Blóðbað í Nauthólsvík

Það var blóðugur bardagi í Nauthólsvík í dag þar sem nemendur og starfslið Háskólans í Reykjavík keppu um hverjir gæfu meira blóð í Blóðbílnum.

Hver gjafi nær að gefa um 450 ml af blóði og alls voru fleiri en 30 sem gáfu blóð þannig að hátt í 15 lítrar af blóði söfnuðust í átakinu.

Sigurvegarar keppninnar verða tilkynntir á morgun en deildir skólans kepptu líka innbyrðis sín á milli.

mbl.is var í Blóðbílnum í dag þar sem var þónokkur erill en þörfin fyrir blóðgjafa er stöðug og hægt er að panta sér tíma í blóðgjöf hér.

Uppfært:

Það voru nemendur sem sigruðu í keppninni og voru þeir 30 sem gáfu blóð eða skráðu sig í blóðgjöf á meðan 16 manns í starfsliði skólans gáfu blóð. Pragma sem er félag verkfræðinema við HR vann keppnina á milli nemendafélaganna.

Eygló María Björnsdóttir formaður nemendafélags HR tekur á móti Blóðbikarnum …
Eygló María Björnsdóttir formaður nemendafélags HR tekur á móti Blóðbikarnum frá Þórunni Hildu Jónasdóttur viðburðastjóra HR. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert