Hlaupararnir mjög skilningsríkir

Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu.
Verðlaunahafar í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Valli

Upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur segir að keppendurnir sem unnu til verðlauna í Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið mjög skilningsríkir þegar haft var samband við þá í gær vegna mistakanna sem urðu í framkvæmd hlaupsins.

Vegna mistaka voru tím­ar þeirra hlaup­ara sem kepptu í heilu og hálfu maraþoni í ­m­araþon­inu í síðasta mánuði ógild­ir. Úrslit­in í grein­un­um munu þó standa og keppendurnir halda sínum verðlaunum.

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði. mbl.is/Valli

Ekki náðist í alla í síma

Reynt var að hringja í alla verðlaunahafana í heilu og hálfu maraþoni bæði í kvenna- og karlaflokki. Níu útlendingar voru í þessum tólf sætum, þ.e. fyrsta til þriðja sætinu. Hringt var í þrjá efstu Íslendingana í sömu vegalengdum.

Að sögn Önnu Lilju Sigurðardóttur, upplýsinga- og samskiptastjóra ÍBR, náðist ekki í alla erlendu þátttakendurna í gegnum síma en allir nema einn af Íslendingunum svöruðu. Allir keppendurnir fengu tölvupóst með tíðindunum. 

„Við erum mjög þakklát fyrir þann skilning sem þau sýndu okkur,“ segir hún. „Þeim fannst þetta auðvitað leiðinlegt eins og okkur finnst að sjálfsögðu en þeir tóku þessu mjög vel. Skaðinn er skeður. Það er lítið hægt að gera núna nema fara vel í gegnum þetta allt og við pössum að þetta komi ekki fyrir aftur.“

Aðspurð segir Anna Lilja að mjög stór hluti erlendra þátttakenda keppi alla jafna í heilu og hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Í ár fengu 3.800 manns tíma í báðum hlaupunum og voru erlendir hlauparar að minnsta kosti helmingur af þeim.

Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni ...
Endamarkið í 10 kílómetra hlaupi til vinstri og í maraþoni og hálfmaraþoni til hægri. mbl.is/Valli

Undanþága vegna Boston-maraþons ólíkleg

Þeir sem ætluðu að nýta tímann sinn úr maraþoninu til að komast í Boston-maraþonið eru í vanda staddir því ólíklegt er að þeim verði veitt undanþága, að sögn Önnu Lilju.

ÍBR sendi skipuleggjendum Boston-maraþonsins póst og óskaði eftir undanþágu. Ekki hefur formlegt svar fengist þaðan en allar líkur eru á að tímarnir verði ekki teknir gildir.

Ekki hefur verið haft samband við forsvarsmenn annarra hlaupa en Boston-maraþonsins enda er það eina hlaupið sem biður sérstaklega um að fá úrslitin. Önnur erlend hlaup skoða sjálf upplýsingarnar á vefsíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýkur við hálfmaraþonið. mbl.is/Valli

Of stórt svæði fyrir eftirlitsmenn að dekka

Ákveðið hefur verið að fjölga eftirlitsmönnum vegna hlaupsins á næsta ári en ekki er ljóst hversu margir þeir verða. Í ár voru þeir tíu en höfðu verið níu fram að því. 

„Þetta er svolítið stórt svæði sem þeir þurfa að dekka og við þurfum greinilega að minnka það,“ segir Anna Lilja og bendir á að mikið sé lagt upp úr því að trufla umferð og íbúa í borginni sem minnst meðan á hlaupinu stendur.

Hún segir að það hafi gert skipulagninguna erfiða hversu miklar framkvæmdir eru í borginni. „Það voru mjög margir erfiðir staðir í ár, fleiri en vanalega, og það fór svolítil orka í þá.“

Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi.
Einn af keppendunum í 10 kílómetra hlaupi. mbl.is/Valli

Best að hlaupa inn í Langholtshverfið

Arnar Pétursson, sem kom fyrstur Íslendinga í mark, benti á að hugsanlega þyrfti að endurskoða snúningspunktinn í hlaupinu og bætti við að erfiðara væri að gera mistök þegar hlaupið er í hring heldur en að þurfa að snúa við eins og raunin hefur verið.

Anna Lilja er sammála því að hlaupaleiðin væri skemmtilegri ef hægt væri að hlaupa í hring og nefnir að best væri ef hægt væri að hlaupa inn í Langholtshverfið og fara inn íbúðargötur þar. Ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum.

Þátttökugjöldin ekki endurgreidd

Aðspurð segir hún að þátttökugjöldin vegna hlaupsins verði ekki endurgreidd. „Þátttökugjöld eru aldrei endurgreidd hjá okkur. Það kemur mjög skýrt fram í skilmálum.“

Hún kveðst hafa heyrt af umræðu um mögulega endurgreiðslu á Facebook en nefnir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að endurgreiðsla komi ekki til greina. 

mbl.is

Innlent »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »

Tesla setur nýtt sölumet rafbíla í Noregi

16:30 Sala á rafbílnum Tesla Model 3 í Noregi í mars virðist hafa slegið fyrra sölumet rafbíla í landinu. Þá miðað við sölu í einum mánuði. Rafbílar frá Tesla hafa selst vel í Noregi. Meira »

Utanfélagsmenn óbundnir af boðun

15:47 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ sagði Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Meira »

Ingimundur úr stjórn Isavia

15:44 Ingimundur Sigurpálsson lét af embætti stjórnarformanns Isavia á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag á Hótel Natura í Reykjavík. Ingimundur hefur verið formaður stjórnar Isavia undanfarin sex ár. Meira »

Píratar bjóða börnum pítsur

15:32 Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að bjóða þeim pítsur í skólanum og hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pítsu á Austurvelli. Meira »

Útilokað fyrir blinda að labba Laugaveg

15:09 „Það er nánast útilokað fyrir mig að labba Laugavegin vegna allra hindrana á gangstéttunum. Öll þessi auglýsingaskilti frá veitingastöðum og verslunum eru alls staðar,” segir Vilhjálmur Gíslason sem er blindur og notast við blindrastaf. Meira »