Tignarlegur borgarísjaki á Húnaflóa

„Þetta er langflottasti borgarísjaki sem ég hef séð,“ segir Magnús B. Jónsson í samtali við mbl.is um borgarísjaka sem liggur nú á Húnaflóa.

Á meðfylgjandi myndskeiði, sem Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir tók, má sjá hvernig tignarlegur ísjakinn teygir sig hátt til lofts. Magnús telur að hann sé 25-30 metra hár.

Ísjakinn var strandaður í miðjum Húnaflóa.
Ísjakinn var strandaður í miðjum Húnaflóa. Ljósmynd/Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir

Myndskeiðið var tekið síðdegis á fimmtudaginn í skoðunarferð sem farin var á björgunarskipinu Húnabjörg. Þá var ísjakinn strandaður um 15 mílur vestur af Skagaströnd, úti á miðjum Húnaflóa.

Ferðin var farin til að leyfa erlendum listamönnum sem starfa í alþjóðlegu listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd að berja náttúrufyrirbærið augum. Þegar ferðinni var að ljúka byrjaði að brotna úr ísjakanum.

Ísjakinn hefur losnað og hefur rekið talsvert vestar og norðar í Húnaflóann, nær Ströndum, segir Magnús.

Ísjakinn teygir sig 25-30 metra áætla fróðir menn.
Ísjakinn teygir sig 25-30 metra áætla fróðir menn. Ljósmynd/Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir
Ísjakinn er tignarlegur.
Ísjakinn er tignarlegur. Ljósmynd/Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir
Það byrjaði að brotna úr ísjakanum síðdegis á fimmtudag.
Það byrjaði að brotna úr ísjakanum síðdegis á fimmtudag. Ljósmynd/Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert