Málflutningurinn tekur tvo daga

Starfshópur sem fór yfir rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmáli sagði …
Starfshópur sem fór yfir rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmáli sagði hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra þeirra, sem hlutu dóm í málinu hafi verið óáreiðanlegur eða falskur. Rósa Braga

Endurupptaka svokallaðra Guðmundar- og Geirfinnsmála verður tekin fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Málflutningurinn hefst klukkan 9 fimmtudaginn 13. september og heldur áfram á sama tíma föstudaginn 14. september. Áætlað er að honum ljúki þann dag.

Dómarar verða hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, Greta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.

Endurupptökunefnd féllst í febrúar 2017 á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við hvarf tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, á áttunda áratug síðustu aldar.

Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku málanna, skilaði greinargerð til Hæstaréttar í febrúar sl. Krefst hann þess að fimmmenningarnir verði sýknaðir að öllu leyti. Verjendur munu að sjálfsögðu krefjast sýknu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Dómarar í Geirfinnsmálinu.
Dómarar í Geirfinnsmálinu. mbl.is/Kristján Einarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »