Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Þórarinn segir sérfræðilækna undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings ...
Þórarinn segir sérfræðilækna undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings eftir áramótin. mbl.is/Árni Sæberg

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir það rangt að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna sé eins og „opinn krani“ fjárveitinga, líkt og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu miklar takmarkanir á samningnum sem hafi hafi verið niðurnegldur til fimm ára, en hann rennur út núna um áramótin. Þórarinn segir það ekki stórmannlegt af ráðherra að skamma sérfræðilækna sem hafi komið íslenska heilbrigðiskerfinu til bjargar eftir hrun.

„Samningurinn sem við erum með er gerður af sjúkratryggingum og einstökum læknum í umboði heilbrigðisráðuneytisins. Hann er takmarkaður að mjög mörgu leyti. Í fyrsta lagi var ákveðið að það ættu að vera ákveðið margar einingar á honum í heild. Í öðru lagi þá er þetta einkaréttarsamningur þannig að læknar sem skrá sig á þennan samning mega ekki sjá neina aðra sjúklinga, enga sjúklinga sem borga sjálfir.

Menn undirgangast það að sinna bara þessu starfi og engum öðrum sjúklingum fram hjá því. Í þriðja lagi þá er takmörkun á hverjum lækni. Ef hann vinnur meira en tíu þúsund einingar borgar hann fimmtíu prósent afslátt af því sem er umfram það. Það er því ekki hægt að vinna endalaust á þessum samningi öðruvísi en að gefa gríðarlega mikinn afslátt, sem borgar sig ekki,“ segir Þórarinn um helstu takmarkarnir samningsins. 

Þá þurfi sérfræðilæknar á samningi einnig að uppfylla ýmiss konar skilyrði landlæknis og heilbrigðiseftirlits. „Þannig að þetta er alls enginn opinn krani. Þetta er samningur með mjög miklum takmörkunum,“ ítrekar hann.

Sérfræðilæknum fækkað um 50 og biðlistar langir

„Ofan á allt þetta þá var samningnum lokað algjörlega fyrir nýliðun 2016 sem er mjög bagalegt, bæði fyrir sjúklinga en líka fyrir þá þjónustu sem við veitum, því læknum hefur fækkað. Það hefur orðið samdráttur í þessum samningi síðustu eitt eða tvö ár. Allt upp í tíu prósent í sumum sérgreinum,“ segir Þórarinn en læknum hefur fækkað um 50 á samningnum á síðustu tveimur árum og nánast enginn komið inn í staðinn. Mikill skortur er því á sérfræðilæknum í mörgum greinum og biðlistar langir.

„Alvarlegast er að sérfræðilæknaþjónustan er þekkingariðnaður og þar verður að vera nýliðun. Það verður að koma inn ný þekking. Það er mjög alvarlegt ef það gerist ekki. Það er verið að grafa undan því góða kerfi sem hefur verið til staðar. Aðgengi að íslenska heilbrigðiskerfinu er það besta í heimi og gæðin eru þar mest, en það er meðal annars að þakka þessu sérfræðilæknakerfi.“ Þórarinn vísar til greinar í læknatímaritinu Lancet frá því í vor þar sem greint var frá þessum mælingum, en þar var Ísland efst á blaði.

Aukning útgjalda vegna fleiri verkefna

Þórarinn segir að aukning útgjalda Sjúkratrygginga Íslands vegna sérgreinalækna sé ekki 60 prósent eins og Ríkisendurskoðun hefur haldið fram heldur rúmlega 20 prósent. Ástæða aukningarinnar liggi meðal annars í sveigjanleika kerfisins sem gat til að mynda létt á mikilli þörf sjúklinga sem fengu ekki þjónustu í ríkisrekna kerfinu þegar þar var sparnaður og samdráttur í og eftir kreppuna.

