Undanskot nema um 15 milljörðum

Undanskotin reyndust mikil.
Undanskotin reyndust mikil. mbl.is/Golli

Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum, sem birt var á vefsíðu Alþingis í sumar, kemur fram að niðurstöður í rannsóknarskýrslum Skattrannsóknastjóra ríkisins (SRS) í þeim málum sem lokið er rannsókn á, sýna að vanframtaldir undandregnir skattstofnar nemi alls um 15 milljörðum kr.

Meginhluti skattstofnsins sé fjármagnstekjur. SRS hafi lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengist svonefndum Panama-gögnum.

Jafnframt kemur fram í svari fjármálaráðherra að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra (RSK) á árunum 2016, 2017 og það sem af sé árinu 2018 hafi numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem komu fram í þeim gögnum sem RSK fékk framsend frá SRS.

Enn sem komið er liggi ekki fyrir hversu mikið muni innheimtast af þeim fjárhæðum sem nefndar séu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert