Hrein orka nauðsynleg fyrir alla

Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést ...
Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést hann með Taj Mahal-höllina frægu í baksýn.

Indverjinn Sushil Reddy er væntanlegur til landsins hinn 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í forsvari fyrir framtakið Sun Pedal Ride.

Fyrsta ferð hans var löng og ströng, um 7.400 km, og lá í gegnum 10 fylki á Norðvestur-Indlandi þar sem jafn mörg tungumál eru töluð. Fyrir afrekið komst kappinn í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli. Sushil kemur til Íslands á vegum Charge-ráðstefnunnar og verður það í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega ráðstefna er haldin hér á Íslandi þar sem fulltrúar orkufyrirtækja koma saman og ræða um mikilvægi vörumerkjastjórnunar í geiranum.

Sushil leggur af stað 12. september og hyggst taka sér tvær vikur í ferðina en það er IKEA sem útvegaði Sushil hjólið, kerruna og sólarselluna. Þar sem veðurskilyrði geta verið með ýmsu móti á þessum tíma árs mun E-Golf-rafbíll frá Heklu fylgja Sushil hringinn. 

Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og ...
Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku fyrir Indland.

Hugsar alla daga um lausn

„Náttúran hefur mikla orku sem hægt er að beisla,“ sagði Sushil er blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í Mumbai. Sushil ólst upp í þessari 12 milljón manna borg á Indlandi. „Þar er augljóslega mjög mikil mengun. Þegar þú býrð í svona stórborg kemstu í snertingu við mengun alla daga. Á sama tíma hugsar maður um lausn við vandanum. Hvernig hægt sé að minnka mengun. Það má segja að þetta sé eitt af því sem hvatti mig persónulega til þess að fara út í þetta verkefni,“ segir Sushil sem er orkuverkfræðingur og útskrifaðist frá háskóla á Indlandi árið 2013.

Sushil segir að með ferðum sínum vilji hann vekja athygli á sólarorku og hvers hún er megnug. 

Miklir möguleikar Indlands

„Ég hef mikinn áhuga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Indland á mikla möguleika þegar kemur að sólarorku. Þar er mikil sól. En það eru ekki margir á Indlandi sem vita af sólarorku. Sérstaklega í minni bæjum þar sem menntunarstig er lágt. Þess vegna hóf ég þetta verkefni. Hugmyndin er að nota endurnýjanlega orku til þess að ferðast á milli staða og upplýsa og mennta fólk í leiðinni,“ segir Sushil.

Sushil ferðast á rafhjóli með kerru og sólarsellu sem IKEA útvegar og er fyrirtækið hans aðalstyrktaraðili. Kom hann að þróunarvinnu hjólsins ásamt IKEA en umverfisvænar samgöngur eru fyrirtækinu hugleiknar. Sést það bersýnilega þegar horft er yfir bílastæðin fyrir utan verslunina en þar eru nú 60 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. 

Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð ...
Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð þetta rafhjól með sólarsellu sem á að koma honum hringinn um Ísland. mbl.is/Valli

Óttast íslenskan vind

Sushil segir að afar mikilvægt sé að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri kynslóðina að skilja hversu mikilvægt það er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og hversu augljós áhrif hennar eru og verða á líf hennar. Þetta er alþjóðleg áskorun. Ekki bara fyrir fólk á Indlandi eða á Íslandi. Það þurfa allir að skilja og viðurkenna að veðurfar er að breytast mjög hratt og að hrein orka er það sem þarf. Af nógu er að taka. Við höfum sólarorku, vindorku og vatnsorku,“ segir Sushil.

Spurður hvernig honum lítist á íslenskar veðuraðstæður segist hann helst óttast vindinn. „Þetta verða 120 km á dag, sem er nokkuð mikið. En ég er reyndur hjólamaður og æfi á hverjum degi á Indlandi. Það er reyndar aðeins öðruvísi. Það er kannski helst vindurinn sem ég hræðist en ég verð rétt búinn.“

Sushil hefur hrundið af stað söfnun til þess að mæta kostnaði við gerð heimildarmyndar um ferð sína um Ísland.  Hér er hægt að styrkja Sushil.

Innlent »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »

Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

09:41 Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær. Meira »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúma 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum settir afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...