„Til dæmis var St. Jósefsspítala lokað árið 2011. Sú þjónusta kom öll inn á þennan samning. Það var pólitísk ákvörðun og stefna að loka St. Jósefsspítala og sjúklingar urðu að leita til okkar. Sem betur fer fyrir íslenska þjóð og íslenska sjúklinga gátum við tekið við þeim. Það er einmitt sveigjanleikinn við þetta sérfræðilæknakerfi; það getur tekið við fleiri verkefnum. Ég hugsa ekki þá hugsun til enda ef þetta hefði ekki verið hægt í og eftir kreppuna. Þá værum við líklega ekki í efsta sæti í hinum alþjóðlegu mælingum hvað varðar gæði og aðgengi.“

Þórarinn segir margt skrýtið í málflutningi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Þórarinn segir margt skrýtið í málflutningi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn

Þá tiltekur Þórarinn tækniþróun sem aðra mikilvæga ástæðu fyrir hugsanlegri aukningu á útgjöldum vegna samningsins. „Hún gerir það að verkum að það er hægt að gera miklu meira á stofum og dagdeildum í dag og með einfaldari úrræðum en fyrir fimm eða tíu árum. Eins og að skipta um augasteina. Það var innlögn á spítala fyrir tuttugu árum. Í dag er hægt að gera kransæðaþræðingar og -víkkanir og senda sjúklinginn heim sama kvöld. Áður var þetta lega í einn eða tvo daga. Við eigum að auka þjónustuna úti á stofunum. Það er eðlileg og nauðsynleg þróun til að við höfum ráð á góðu heilbrigðiskerfi.“

Ódýrast að leita til sérfræðilæknis

Hann bendir á að sem betur fer sé íslenska sérfræðiþjónustan mjög ódýr. Það sé mun ódýrara að fara til sérfræðilækna en á heilsugæsluna eða göngudeild Landspítalans.

„Sambærileg heimsókn kostar 8.600 hjá sérfræðilækni úti í bæ, 9.600 á heilsugæslu og 13.400 á göngudeild spítalans. Með þessu kerfi héldum við þjónustustiginu en lækkuðum kostnaðinn. Það var akkúrat það sem þurfti að gera eftir kreppu. Og að skamma svo sérfræðilækna fyrir að hafa bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu á þennan hátt, það er ekki stórmannlegt.“

Þórarinn segir það því á hreinu að engin sóun á fjármunum hafi átt sér stað. Það sé þvert á móti farið betur með fé í þessu kerfi.

Opna stofur án niðurgreiðslu og sjúklingar borga brúsann

Líkt og áður sagði var umræddum samningi lokað fyrir nýliðun árið 2016 og enginn læknir hefur komið inn á hann frá því vorið 2017. Þá höfðu síðustu læknarnir sem sóttu um fyrir ársbyrjun 2016 skilað sér.

Þórarinn segir stöðuna því þannig núna að nokkrir læknar hafi opnað stofur þrátt fyrir að hafa verið neitað um samning og fái því ekki niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Sjúklingar sem þangað leita þurfa því að greiða fullt gjald fyrir hverja heimsókn. Hann segir þetta ástand koma verst niður á sjúklingum. „Læknunum er enginn vorkunn og við erum ekki að biðja um hana. Við höfum áhyggjur af sjúklingunum, við höfum áhyggjur af skorti á nýliðun og að það komi ekki ný þekking heim. Auðvitað höfum við líka áhyggjur af þessu tvöfalda heilbrigðiskerfi sem er verið að koma á, og enginn vill,“ segir Þórarinn og vísar til þess að þeir efnameiri geti nýtt sér þjónustu sérfræðilækna án niðurgreiðslu á meðan aðrir þurfi að bíða eftir að komast að annars staðar. „Þeir þurfa að fá tíma í biðröðinni á ríkisstofnunum eða bíða eftir tíma hjá yfirhlöðnum læknum sem eru með samning.“

Undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings 

Hann segir sérfræðilækna á samningnum einnig hafa miklar áhyggjur af því að hann renni út um áramótin og enginn viti hvað taki við. „Það er ekkert verið að tala við okkur. Heilbrigðisráðherra og varaformaður heilbrigðisnefndar hafa sagt í fjölmiðlum að það eigi að semja við okkur en það er skrýtið að ræða ekki við þá sem á að semja við. Tíminn er mjög knappur því samningar geta tekið sex til átta mánuði. Þannig að í raun er orðið of seint að fara í þetta núna.“

Sérfræðilæknar tóku því ákvörðun um það í sumar að grípa til ráðstafana. „Því miður urðum við að taka þá ákvörðun í júlí að fara að undirbúa okkar fyrirtæki og læknastofur fyrir að starfa utan samnings. Við erum bara að stefna þangað því við höfum ekki fengið formleg skilaboð um neitt annað en að það eigi ekkert að semja við okkur. Þá reiknum við ekki með neinni niðurgreiðslu, en ráðherra ræður því auðvitað hvort hann setur reglugerð sem þá endurgreiðir sjúklingunum. Það er hins vegar mjög mikil harka í því að endurgreiða ekki sjúklingum sem koma til lækna sem starfa utan samnings núna.“

Staða heilsugæslunnar ekki bætt með auknu álagi

Þórarinn segir málflutning Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra mjög skrýtinn að mörgu leyti þegar kemur að umræðunni um sérfræðilækna. Hún hafi til að mynda tekið mjög skrýtið dæmi um parkinsonssjúkling á Þórshöfn í viðtali í Kastljósi í gær. Svandís sagði það ekki hjálpa parkinsonssjúklingi á Þórshöfn ef opnuð yrði ein stofa taugalæknis í Reykjavík. Vísaði ráðherra þar til máls Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem opnaði í vikunni stofu þrátt fyrir neitun um samning við Sjúkratryggingar Íslands. Lagði Svandís áherslu á að frekar þyrfti að styrkja heilsugæsluna um allt land.

„Parkinsonssjúklingurinn á Þórshöfn átti bara að fara á heilsugæsluna, en parkinsons er þannig sjúkdómur að það þarf sérfræðingur að koma að til að greina og setja inn meðferð. Ég sé ekki hvernig heilbrigðisráðherra fær út að það sé nóg að fá heilsugæslulækni á Þórshöfn til að gera það. Við vitum að heilsugæslan er mjög undirmönnuð og erfitt að fá fólk til starfa, sérstaklega úti á landi. Auðvitað þarf að bregðast við því en það verður ekki gert með því að auka álag á heilsugæslulækna þannig að þeir þurfi ofan á allt að sinna sjúkdómum og flóknu ástandi sem eðlilegt er að sérfræðilæknar sinni.“

Þórarinn tekur fram að þjónusta við sjúklinga úti á landi sé mjög mikilvæg, en bendir jafnframt á að um sé að ræða lítinn hóp. Það séu ekki nema 10 til 15 prósent þjóðarinnar sem búi ekki í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík eða Akureyri þar sem hægt sé að sækja sérfræðiþjónustu. „Það er mikilvægt að hjálpa þessum hópi, þá kannski með því að bæta upp ferðakostnað, en auðvitað líka að einhverju leyti með fjarlæknisþjónustu og heimsóknum sérfræðilækna þegar það er hægt. Fljótlegasta aðgerðin væri hins vegar að bæta fólki upp ferðakostnað. Ef það væri virkilegur vilji til þess þá væri hægt að koma verulega til móts við þennan hóp með þeirri aðgerð.“

Ekki fengnir að borðinu við gerð heilbrigðisstefnu

Að lokum segist Þórarinn hafa verulegar áhyggjur af því, sem hann og fleiri hafi heyrt út undan sér, að verið sé að skrifa heilbrigðisstefnu inni í ráðuneytinu og þar komi fyrst og fremst að fulltrúar frá ríkisreknum stofnunum. Enginn hafi hins vegar talað við Læknafélag Íslands eða Læknafélag Reykjavíkur um að koma að þeirri vinnu. „Þetta finnst okkur mjög alvarlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25 km frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...