Ekki er lengur leitað í SS Minden

Norska rannsóknarskipið Seabed Worker hér við land.
Norska rannsóknarskipið Seabed Worker hér við land.

Landhelgisgæslunni er ekki kunnugt um að leit norska rannsóknarskipsins Seabed Worker (og áður Seabed Constructor) að verðmætum í flaki þýska herskipsins SS Minden hafi borið árangur.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Umhverfisstofnun hafði veitt félaginu Advanced Marine Services, skráðu á Englandi, leyfi til þessara rannsókna sem beindust að því hvort gull, silfur eða önnur verðmæti væru um borð í skipinu sem sökk haustið 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga. Flakið mun nokkuð heillegt og liggur rétt á hafsbotni.

Leyfið rann út miðnætti 10. júlí síðastliðinn. Að sögn Ásgeirs tjáði skipstjóri skipsins Landhelgisgæslunni að skipið héldi af svæðinu skömmu áður. Á meðan á leitinni í flaki SS Minden stóð fékk Landhelgisgæslan daglegar tilkynningar um staðsetningu rannsóknarskipsins og sömuleiðis var gerð grein fyrir aðgerðum hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert