Mjúkar mjaðmahreyfingar í HÍ

Nú standa yfir Nýnemadagar í Háskóla Íslands þar sem fjöldi viðburða er í boði. Í hádeginu sýndu meðlimir Háskóladansins hvernig á að bera sig að á dansgólfinu af mikilli list. Í vikunni eru svo tónleikar, tungumálanámskeið og fótboltamót á meðal þess sem boðið verður upp á í skólanum.

Á morgun kemur söngkonan GDRN fram og þá verður boðið upp á örnámskeið í ítölsku. Á fimmtudag verður það Háskólakórinn sem stígur á svið og áhugasamir geta farið á örnámskeið í frönsku.

Nýnemadagar ná svo hámarki á föstudag þegar Nýnemamót Stúdentaráðs Háskóla Íslands í knattspyrnu fer fram á túninu fyrir framan aðalbyggingu skólans. 

mbl.is var á Háskólatorgi ásamt margmenni og fylgdist með dansinum.

mbl.is