Hlaupararnir mjög skilningsríkir

Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu.
Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Valli

Upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur segir að keppendurnir sem unnu til verðlauna í Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið mjög skilningsríkir þegar haft var samband við þá í gær vegna mistakanna sem urðu í framkvæmd hlaupsins.

Vegna mistaka voru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í ­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslit­in í grein­un­um munu þó standa og keppendurnir halda sínum verðlaunum.

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði. mbl.is/Valli

Ekki náðist í alla í síma

Reynt var að hringja í alla verðlaunahafana í heilu og hálfu maraþoni bæði í kvenna- og karlaflokki. Níu útlendingar voru í þessum tólf sætum, þ.e. fyrsta til þriðja sætinu. Hringt var í þrjá efstu Íslendingana í sömu vegalengdum.

Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsinga- og samskiptastjóra ÍBR, náðist ekki í alla erlendu þátttakendurna í gegnum síma en allir nema einn af Íslendingunum svöruðu. Allir keppendurnir fengu tölvupóst með tíðindunum. 

„Við erum mjög þakklát fyrir þann skilning sem þau sýndu okkur,“ segir hún. „Þeim fannst þetta auðvitað leiðinlegt eins og okkur finnst að sjálfsögðu en þeir tóku þessu mjög vel. Skaðinn er skeður. Það er lítið hægt að gera núna nema fara vel í gegnum þetta allt og við pössum að þetta komi ekki fyrir aftur.“

Aðspurð segir Anna Lilja að mjög stór hluti erlendra þátttakenda keppi alla jafna í heilu og hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Í ár fengu 3.800 manns tíma í báðum hlaupunum og voru erlendir hlauparar að minnsta kosti helmingur af þeim.

Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni ...
Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni og hálfmaraþoni til hægri. mbl.is/Valli

Undanþága vegna Boston-maraþons ólíkleg

Þeir sem ætluðu að nýta tímann sinn úr maraþoninu til að komast í Boston-maraþonið eru í vanda staddir því ólíklegt er að þeim verði veitt undanþága, að sögn Önnu Lilju.

ÍBR sendi skipuleggjendum Boston-maraþonsins póst og óskaði eftir undanþágu. Ekki hefur formlegt svar fengist þaðan en allar líkur eru á að tímarnir verði ekki teknir gildir.

Ekki hefur verið haft samband við forsvarsmenn annarra hlaupa en Boston-maraþonsins enda er það eina hlaupið sem biður sérstaklega um að fá úrslitin. Önnur erlend hlaup skoða sjálf upplýsingarnar á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið. mbl.is/Valli

Of stórt svæði fyrir eftirlitsmenn að dekka

Ákveðið hefur verið að fjölga eftirlitsmönnum vegna hlaupsins á næsta ári en ekki er ljóst hversu margir þeir verða. Í ár voru þeir tíu en höfðu verið níu fram að því. 

„Þetta er svolítið stórt svæði sem þeir þurfa að dekka og við þurfum greinilega að minnka það,“ segir Anna Lilja og bendir á að mikið sé lagt upp úr því að trufla umferð og íbúa í borginni sem minnst meðan á hlaupinu stendur.

Hún segir að það hafi gert skipulagninguna erfiða hversu miklar framkvæmdir eru í borginni. „Það voru mjög margir erfiðir staðir í ár, fleiri en vanalega, og það fór svolítil orka í þá.“

Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi.
Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi. mbl.is/Valli

Best að hlaupa inn í Langholtshverfið

Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark, benti á að hugsanlega þyrfti að endurskoða snúningspunktinn í hlaupinu og bætti við að erfiðara væri að gera mistök þegar hlaupið er í hring heldur en að þurfa að snúa við eins og raunin hefur verið.

Anna Lilja er sammála því að hlaupaleiðin væri skemmtilegri ef hægt væri að hlaupa í hring og nefnir að best væri ef hægt væri að hlaupa inn í Langholtshverfið og fara inn íbúðargötur þar. Ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum.

Þátttökugjöldin ekki endurgreidd

Aðspurð segir hún að þátttökugjöldin vegna hlaupsins verði ekki endurgreidd. „Þátttökugjöld eru aldrei endurgreidd hjá okkur. Það kemur mjög skýrt fram í skilmálum.“

Hún kveðst hafa heyrt af umræðu um mögulega endurgreiðslu á Facebook en nefnir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að endurgreiðsla komi ekki til greina. 

mbl.is

Innlent »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....