Baða sig í auðlindinni

Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í ...
Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í Svartsengi, Bláa Lónið. Aðsóknin er slík að stýra þarf móttökugesta og fólk þarf að panta fyrirfram til að komast að. Ferðamannastaðurinn hefur fengið fjölda viðurkenningu fyrir upplifun gesta og sérstöð mbl.is/Ófeigur

„Heita vatnið er hluti af sérstöðu Íslands og mikilvægt að nýta hana. Margir af gestum landsins hafa áhuga á að baða sig í ómeðhöndluðu vatni og komast þannig í beint samband við náttúruauðlindina,“ segir Anna G. Sverrisdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fjórir baðstaðir hafa verið byggðir upp í kjölfar Bláa lónsins á Reykjanesi og nokkrir til viðbótar eru í undirbúningi.

Bláa lónið ruddi brautina og hefur mikla sérstöðu vegna efnainnihalds vatnsins úr borholum í Svartsengi. Lækningamáttur þess er þekktur. Bláa lónið er fjölsóttasti einstaki ferðamannastaður landsins og er helsta ástæðan fyrir þeirri ímynd sem Ísland hefur fengið sem land náttúrubaðanna.

Dreifðir um landið

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð árið 2004 og grundvallast á náttúruauðlindum þess svæðis og nálægð við náttúruperluna Mývatn. Baðstaðurinn Laugarvatn Fontana opnaði dyr sínar fyrir gestum á árinu 2011. Sérstaða hans er nýting á hver niðri við vatnið, en hveravatnið hefur verið notað til baða og heilsubótar í aldir. Áform eru uppi um að stækka böðin.

Tveir nýjustu baðstaðirnir eru Krauma í Borgarfirði og Sjóböðin (GeoSea) við Húsavík. Krauma nýtir vatn úr Deildartunguhver, sem er vatnsmesti hver Evrópu. Vatnið í Sjóböðunum er eins og nafnið bendir til sjór sem sóttur er með djúpum borholum. Fjárfestar eru með í undirbúningi að reisa hótel í tengslum við Sjóböðin.

Mikilvægir vinnustaðir

Allir þessir staðir veita margvíslega aðra þjónustu, þótt böðin séu meginaðdráttaraflið. Þar eru veitingar og minjagripasala og lúxushótel er risið við Bláa lónið og þar er fyrir margvísleg önnur þjónusta og framleiðsla sem byggist á auðlindum lónsins.

Allir baðstaðirnir eru mikilvægir vinnustaðir í sínu umhverfi. Sem dæmi má nefna að í sumar unnu 40 starfsmenn hjá Jarðböðunum, sem eru stærsti einkarekni vinnuveitandinn í Mývatnssveit. Fyrirtækið hefur byggt sjö íbúðir fyrir starfsfólkið í Reykjahlíð og rauf með því áratuga kyrrstöðu í byggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir svæðið. Jarðböðin eru afþreying fyrir ferðafólk sem stuðlar að því að gestir dvelja lengur á svæðinu og kaupa sér gistingu og nýta aðra þjónustu. Þannig tengjast ýmsar greinar ferðaþjónustunnar,“ segir Steingrímur Birgisson, formaður stjórnar Jarðbaðanna.

Ylströnd og Fjallaböð

Fjöldi annarra baðstaða er á hugmyndastigi og nokkrir eru komnir talsvert á veg í undirbúningi. Verkefni sem nefnt var Ylströndin við Urriðavatn en heita mun Vök Baths er í undirbúningi. Urriðavatn er á Fljótsdalshéraði, skammt frá Egilsstöðum. Undan vatninu kemur heitt vatn sem er drykkjarhæft og verður notað með ýmsum hætti.

Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að ...
Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að fylgjastmeð sólarlaginu. Böðin eru opin og tilfinningin er eins og að vera úti á sjó. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fjallaböðin í Þjórsárdal eru annar baðstaður sem mikil alvara er í. Grundvallast baðstaðurinn á heitu vatni sem vellur upp úr jörðinni en notað var í sundlaug sem byggð var fyrir starfsmenn við byggingu Búrfellsvirkjunar um 1970. Þar er einnig ætlunin að koma upp hóteli.

Þriðja verkefnið sem vert er að nefna er hugmynd um baðstað og hótel á landi Skíðaskálans í Hveradölum við rætur Hellisheiðar. Svæðið er í skipulagsferli sem hefur tekið alllangan tíma. Fjöldi annarra verkefna er á hugmyndastigi og ekki gott að segja hvað úr verður. Nefna má sem dæmi Hveragerði, Flúðir og Hoffell í Hornafirði.

Þá vaknar spurningin hvort offjárfesting sé í þessari afþreyingu, hvort núverandi og væntanlegir baðstaðir séu að taka hver frá öðrum. Anna G. Sverrisdóttir, sem vann lengi sem framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og rak síðar Laugarvatn Fontana, telur að það þurfi ekki að vera, þótt vitaskuld megi ekki ofmetta neina tegund afþreyingar. „Ég held að enn séu tækifæri í þessu, það er að segja ef hver og einn byggir á sinni sértöðu en apar ekki beint eftir öðrum. Það er enn rými, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í þetta. Þá er gott að uppbyggingin dreifist um landið eins og hún hefur gert. Þótt dregið hafi úr fjölgun ferðafólks sé ég ekki annað en hún muni halda áfram,“ segir Anna og leggur áherslu á að gæði baðstaðanna þurfi áfram að vera mikil.

Hún telur að tækifæri séu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum til uppbyggingar baðstaða, en víða á þessu svæði eru náttúrulaugar sem töluvert eru sóttar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stolin og með röng skráningarnúmer

07:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu. Meira »

Breikkun bíður enn um sinn

07:37 Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira »

Tímabundin lokun göngustígsins

07:36 Göngustígnum um urð norðan megin við Seljalandsfoss hefur verið lokað tímabundið og mun lokunin líklega vara fram yfir helgi. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Rangárþings eystra. Hægt verður að ganga á bak við fossinn sunnan megin og þá aftur sömu leið til baka. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Falleg þriggja herbergja íbúð til leigu í Hrísateig.
Falleg þriggja herbergja íbúð í Hrísateig. Um er að ræða hjónaherbergi, lítilð b...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsibær
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...