Fullkominn staður fyrir skrýtna kvikmyndahátíð

Eyþór Jóvinsson á Flateyri. Hátíðin fer að mestu fram í …
Eyþór Jóvinsson á Flateyri. Hátíðin fer að mestu fram í 80 ára gömlum bræðslutanki sem stendur á Sólbakka.

„Sjúgðu mig Nína hefur verið með öllu óaðgengileg frá því hún var sýnd í bíó árið 1985 og það er mikil stemning fyrir henni, sérstaklega meðal eldri kynslóðarinnar. Ég hef sjálfur ekki séð hana og hlakka mikið til að sjá hana á hátíðinni.“

Þetta segir Eyþór Jóvinsson í Morgunblaðinu í dag. Hann undirbýr nú Gamanmyndahátíð Flateyrar sem verður haldin á Flateyri 13.-16. september næstkomandi.

Eyþór segir hugmyndina að Gamanmyndahátíðinni hafa kviknað þar sem hann og Ársæll Níelsson voru á annarri kvikmyndahátíð og þóttu myndirnar heldur þungar og dramatískar. „Svo kom þarna mynd sem okkur fannst örlítið fyndin og ég hvíslaði að Ársæli að við ættum að halda hátíð þar sem dramatíkin fengi að víkja og gamanið að ráða. Og við létum verða af því.“

Sjá viðtal við Eyþór í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »