Hugnast ekki að hjálpa einkafyrirtækjum

Sigurður Ingi Jóhannsson mætir til Bessastaða í dag á ríkisráðsfund.
Sigurður Ingi Jóhannsson mætir til Bessastaða í dag á ríkisráðsfund. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almennt séð ætti íslenska ríkið ekki að koma einkafyrirtækjum til aðstoðar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samtali við blaðamann mbl.is, aðspurður um hans persónulegu skoðun á því hvort ríkið ætti að stíga inn og koma íslensku flugfélagi til bjargar ef útlit væri fyrir að það stefndi í þrot.

Samráðshópur fjögurra ráðuneyta um kerfislega mikilvæg fyrirtæki var stofnaður í vor og fundar enn reglulega, en reiknað er með því að hópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir lok septembermánaðar.

Mikið hefur verið rætt um stöðu beggja íslensku flugfélaganna í sumar, sér í lagi WOW air, eftir að upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins voru opinberaðar í tengslum við skuldabréfaútboð sem fyrirtækið réðst í til að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf fram að frumútboði félagsins á hlutabréfamarkað, sem stefnt er að innan eins og hálfs árs.

„Við verðum auðvitað að leggja mat á það hvaða þjóðhagslegu áhrif þau hafa og hversu kerfislega mikilvæg þau eru,“ sagði Sigurður Ingi áður en hann rauk inn á ríkisráðsfund á Bessastöðum síðdegis í dag, en bætti við að verið væri að skoða samgöngufyrirtæki og einnig fyrirtæki á öðrum sviðum.

Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til mbl.is í ágúst var nánar tiltekið að auk flugfélaga og félaga í ferðaþjónustu væri einnig verið að skoða fjarskipta- og veitufyrirtæki, skipafélög og önnur fyrirtæki sem eru „svo þýðing­ar­mik­il í ís­lensku efna­hags­lífi að tíma­bund­in rösk­un á þjón­ustu þeirra hef­ur mik­il áhrif á not­end­ur og rekst­ur annarra aðila með efna­hags­legu tjóni fyr­ir sam­fé­lagið allt“.

Sífellt fleiri erlend félög á flugi

Því hefur verið velt upp að ef starfsemi annars íslensku flugfélaganna stöðvist gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu í landinu, sem er orðin undirstöðuatvinnugrein og háð því að hingað til lands fljúgi ferðamenn.

Úttekt Túrista frá því í sumar leiddi í ljós að í júní síðastliðnum stóðu Icelandair og WOW air samanlagt fyrir 77% brottfara frá Keflavíkurflugvelli, Icelandair 44,7% og WOW air 32,2%.

Æ fleiri erlend flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli og hefur hlutdeild þeirra í brottförum frá Keflavík aukist á undanförnum árum. Sigurður Ingi segir að flugmarkaðurinn hafi verið að breytast.

„Við erum að sjá fjölmörg önnur erlend flugfélög og dreifing farþega bæði til og frá landinu er ekkert endilega hjá einu félagi eða tveimur,“ segir Sigurður Ingi.

Skuldabréfaútboð WOW air stendur nú yfir, en í það var ...
Skuldabréfaútboð WOW air stendur nú yfir, en í það var ráðist til að endurfjármagna skuldir og brúa fjárþörf flugfélagsins fram að hlutabréfaútboði. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Engin rútustæði í Hafnarfirði

10:45 Skipulags- og byggingaráð hefur vísað erindi Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar um rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar til vinnslu miðbæjarskipulags. Meira »

„Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“

10:45 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, las upp yfirlýsingar þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanna Miðflokksins, við upphaf fundar sem fer fram vegna ummæla Gunnars Braga á barnum Klaustri um högun skipunar í embætti sendiherra. Meira »

Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

10:42 Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna. Meira »

Bilun í búnaði RB

10:36 Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Fáir nota endurskinsmerki

10:33 Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum. Meira »

Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

10:20 Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

10:08 Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Kæra tegundasvindl til lögreglu

09:17 Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings. Íslenskt fiskvinnslufyrirtæki er grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir (keilu) sem verðmeiri vöru (steinbít) á árunum 2010 og 2011. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...