Baða sig í auðlindinni

Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í ...
Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í Svartsengi, Bláa Lónið. Aðsóknin er slík að stýra þarf móttökugesta og fólk þarf að panta fyrirfram til að komast að. Ferðamannastaðurinn hefur fengið fjölda viðurkenningu fyrir upplifun gesta og sérstöð mbl.is/Ófeigur

„Heita vatnið er hluti af sérstöðu Íslands og mikilvægt að nýta hana. Margir af gestum landsins hafa áhuga á að baða sig í ómeðhöndluðu vatni og komast þannig í beint samband við náttúruauðlindina,“ segir Anna G. Sverrisdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fjórir baðstaðir hafa verið byggðir upp í kjölfar Bláa lónsins á Reykjanesi og nokkrir til viðbótar eru í undirbúningi.

Bláa lónið ruddi brautina og hefur mikla sérstöðu vegna efnainnihalds vatnsins úr borholum í Svartsengi. Lækningamáttur þess er þekktur. Bláa lónið er fjölsóttasti einstaki ferðamannastaður landsins og er helsta ástæðan fyrir þeirri ímynd sem Ísland hefur fengið sem land náttúrubaðanna.

Dreifðir um landið

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð árið 2004 og grundvallast á náttúruauðlindum þess svæðis og nálægð við náttúruperluna Mývatn. Baðstaðurinn Laugarvatn Fontana opnaði dyr sínar fyrir gestum á árinu 2011. Sérstaða hans er nýting á hver niðri við vatnið, en hveravatnið hefur verið notað til baða og heilsubótar í aldir. Áform eru uppi um að stækka böðin.

Tveir nýjustu baðstaðirnir eru Krauma í Borgarfirði og Sjóböðin (GeoSea) við Húsavík. Krauma nýtir vatn úr Deildartunguhver, sem er vatnsmesti hver Evrópu. Vatnið í Sjóböðunum er eins og nafnið bendir til sjór sem sóttur er með djúpum borholum. Fjárfestar eru með í undirbúningi að reisa hótel í tengslum við Sjóböðin.

Mikilvægir vinnustaðir

Allir þessir staðir veita margvíslega aðra þjónustu, þótt böðin séu meginaðdráttaraflið. Þar eru veitingar og minjagripasala og lúxushótel er risið við Bláa lónið og þar er fyrir margvísleg önnur þjónusta og framleiðsla sem byggist á auðlindum lónsins.

Allir baðstaðirnir eru mikilvægir vinnustaðir í sínu umhverfi. Sem dæmi má nefna að í sumar unnu 40 starfsmenn hjá Jarðböðunum, sem eru stærsti einkarekni vinnuveitandinn í Mývatnssveit. Fyrirtækið hefur byggt sjö íbúðir fyrir starfsfólkið í Reykjahlíð og rauf með því áratuga kyrrstöðu í byggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir svæðið. Jarðböðin eru afþreying fyrir ferðafólk sem stuðlar að því að gestir dvelja lengur á svæðinu og kaupa sér gistingu og nýta aðra þjónustu. Þannig tengjast ýmsar greinar ferðaþjónustunnar,“ segir Steingrímur Birgisson, formaður stjórnar Jarðbaðanna.

Ylströnd og Fjallaböð

Fjöldi annarra baðstaða er á hugmyndastigi og nokkrir eru komnir talsvert á veg í undirbúningi. Verkefni sem nefnt var Ylströndin við Urriðavatn en heita mun Vök Baths er í undirbúningi. Urriðavatn er á Fljótsdalshéraði, skammt frá Egilsstöðum. Undan vatninu kemur heitt vatn sem er drykkjarhæft og verður notað með ýmsum hætti.

Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að ...
Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að fylgjastmeð sólarlaginu. Böðin eru opin og tilfinningin er eins og að vera úti á sjó. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fjallaböðin í Þjórsárdal eru annar baðstaður sem mikil alvara er í. Grundvallast baðstaðurinn á heitu vatni sem vellur upp úr jörðinni en notað var í sundlaug sem byggð var fyrir starfsmenn við byggingu Búrfellsvirkjunar um 1970. Þar er einnig ætlunin að koma upp hóteli.

Þriðja verkefnið sem vert er að nefna er hugmynd um baðstað og hótel á landi Skíðaskálans í Hveradölum við rætur Hellisheiðar. Svæðið er í skipulagsferli sem hefur tekið alllangan tíma. Fjöldi annarra verkefna er á hugmyndastigi og ekki gott að segja hvað úr verður. Nefna má sem dæmi Hveragerði, Flúðir og Hoffell í Hornafirði.

Þá vaknar spurningin hvort offjárfesting sé í þessari afþreyingu, hvort núverandi og væntanlegir baðstaðir séu að taka hver frá öðrum. Anna G. Sverrisdóttir, sem vann lengi sem framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og rak síðar Laugarvatn Fontana, telur að það þurfi ekki að vera, þótt vitaskuld megi ekki ofmetta neina tegund afþreyingar. „Ég held að enn séu tækifæri í þessu, það er að segja ef hver og einn byggir á sinni sértöðu en apar ekki beint eftir öðrum. Það er enn rými, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í þetta. Þá er gott að uppbyggingin dreifist um landið eins og hún hefur gert. Þótt dregið hafi úr fjölgun ferðafólks sé ég ekki annað en hún muni halda áfram,“ segir Anna og leggur áherslu á að gæði baðstaðanna þurfi áfram að vera mikil.

Hún telur að tækifæri séu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum til uppbyggingar baðstaða, en víða á þessu svæði eru náttúrulaugar sem töluvert eru sóttar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Innlent »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðarbækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshrepps og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...