Hrun í kvikmyndagerð

Hér má sjá hluta af um 140 manna kvikmyndatökuliði sem …
Hér má sjá hluta af um 140 manna kvikmyndatökuliði sem tekur þátt í upptökum á kínversku vísindaskáldsagnaþáttunum The King of Blaze á Laugavegi. mbl.is/Golli

„Síðasta ár var annus horribilis í rekstrinum. Hreinlega lélegt ár miðað við síðustu 6 ár. Því verður ekki lýst á annan veg,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um umsvif félagsins.

Veltan var 5 milljarðar árið 2016 en aðeins einn milljarður í fyrra.

True North hefur verið umsvifamesta kvikmyndafyrirtæki landsins þegar kemur að samstarfi við erlend kvikmyndaver. Heimsþekktar kvikmyndastjörnur hafa komið hingað til lands vegna verkefna félagsins.

„Reksturinn verður þungur þegar verkefnum fækkar og launin hækka. Hvað á þá að gera? Á að halda dampi eða segja öllum upp?“ spyr Leifur.

True North hefur meðal annars komið að gerð Star Wars og Fast & the Furious-mynda á Íslandi.

Ekki lengur samkeppnishæf

Spurður hvort tímabil framleiðslu slíkra stórmynda sé að baki á Íslandi bendir Leifur á hátt gengi krónunnar. Það sé farið að bíta mikið. 

„Það er búið að mynda svo mikið hérna. Hingað hafa komið heimsþekkt vörumerki eins og Star Wars og þekktir leikstjórar og leikarar. Annaðhvort hefur Ísland verið ofnotað eða að fyrirtækin telja einfaldlega of dýrt að koma hingað og mynda á Íslandi. Það er bara þannig. Við erum ekki samkeppnishæf sem stendur,“ segir Leifur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert