hægri. mbl.is/Valli

Undanþága vegna Boston-maraþons ólíkleg

Þeir sem ætluðu að nýta tímann sinn úr maraþoninu til að komast í Boston-maraþonið eru í vanda staddir því ólíklegt er að þeim verði veitt undanþága, að sögn Önnu Lilju.

ÍBR sendi skipuleggjendum Boston-maraþonsins póst og óskaði eftir undanþágu. Ekki hefur formlegt svar fengist þaðan en allar líkur eru á að tímarnir verði ekki teknir gildir.

Ekki hefur verið haft samband við forsvarsmenn annarra hlaupa en Boston-maraþonsins enda er það eina hlaupið sem biður sérstaklega um að fá úrslitin. Önnur erlend hlaup skoða sjálf upplýsingarnar á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið. mbl.is/Valli

Of stórt svæði fyrir eftirlitsmenn að dekka

Ákveðið hefur verið að fjölga eftirlitsmönnum vegna hlaupsins á næsta ári en ekki er ljóst hversu margir þeir verða. Í ár voru þeir tíu en höfðu verið níu fram að því. 

„Þetta er svolítið stórt svæði sem þeir þurfa að dekka og við þurfum greinilega að minnka það,“ segir Anna Lilja og bendir á að mikið sé lagt upp úr því að trufla umferð og íbúa í borginni sem minnst meðan á hlaupinu stendur.

Hún segir að það hafi gert skipulagninguna erfiða hversu miklar framkvæmdir eru í borginni. „Það voru mjög margir erfiðir staðir í ár, fleiri en vanalega, og það fór svolítil orka í þá.“

Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi.
Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi. mbl.is/Valli

Best að hlaupa inn í Langholtshverfið

Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark, benti á að hugsanlega þyrfti að endurskoða snúningspunktinn í hlaupinu og bætti við að erfiðara væri að gera mistök þegar hlaupið er í hring heldur en að þurfa að snúa við eins og raunin hefur verið.

Anna Lilja er sammála því að hlaupaleiðin væri skemmtilegri ef hægt væri að hlaupa í hring og nefnir að best væri ef hægt væri að hlaupa inn í Langholtshverfið og fara inn íbúðargötur þar. Ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum.

Þátttökugjöldin ekki endurgreidd

Aðspurð segir hún að þátttökugjöldin vegna hlaupsins verði ekki endurgreidd. „Þátttökugjöld eru aldrei endurgreidd hjá okkur. Það kemur mjög skýrt fram í skilmálum.“

Hún kveðst hafa heyrt af umræðu um mögulega endurgreiðslu á Facebook en nefnir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að endurgreiðsla komi ekki til greina. 

mbl.is

Innlent »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus eftirspurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

Í gær, 19:55 Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Baka milljón kökur

Í gær, 19:36 Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

Í gær, 18:45 Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Harry Poter kom, sá og sigraði

Í gær, 18:36 Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Meira »

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi

Í gær, 18:21 Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð. Meira »

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

Í gær, 17:57 Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti Réttindaskóli UNICEF á landinu. Meira »

Ísland í aðalhlutverki í París

Í gær, 17:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag. Meira »

Handtekinn fyrir að reykja á salerni

Í gær, 17:29 Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.  Meira »
Hreinsa þakrennur o.fl.
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
2 Handlaugar til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð hin er með blöndunartækjum og notuð. uppl. 8691204....
Fallega jólaskeiðin frá ERNU er komin
Jólaskeiðin 2018 er nú fáanleg í verslun okkar í Skipholti 3. Sama verð frá 2015...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...