Baða sig í auðlindinni

Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í ...
Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í Svartsengi, Bláa Lónið. Aðsóknin er slík að stýra þarf móttökugesta og fólk þarf að panta fyrirfram til að komast að. Ferðamannastaðurinn hefur fengið fjölda viðurkenningu fyrir upplifun gesta og sérstöð mbl.is/Ófeigur

„Heita vatnið er hluti af sérstöðu Íslands og mikilvægt að nýta hana. Margir af gestum landsins hafa áhuga á að baða sig í ómeðhöndluðu vatni og komast þannig í beint samband við náttúruauðlindina,“ segir Anna G. Sverrisdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fjórir baðstaðir hafa verið byggðir upp í kjölfar Bláa lónsins á Reykjanesi og nokkrir til viðbótar eru í undirbúningi.

Bláa lónið ruddi brautina og hefur mikla sérstöðu vegna efnainnihalds vatnsins úr borholum í Svartsengi. Lækningamáttur þess er þekktur. Bláa lónið er fjölsóttasti einstaki ferðamannastaður landsins og er helsta ástæðan fyrir þeirri ímynd sem Ísland hefur fengið sem land náttúrubaðanna.

Dreifðir um landið

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð árið 2004 og grundvallast á náttúruauðlindum þess svæðis og nálægð við náttúruperluna Mývatn. Baðstaðurinn Laugarvatn Fontana opnaði dyr sínar fyrir gestum á árinu 2011. Sérstaða hans er nýting á hver niðri við vatnið, en hveravatnið hefur verið notað til baða og heilsubótar í aldir. Áform eru uppi um að stækka böðin.

Tveir nýjustu baðstaðirnir eru Krauma í Borgarfirði og Sjóböðin (GeoSea) við Húsavík. Krauma nýtir vatn úr Deildartunguhver, sem er vatnsmesti hver Evrópu. Vatnið í Sjóböðunum er eins og nafnið bendir til sjór sem sóttur er með djúpum borholum. Fjárfestar eru með í undirbúningi að reisa hótel í tengslum við Sjóböðin.

Mikilvægir vinnustaðir

Allir þessir staðir veita margvíslega aðra þjónustu, þótt böðin séu meginaðdráttaraflið. Þar eru veitingar og minjagripasala og lúxushótel er risið við Bláa lónið og þar er fyrir margvísleg önnur þjónusta og framleiðsla sem byggist á auðlindum lónsins.

Allir baðstaðirnir eru mikilvægir vinnustaðir í sínu umhverfi. Sem dæmi má nefna að í sumar unnu 40 starfsmenn hjá Jarðböðunum, sem eru stærsti einkarekni vinnuveitandinn í Mývatnssveit. Fyrirtækið hefur byggt sjö íbúðir fyrir starfsfólkið í Reykjahlíð og rauf með því áratuga kyrrstöðu í byggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir svæðið. Jarðböðin eru afþreying fyrir ferðafólk sem stuðlar að því að gestir dvelja lengur á svæðinu og kaupa sér gistingu og nýta aðra þjónustu. Þannig tengjast ýmsar greinar ferðaþjónustunnar,“ segir Steingrímur Birgisson, formaður stjórnar Jarðbaðanna.

Ylströnd og Fjallaböð

Fjöldi annarra baðstaða er á hugmyndastigi og nokkrir eru komnir talsvert á veg í undirbúningi. Verkefni sem nefnt var Ylströndin við Urriðavatn en heita mun Vök Baths er í undirbúningi. Urriðavatn er á Fljótsdalshéraði, skammt frá Egilsstöðum. Undan vatninu kemur heitt vatn sem er drykkjarhæft og verður notað með ýmsum hætti.

Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að ...
Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að fylgjastmeð sólarlaginu. Böðin eru opin og tilfinningin er eins og að vera úti á sjó. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fjallaböðin í Þjórsárdal eru annar baðstaður sem mikil alvara er í. Grundvallast baðstaðurinn á heitu vatni sem vellur upp úr jörðinni en notað var í sundlaug sem byggð var fyrir starfsmenn við byggingu Búrfellsvirkjunar um 1970. Þar er einnig ætlunin að koma upp hóteli.

Þriðja verkefnið sem vert er að nefna er hugmynd um baðstað og hótel á landi Skíðaskálans í Hveradölum við rætur Hellisheiðar. Svæðið er í skipulagsferli sem hefur tekið alllangan tíma. Fjöldi annarra verkefna er á hugmyndastigi og ekki gott að segja hvað úr verður. Nefna má sem dæmi Hveragerði, Flúðir og Hoffell í Hornafirði.

Þá vaknar spurningin hvort offjárfesting sé í þessari afþreyingu, hvort núverandi og væntanlegir baðstaðir séu að taka hver frá öðrum. Anna G. Sverrisdóttir, sem vann lengi sem framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og rak síðar Laugarvatn Fontana, telur að það þurfi ekki að vera, þótt vitaskuld megi ekki ofmetta neina tegund afþreyingar. „Ég held að enn séu tækifæri í þessu, það er að segja ef hver og einn byggir á sinni sértöðu en apar ekki beint eftir öðrum. Það er enn rými, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í þetta. Þá er gott að uppbyggingin dreifist um landið eins og hún hefur gert. Þótt dregið hafi úr fjölgun ferðafólks sé ég ekki annað en hún muni halda áfram,“ segir Anna og leggur áherslu á að gæði baðstaðanna þurfi áfram að vera mikil.

Hún telur að tækifæri séu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum til uppbyggingar baðstaða, en víða á þessu svæði eru náttúrulaugar sem töluvert eru sóttar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Innlent »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

05:30 „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...