Sterkur vilji til að teygja göngugötusvæðið austar

Undanfarin ár hefur nokkrum götum í miðborginni verið breytt í …
Undanfarin ár hefur nokkrum götum í miðborginni verið breytt í göngugötur, milli 1. maí og 1. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er sterkur vilji til þess að færa göngugötusvæðið austar. Vatnsstígur var aldrei besti staðurinn til þess að afmarka göngugötuna heldur var göngugatan látin enda þar vegna m.a. aðgengis að bílastæðum.“

Þetta segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, við Morgunblaðið um nýsamþykkta tillögu í borgarstjórn um að gera Bankastræti og Laugaveg að göngugötum allt árið um kring.

Ekki liggur endanlega fyrir hvar göngugatan muni afmarkast á Laugavegi í austri en vilji er til, segir Kristín, að fara allavega niður á Frakkastíg en helsta óskin er að göngugatan afmarkist við Barónsstíg. „Ég held að við myndum alltaf takmarka okkur við Barónsstíg vegna aðgengis að bílastæðahúsinu í Stjörnuporti,“ segir Kristín.

Skiptar skoðanir eru meðal verslunareigenda á Laugavegi um að gera götuna að göngugötu allt árið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert