Sjálfvirkni hafi áhrif á 80% starfa

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni ...
Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni. Ljósmynd/Thinkstock

„Fullt af störfum mun leggjast af en sagan sýnir að það koma ný störf,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri Origo. Að hans mati mun aukin sjálfvirkni og sjálfsafgreiðsla hafa áhrif á um 80% starfa.

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni en Snæbjörn gefur lítið fyrir þær áhyggjur og segir að fjöldi nýrra starfa muni skapast í staðinn. 

Á ráðstefnunni „Með puttann á púlsinum“ á vegum Skýs á Grand hóteli í morgun fór Snæbjörn með erindi með yfirskriftinni: „Hverjir eru að missa vinnuna?“ Þar var m.a. farið yfir ýmis störf sem eru líkleg til að hverfa en jafnframt þau sem eru að verða til.

Snæbjörn Ingi Ingólfsson.
Snæbjörn Ingi Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfvirk þjónusta sífellt algengari

Afgreiðslustörf, störf í banka og móttöku eru líkleg til að bíða lægri hlut gegn sjálfvirkninni, að því er fram kom í erindi Snæbjarnar. „Við sjáum gríðarlega aukna sjálfvirkni í bönkum, t.d. í útibúi Arionbanka í Kringlunni,“ sagði hann. Fjöldi annarra dæma eru til, þar má nefna sjálfsafgreiðslu í Ikea, matvörubúðum og á McDonald's.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka  við munum sjá betri störf koma í staðinn, jafnvel betur borguð og mun áhugaverðari,“ segir Snæbjörn.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn.
„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtæki gætu einnig sýnt sjálfvirkni í þjónustu aukinn áhuga vegna gagnasöfnunar sem er möguleg með henni. Með sjálfvirkni gætu fyrirtæki safnað gögnum um viðskiptavini og þannig kynnt sér neysluhegðun þeirra, að því er fram kemur í erindi Snæbjörns. Sjálfvirknin gæti þá einnig bætt þjónustu og aukið tekjur um leið.

Mun störfum fjölga í takt við fólksfjölgun? 

„Fólki í heiminum er enn að fjölga og ef við horfum á það mynstur þá verður alltaf til vinna fyrir gott fólk. Ef maður ber sig vel eftir þá fær maður vinnu og ef hún er ekki til þá skapar maður hana sjálfur. Einhver gerðist svo grófur að segja að 400 milljón störf hyrfu en í staðinn fengjum við 500 milljón ný störf. Ég held klárlega að það muni verða ný störf og svo mun fólki kannski fjölga í þeim störfum sem eru til fyrir,“ segir Snæbjörn.

„Það er náttúrlega erfitt að segja til um hversu mörg störf munu skapast í framtíðinni en það er gaman að fabúlera um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rannsókn á neðri hæðinni lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »

Liðkar fyrir flugi til Asíu

11:55 Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »

„Mælirinn er fullur“

11:25 Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 1750 & ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...