Borgarstjórinn mættur á Októberfest

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur setningarræðu í aðaltjaldinu. Til vinstri …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur setningarræðu í aðaltjaldinu. Til vinstri við hann er Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor HÍ, og Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Októberfest hefur verið sett í 16. sinn. Tónlistarhátíðin í Vatnsmýrinni hófst formlega við hátíðlega athöfn á aðalsviðinu kl. 21.30. Stemningin er góð og mjög gott veður miðað við Reykjavík árla hausts.

Guðný Ljósbrá, samskiptafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir Októberfest, segir að hátíðin fari vel af stað. „Allir eru glaðir og það gengur allt vel. Það er mikill áhugi og aðsókn.“ Hátt í 2.000 manns eru búnir að skrá sig. „Nýnemarnir eru líka heldur betur mættir.“

Það er mikið um að vera, eitthvað fyrir alla: Daði Freyr, Ingó Veðurguð, Birnir rappari, Flóni, GDRN söngkona. „Þeir eru byrjaðir að spila! Hátíðarsvæðið er opið, það eru sex matarvagnar, partítjald Vodafone, partí-karaoke, hringekja, fallturn og ég veit ekki hvað,“ segir Guðný. 

Daði Freyr leikur listir sínar með fulltingi listamanns af guðs …
Daði Freyr leikur listir sínar með fulltingi listamanns af guðs náð: Bjössa Sax. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ungir sem eldri háskólanemar sækja hátíðina og taka forskot á …
Ungir sem eldri háskólanemar sækja hátíðina og taka forskot á sæluna í kvöld og það er heil helgi framundan af herlegheitum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er glatt á hjalla í Vatnsmýrinni en í ár …
Það er glatt á hjalla í Vatnsmýrinni en í ár er hátíðin haldin í sextánda sinn. Þessar tvær una sér vel í góðra vina hópi mbl.is/Kristinn Magnússon
Fyrir unga sem aldna; fyrir konur og karla. Og öll …
Fyrir unga sem aldna; fyrir konur og karla. Og öll önnur hugsanleg og óhugsanleg kyn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert