Rammasamningur ekki ásættanleg lausn

Svandís segir ljóst að rammasamningur í núverandi mynd sé ekki ...
Svandís segir ljóst að rammasamningur í núverandi mynd sé ekki besta kerfið. mbl.is/Eggert

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir sérfræðilækna ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir verði hafðir út undan við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu, líkt og Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagðist hafa heyrt út undan sér í samtali við mbl.is í vikunni Þá segir ráðherra ekki rétt að ekki hafi verið rætt við sérfræðilækna um stöðuna og framtíð sérfræðilækninga á Íslandi. Nýlega hafi verið haldinn stór fundur og samtalið gengið vel.

„Þórarinn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Læknafélag Íslands eða Læknafélag Reykjavíkur komi ekki að vinnu við gerð heilbrigðisstefnu. Það er áformað heilbrigðisþing í nóvemberbyrjun þar sem þeim verður boðið ásamt og heilbrigðisstofnunum og fleirum. Auðvitað verða þessir aðilar líka umsagnaraðilar að heilbrigðisstefnu. Það er ekki mín ætlun að gera stefnu sem er bara innanhússplagg,“ segir Svandís í samtali við mbl.is

Þórarinn sagði einnig að sérfræðilæknar væru uggandi yfir því hvað tæki við eftir að rammasamningur við Sjúkratryggingar Íslands rynni út um áramótin. Ekki hefði verið rætt við sérfræðilækna og þeir væru byrjaðir að undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings eftir áramót.

Eftir því sem mbl.is kemst næst verða samningar þó ekki felldir úr gildi fyrr en nýjar lausnir taka við. Þannig verði hægt að framlengja samninginn um einn mánuð í einu þangað til búið er að semja um nýjar lausnir. Það sé því ekki hætta á því að allir sérfræðilæknar verði samningslausir um áramót og sjúklingar þeirra fái engar niðurgreiðslur.

Mögulega þarf mismunandi lausnir eftir greinum

Svandís segir það ekki rétt að ekki hafi verið talað við sérfræðilækna varðandi það hvað tekur við þegar samningurinn rennur út. „Við erum búin að halda einn fund sem var mjög góður. Við vorum fyrst og fremst að tala um stöðu sérfræðilækninga á Íslandi og hvernig þær muni þróast inn í framtíðina. Við stöndum svolítið á tímamótum með það hvernig við ætlum að haga þessu fyrirkomulagi til þess að ná utan um kerfið svo það verði heildstætt og gott og lipurt samstarf á milli sérfræðilækna sem eru sjálfstætt starfandi og svo heilsugæslunnar og spítalanna.“

Hún segir einn stóran fund hafa verið haldinn þar sem voru fulltrúar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur, ásamt öðrum sem hafa haft sig mikið í frammi varðandi þessi mál. Á fundinum voru einnig þeir sem sjá um sérfræðilækningar á sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum, fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands og heilsugæslunni.

„Við vorum að fara yfir mismunandi aðgengi landsmanna eftir búsetu að mismunandi sérgreinum. Sumstaðar geturðu hitt augnlækni en þú getur ekki hitt gigtarlækni og sumstaðar geturðu hitt kvensjúkdómlækni en ekki húðsjúkdómalækni. Þetta þurfum við að ná betur utan um og það samtal gekk vel. Það eru auðvitað álitamál við borðið og fólk er ekki sammála um alla hluti,“ segir hún.

„Það sem ég er að láta gera í ráðuneytinu núna er að stilla upp þeirri stöðu sem komin er. Við þurfum mögulega að fara í mismunandi lausnir eftir sérgreinum. Líklega þurfum við að taka upp eitthvað í ætt við tilvísanakerfi,“ segir Svandís en fundað verður um það á allra næstu vikum. Tilvísanakerfi, líkt og hún nefnir, var tekið í notkun fyrir börn á aldrinum tveggja til 18 ára í maí á síðasta ári. Með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni greiða börn á þessum aldri ekki gjald fyrir komu til sérfræðilæknis. Án tilvísunar þarf hins vegar að greiða 30 prósent af kostnaði við komuna.

Sérfræðingar ferðist um landið og hitti sjúklinga 

Aðspurð segir Svandís nauðsynlegt að gera töluverðar breytingar á kerfinu eins og það er í dag. „Við þurfum að minnsta kosti að horfast í augu við það að rammasamningur af þessu tagi verður ekki lausnin. Það er ekki ásættanlegt ef marka má ríkisendurskoðun og fleiri aðila. Að öllum líkindum þurfum við líka að horfa til laga um opinber innkaup, þar sem ríkið þarf að ákveða hvaða heilbrigðisþjónustu það ætlar að kaupa og bjóða síðan þá þjónustu út. Það er því ýmislegt í lagaumhverfinu og öðrum ábendingum sem við erum að vinna úr.“

Svandís segir mikilvægt að styrkja heildstætt kerfi þannig að sérfræðilæknaþjónusta verði aðgengileg fólki óháð búsetu. Að fólk þurfi ekki alltaf að fara suður til Reykjavíkur til að sækja þjónustuna. „Þess vegna höfum við talað um að mögulega þurfi Landspítalinn, sjúkrahúsið á Akureyri og aðrar heilbrigðisstofnanir að sinna sérfræðilækningum úti um land.“

Hugmyndin er þá að sérfræðingar í mismunandi greinum fari um landið og sinni sjúklingum eftir þörfum. „Þá þurfum við að vita hve þörfin er mikil og hvaða skipulag hentar best. Það er hægt að byrja þetta á einhverjum „pilot“-verkefnum með því að hugsa sér eina sérgrein og eina heilbrigðisstofnun og sjá hvernig það gengur. Að Landspítalinn sjái þá um að bakka upp tiltekna sérgrein í ákveðinn tíma úti um land. Þetta ástand sem er núna, að fólk þurfi alltaf að koma í bæinn til að hitta sérfræðinga, með tilheyrandi vinnutapi, ferðakostnaði og það þurfi að finna sér stað til að vera á, það er ekki jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.“

Svandís segir einnig liggja fyrir að auka þurfi niðurgreiðslu á ferðakostnaði sjúklinga, enda muni flestir þurfa að koma einhvern tíma á Landspítalann og aðrar sjúkrastofnanir. „Við leysum þetta ekki með einni leið. Það þarf samsetta leið.“

Kerfi án oflækninga og óviðunandi biðlista

En hvernig sér hún fyrir sér að nýtt kerfi verði byggt upp?

„Það sem stefnt er að er að þjónusta sérfræðilækna verði partur af heildstæðu heilbrigðiskerfi þar sem þjónustan er veitt á réttum stað. Þar sem við búum ekki við óviðunandi biðlista og heldur ekki við oflækningar. Það er heildstætt kerfi sem tekur við af frekar brotakenndu kerfi sem við erum með núna. Nákvæmlega hvernig það lítur út, það veit ég ekki núna, en ég veit hvert við eigum að stefna og vonast til að sérfræðilæknar, eins og aðrar heilbrigðisstéttir, séu tilbúnir til þess að stefna þangað með okkur.“

mbl.is

Innlent »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7 milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...