Rammasamningur ekki ásættanleg lausn

Svandís segir ljóst að rammasamningur í núverandi mynd sé ekki ...
Svandís segir ljóst að rammasamningur í núverandi mynd sé ekki besta kerfið. mbl.is/Eggert

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir sérfræðilækna ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir verði hafðir út undan við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu, líkt og Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagðist hafa heyrt út undan sér í samtali við mbl.is í vikunni Þá segir ráðherra ekki rétt að ekki hafi verið rætt við sérfræðilækna um stöðuna og framtíð sérfræðilækninga á Íslandi. Nýlega hafi verið haldinn stór fundur og samtalið gengið vel.

„Þórarinn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Læknafélag Íslands eða Læknafélag Reykjavíkur komi ekki að vinnu við gerð heilbrigðisstefnu. Það er áformað heilbrigðisþing í nóvemberbyrjun þar sem þeim verður boðið ásamt og heilbrigðisstofnunum og fleirum. Auðvitað verða þessir aðilar líka umsagnaraðilar að heilbrigðisstefnu. Það er ekki mín ætlun að gera stefnu sem er bara innanhússplagg,“ segir Svandís í samtali við mbl.is

Þórarinn sagði einnig að sérfræðilæknar væru uggandi yfir því hvað tæki við eftir að rammasamningur við Sjúkratryggingar Íslands rynni út um áramótin. Ekki hefði verið rætt við sérfræðilækna og þeir væru byrjaðir að undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings eftir áramót.

Eftir því sem mbl.is kemst næst verða samningar þó ekki felldir úr gildi fyrr en nýjar lausnir taka við. Þannig verði hægt að framlengja samninginn um einn mánuð í einu þangað til búið er að semja um nýjar lausnir. Það sé því ekki hætta á því að allir sérfræðilæknar verði samningslausir um áramót og sjúklingar þeirra fái engar niðurgreiðslur.

Mögulega þarf mismunandi lausnir eftir greinum

Svandís segir það ekki rétt að ekki hafi verið talað við sérfræðilækna varðandi það hvað tekur við þegar samningurinn rennur út. „Við erum búin að halda einn fund sem var mjög góður. Við vorum fyrst og fremst að tala um stöðu sérfræðilækninga á Íslandi og hvernig þær muni þróast inn í framtíðina. Við stöndum svolítið á tímamótum með það hvernig við ætlum að haga þessu fyrirkomulagi til þess að ná utan um kerfið svo það verði heildstætt og gott og lipurt samstarf á milli sérfræðilækna sem eru sjálfstætt starfandi og svo heilsugæslunnar og spítalanna.“

Hún segir einn stóran fund hafa verið haldinn þar sem voru fulltrúar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur, ásamt öðrum sem hafa haft sig mikið í frammi varðandi þessi mál. Á fundinum voru einnig þeir sem sjá um sérfræðilækningar á sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum, fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands og heilsugæslunni.

„Við vorum að fara yfir mismunandi aðgengi landsmanna eftir búsetu að mismunandi sérgreinum. Sumstaðar geturðu hitt augnlækni en þú getur ekki hitt gigtarlækni og sumstaðar geturðu hitt kvensjúkdómlækni en ekki húðsjúkdómalækni. Þetta þurfum við að ná betur utan um og það samtal gekk vel. Það eru auðvitað álitamál við borðið og fólk er ekki sammála um alla hluti,“ segir hún.

„Það sem ég er að láta gera í ráðuneytinu núna er að stilla upp þeirri stöðu sem komin er. Við þurfum mögulega að fara í mismunandi lausnir eftir sérgreinum. Líklega þurfum við að taka upp eitthvað í ætt við tilvísanakerfi,“ segir Svandís en fundað verður um það á allra næstu vikum. Tilvísanakerfi, líkt og hún nefnir, var tekið í notkun fyrir börn á aldrinum tveggja til 18 ára í maí á síðasta ári. Með tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni greiða börn á þessum aldri ekki gjald fyrir komu til sérfræðilæknis. Án tilvísunar þarf hins vegar að greiða 30 prósent af kostnaði við komuna.

Sérfræðingar ferðist um landið og hitti sjúklinga 

Aðspurð segir Svandís nauðsynlegt að gera töluverðar breytingar á kerfinu eins og það er í dag. „Við þurfum að minnsta kosti að horfast í augu við það að rammasamningur af þessu tagi verður ekki lausnin. Það er ekki ásættanlegt ef marka má ríkisendurskoðun og fleiri aðila. Að öllum líkindum þurfum við líka að horfa til laga um opinber innkaup, þar sem ríkið þarf að ákveða hvaða heilbrigðisþjónustu það ætlar að kaupa og bjóða síðan þá þjónustu út. Það er því ýmislegt í lagaumhverfinu og öðrum ábendingum sem við erum að vinna úr.“

Svandís segir mikilvægt að styrkja heildstætt kerfi þannig að sérfræðilæknaþjónusta verði aðgengileg fólki óháð búsetu. Að fólk þurfi ekki alltaf að fara suður til Reykjavíkur til að sækja þjónustuna. „Þess vegna höfum við talað um að mögulega þurfi Landspítalinn, sjúkrahúsið á Akureyri og aðrar heilbrigðisstofnanir að sinna sérfræðilækningum úti um land.“

Hugmyndin er þá að sérfræðingar í mismunandi greinum fari um landið og sinni sjúklingum eftir þörfum. „Þá þurfum við að vita hve þörfin er mikil og hvaða skipulag hentar best. Það er hægt að byrja þetta á einhverjum „pilot“-verkefnum með því að hugsa sér eina sérgrein og eina heilbrigðisstofnun og sjá hvernig það gengur. Að Landspítalinn sjái þá um að bakka upp tiltekna sérgrein í ákveðinn tíma úti um land. Þetta ástand sem er núna, að fólk þurfi alltaf að koma í bæinn til að hitta sérfræðinga, með tilheyrandi vinnutapi, ferðakostnaði og það þurfi að finna sér stað til að vera á, það er ekki jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.“

Svandís segir einnig liggja fyrir að auka þurfi niðurgreiðslu á ferðakostnaði sjúklinga, enda muni flestir þurfa að koma einhvern tíma á Landspítalann og aðrar sjúkrastofnanir. „Við leysum þetta ekki með einni leið. Það þarf samsetta leið.“

Kerfi án oflækninga og óviðunandi biðlista

En hvernig sér hún fyrir sér að nýtt kerfi verði byggt upp?

„Það sem stefnt er að er að þjónusta sérfræðilækna verði partur af heildstæðu heilbrigðiskerfi þar sem þjónustan er veitt á réttum stað. Þar sem við búum ekki við óviðunandi biðlista og heldur ekki við oflækningar. Það er heildstætt kerfi sem tekur við af frekar brotakenndu kerfi sem við erum með núna. Nákvæmlega hvernig það lítur út, það veit ég ekki núna, en ég veit hvert við eigum að stefna og vonast til að sérfræðilæknar, eins og aðrar heilbrigðisstéttir, séu tilbúnir til þess að stefna þangað með okkur.“

mbl.is

Innlent »

Langir biðlistar eftir þjónustu

17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »