Búa sér náttstað við Keldur

Þessir ferðamenn gistu við lóðamörk Keldna.
Þessir ferðamenn gistu við lóðamörk Keldna. mbl.is/kbl

Ferðamenn á Íslandi veigra sér ekki við að leggja bílaleigubílum sínum hvar sem þá lystir, en þessi sjón blasti við starfsfólki Keldna, tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, í morgun.

Að sögn starfsmanna sem mbl.is náði tali af er ekki óalgengt að ferðamenn leggi bílum sínum á svæðinu yfir nótt. Þessi tiltekni bíll er þó utan lóðarmarka og hefur starfsfólk Keldna því ekki afskipti af þeim, en leggi fólk á bílastæði tilraunastöðvarinnar er það rekið í burtu.

Ekkert sérstakt ónæði hefur skapast af ferðamönnunum hingað til, en starfsmenn kannast ekki við að þeir sækist eftir að fá að nota salerni á Keldum eða skilji eftir sig nokkurn sóðaskap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert