Sjálfvirkni hafi áhrif á 80% starfa

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni ...
Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni. Ljósmynd/Thinkstock

„Fullt af störfum mun leggjast af en sagan sýnir að það koma ný störf,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri Origo. Að hans mati mun aukin sjálfvirkni og sjálfsafgreiðsla hafa áhrif á um 80% starfa.

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni en Snæbjörn gefur lítið fyrir þær áhyggjur og segir að fjöldi nýrra starfa muni skapast í staðinn. 

Á ráðstefnunni „Með puttann á púlsinum“ á vegum Skýs á Grand hóteli í morgun fór Snæbjörn með erindi með yfirskriftinni: „Hverjir eru að missa vinnuna?“ Þar var m.a. farið yfir ýmis störf sem eru líkleg til að hverfa en jafnframt þau sem eru að verða til.

Snæbjörn Ingi Ingólfsson.
Snæbjörn Ingi Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfvirk þjónusta sífellt algengari

Afgreiðslustörf, störf í banka og móttöku eru líkleg til að bíða lægri hlut gegn sjálfvirkninni, að því er fram kom í erindi Snæbjarnar. „Við sjáum gríðarlega aukna sjálfvirkni í bönkum, t.d. í útibúi Arionbanka í Kringlunni,“ sagði hann. Fjöldi annarra dæma eru til, þar má nefna sjálfsafgreiðslu í Ikea, matvörubúðum og á McDonald's.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka  við munum sjá betri störf koma í staðinn, jafnvel betur borguð og mun áhugaverðari,“ segir Snæbjörn.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn.
„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtæki gætu einnig sýnt sjálfvirkni í þjónustu aukinn áhuga vegna gagnasöfnunar sem er möguleg með henni. Með sjálfvirkni gætu fyrirtæki safnað gögnum um viðskiptavini og þannig kynnt sér neysluhegðun þeirra, að því er fram kemur í erindi Snæbjörns. Sjálfvirknin gæti þá einnig bætt þjónustu og aukið tekjur um leið.

Mun störfum fjölga í takt við fólksfjölgun? 

„Fólki í heiminum er enn að fjölga og ef við horfum á það mynstur þá verður alltaf til vinna fyrir gott fólk. Ef maður ber sig vel eftir þá fær maður vinnu og ef hún er ekki til þá skapar maður hana sjálfur. Einhver gerðist svo grófur að segja að 400 milljón störf hyrfu en í staðinn fengjum við 500 milljón ný störf. Ég held klárlega að það muni verða ný störf og svo mun fólki kannski fjölga í þeim störfum sem eru til fyrir,“ segir Snæbjörn.

„Það er náttúrlega erfitt að segja til um hversu mörg störf munu skapast í framtíðinni en það er gaman að fabúlera um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíll valt á hliðina á Öxnadalsheiði

15:21 Betur fór en á horfðist þegar bíll fór á hliðina á Öxnadalsheiðinni rétt eftir hádegi í dag. Slæm færð er á heiðinni vegna krapa á veginum og missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum. „Hann fór á hliðina og aftur á hjólin,“ segir Snorri Geir Snorrason, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Meira »

„Það er ekki bara eitt hótel í Nuuk“

14:47 „Það hlýtur að vera grafalvarlegt mál ef það birtast rangar upplýsingar á vef Alþingis,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins á þingi í dag. Guðmundur ræddi ferð Íslandsdeildar Norðurlandaráðs til Nuuk en áður hafði honum blöskrað hversu dýr ferðin var. Meira »

Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

14:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

14:21 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Landsréttur mildaði nauðgunardóm

14:05 Landsréttur mildaði í síðustu viku dóm héraðsdóms yfir 28 ára karlmanni sem dæmdur hafði verið fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannafögnuð á vinnustað þeirra árið 2015. Var stúlkan þá 17 ára og maðurinn 24 ára. Meira »

Íslendingar „grátt leiknir“

13:36 Hannes Hólmsteinn Gissurarson afhenti fjármálaráðherra skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins í fjármálaráðuneytinu í dag. Hannes hefur unnið að skýrslunni í fjögur ár og hefur útgáfa hennar dregist talsvert. „Skýrslan sýnir hversu grátt Íslendingar voru leiknir af grannþjóðunum, segir Hannes. Meira »

Áhættan sem fylgir flugrekstri óljós

13:28 Aukin samkeppni í flugsamgöngum og hátt olíuverð eru meðal nýrra áskorana sem flugþjónusta á Íslandi stendur frammi fyrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri úttekt sendinefndar AGS á Íslandi á íslenskum efnahagsmálum sem kynnt var í dag. Meira »

Alls veiddust 146 hvalir á 98 daga vertíð

13:05 Hvalur 9 kom með tvo síðustu hvali sumarsins í Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrinótt. Alls veiddust 146 langreyðar, en af þeim greindust tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Meira »

Ekkert ferðaveður fyrir norðan

12:57 Ekkert ferðaveður er í umdæmi lögreglunnar á Húsavík nema á bifreiðum útbúnum fyrir vetrarakstur. Veginum um Námaskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og verður lokaður eitthvað áfram. Slæm færð er um Öxnadalinn vegna krapa á veginum að sögn lögreglunnar á Norðausturlandi. Meira »

Dyravörður brást fagmannlega við árás

12:25 „Hann var að vísa manninum út af skemmtistað og þá slær maðurinn hann í andlitið,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, einn eigenda ISR Matrix á Íslandi. Ráðist var á einn iðkenda þar um helgina þar sem Tobbi, eins og hann er kallaður, var við störf sem dyravörður. Meira »

Tíu úrskurðir og dómar í sama málinu

12:19 Aurum-málið hefur nú verið í samtals sex ár fyrir dómstólum hér á landi og gæti tekið lengri tíma fari það á ný fyrir Hæstarétt. Úrskurðir og dómar í tengslum við rekstur málsins eru samtals orðnir tíu og hafa þar af níu þeirra fengið úrlausn Hæstaréttar. Meira »

Ræddu ógnir á netinu

12:16 Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi var meðal þess sem rætt var á fyrsta fundi nýskipaðs netöryggisráðs en alls sitja 25 aðal- og varafulltrúar í ráðinu. Meira »

Skógrækt á 3 hekturum í Haukadal

11:57 Birta lífeyrissjóður og Skógræktin hafa samið til þriggja ára um skógrækt á þremur hekturum lands í Haukadal. Þetta er liður í Grænum sporum Birtu, verkefni sem lífeyrissjóðurinn hefur ýtt úr vör. Meira »

Deilt um afskipti Jóns af Glitni

11:24 Allir ákærðu mættu í dómsal í Landsrétti í Aurum-holding málinu sem hófst í morgun. Fyrsti klukkutíminn fór í skýrslutöku saksóknara yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en ljóst var strax frá upphafi að grunnt var á því góða milli þeirra, enda hefur nú verið tekist á fjórum sinnum í dómsal í málinu. Meira »

Sjö bílar skemmdir á Suðurnesjum

11:08 Eignarspjöll voru unnin á sjö bifreiðum í Keflavík að morgni sunnudags. Hliðarspeglar höfðu verið brotnir og bifreiðarnar dældaðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Setti fólk nokkuð upp trampólín?

10:32 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veltir því fyrir sér á Facebook hvort fólk hafi hvort eð er nokkuð sett upp trampólín í sumar og varar við hvassviðri fram að hádegi. Meira »

Spá mjög lítilli fjölgun ferðamanna

10:06 Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir mjög lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eins og það var orðað á morgunfundi deildarinnar fyrr í morgun. Þar kom fram að gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 4,5% á þessu ári, 1,4% árið 2019, 2,4% árið 2020 og 2,7% árið 2021. Meira »

VÍS horfi á landið sem eina heild

09:24 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að VÍS sé að sameina skrifstofur í 6 öflugar skrifstofur víðs vegar um landið. VÍS horfi á landið sem eina heild og skipuleggi þjónustuna út frá því þannig að hún sé samræmd og óháð búsetu. „Þetta er stórt skref en við erum að vinna út frá þessari ákvörðun,“ sagði Helgi. Meira »

Enginn hefur talað við Áslaugu

09:14 „Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp.“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Bárðarsonar en eiginkona hans var rekin frá Orku náttúrunnar fyrir rúmum tveimur vikum. Meira »