Hrein orka nauðsynleg fyrir alla

Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést ...
Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést hann með Taj Mahal-höllina frægu í baksýn.

Indverjinn Sushil Reddy er væntanlegur til landsins hinn 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í forsvari fyrir framtakið Sun Pedal Ride.

Fyrsta ferð hans var löng og ströng, um 7.400 km, og lá í gegnum 10 fylki á Norðvestur-Indlandi þar sem jafn mörg tungumál eru töluð. Fyrir afrekið komst kappinn í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli. Sushil kemur til Íslands á vegum Charge-ráðstefnunnar og verður það í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega ráðstefna er haldin hér á Íslandi þar sem fulltrúar orkufyrirtækja koma saman og ræða um mikilvægi vörumerkjastjórnunar í geiranum.

Sushil leggur af stað 12. september og hyggst taka sér tvær vikur í ferðina en það er IKEA sem útvegaði Sushil hjólið, kerruna og sólarselluna. Þar sem veðurskilyrði geta verið með ýmsu móti á þessum tíma árs mun E-Golf-rafbíll frá Heklu fylgja Sushil hringinn. 

Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og ...
Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku fyrir Indland.

Hugsar alla daga um lausn

„Náttúran hefur mikla orku sem hægt er að beisla,“ sagði Sushil er blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í Mumbai. Sushil ólst upp í þessari 12 milljón manna borg á Indlandi. „Þar er augljóslega mjög mikil mengun. Þegar þú býrð í svona stórborg kemstu í snertingu við mengun alla daga. Á sama tíma hugsar maður um lausn við vandanum. Hvernig hægt sé að minnka mengun. Það má segja að þetta sé eitt af því sem hvatti mig persónulega til þess að fara út í þetta verkefni,“ segir Sushil sem er orkuverkfræðingur og útskrifaðist frá háskóla á Indlandi árið 2013.

Sushil segir að með ferðum sínum vilji hann vekja athygli á sólarorku og hvers hún er megnug. 

Miklir möguleikar Indlands

„Ég hef mikinn áhuga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Indland á mikla möguleika þegar kemur að sólarorku. Þar er mikil sól. En það eru ekki margir á Indlandi sem vita af sólarorku. Sérstaklega í minni bæjum þar sem menntunarstig er lágt. Þess vegna hóf ég þetta verkefni. Hugmyndin er að nota endurnýjanlega orku til þess að ferðast á milli staða og upplýsa og mennta fólk í leiðinni,“ segir Sushil.

Sushil ferðast á rafhjóli með kerru og sólarsellu sem IKEA útvegar og er fyrirtækið hans aðalstyrktaraðili. Kom hann að þróunarvinnu hjólsins ásamt IKEA en umverfisvænar samgöngur eru fyrirtækinu hugleiknar. Sést það bersýnilega þegar horft er yfir bílastæðin fyrir utan verslunina en þar eru nú 60 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. 

Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð ...
Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð þetta rafhjól með sólarsellu sem á að koma honum hringinn um Ísland. mbl.is/Valli

Óttast íslenskan vind

Sushil segir að afar mikilvægt sé að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri kynslóðina að skilja hversu mikilvægt það er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og hversu augljós áhrif hennar eru og verða á líf hennar. Þetta er alþjóðleg áskorun. Ekki bara fyrir fólk á Indlandi eða á Íslandi. Það þurfa allir að skilja og viðurkenna að veðurfar er að breytast mjög hratt og að hrein orka er það sem þarf. Af nógu er að taka. Við höfum sólarorku, vindorku og vatnsorku,“ segir Sushil.

Spurður hvernig honum lítist á íslenskar veðuraðstæður segist hann helst óttast vindinn. „Þetta verða 120 km á dag, sem er nokkuð mikið. En ég er reyndur hjólamaður og æfi á hverjum degi á Indlandi. Það er reyndar aðeins öðruvísi. Það er kannski helst vindurinn sem ég hræðist en ég verð rétt búinn.“

Sushil hefur hrundið af stað söfnun til þess að mæta kostnaði við gerð heimildarmyndar um ferð sína um Ísland.  Hér er hægt að styrkja Sushil.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »

Vegum lokað vegna ófærðar

07:21 Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi. Meira »

Norðanhríð fram yfir hádegi

06:47 Slæmt veður er á Norðausturlandi en þar gengur á með norðanhríð þessa stundina og fram yfir hádegi. Veðurstofan varar við því að þar geti akstursskilyrði verið varasöm, ekki síst á fjallvegum. Meira »

Hættustig í Ólafsfjarðarmúla

06:34 Vegagerðin lýsti yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla klukkan 22 í gærkvöldi og er vegurinn lokaður.  Meira »

Þjófar og fíkniefnasalar í haldi

06:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið róleg í umdæminu en sex gista fangageymslur eftir nóttina.  Meira »

Leysigeisla beint að flugvél

06:17 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá flugturninum í Reykjavik upp úr klukkan 21 í gærkvöldi um að grænum leysigeisla hefði verið beint að flugvél sem var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur gerandinn ekki fundist.   Meira »

Íslensku sauðfé fækkaði um 10%

05:30 Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira »

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

05:30 Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. Meira »

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

05:30 Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira »

Ávarpaði stóran útifund

05:30 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira »

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

05:30 Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. Meira »

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

05:30 Félagssamtökin Verndum Víkurgarð, sem berjast fyrir friðlýsingu Víkurkirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur, komu saman í Iðnó á laugardaginn og hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til þess að ljúka friðlýsingu garðsins að austustu mörkum hans eins og þau voru skilgreind árið 1838. Meira »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...