Hrein orka nauðsynleg fyrir alla

Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést ...
Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést hann með Taj Mahal-höllina frægu í baksýn.

Indverjinn Sushil Reddy er væntanlegur til landsins hinn 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í forsvari fyrir framtakið Sun Pedal Ride.

Fyrsta ferð hans var löng og ströng, um 7.400 km, og lá í gegnum 10 fylki á Norðvestur-Indlandi þar sem jafn mörg tungumál eru töluð. Fyrir afrekið komst kappinn í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli. Sushil kemur til Íslands á vegum Charge-ráðstefnunnar og verður það í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega ráðstefna er haldin hér á Íslandi þar sem fulltrúar orkufyrirtækja koma saman og ræða um mikilvægi vörumerkjastjórnunar í geiranum.

Sushil leggur af stað 12. september og hyggst taka sér tvær vikur í ferðina en það er IKEA sem útvegaði Sushil hjólið, kerruna og sólarselluna. Þar sem veðurskilyrði geta verið með ýmsu móti á þessum tíma árs mun E-Golf-rafbíll frá Heklu fylgja Sushil hringinn. 

Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og ...
Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku fyrir Indland.

Hugsar alla daga um lausn

„Náttúran hefur mikla orku sem hægt er að beisla,“ sagði Sushil er blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í Mumbai. Sushil ólst upp í þessari 12 milljón manna borg á Indlandi. „Þar er augljóslega mjög mikil mengun. Þegar þú býrð í svona stórborg kemstu í snertingu við mengun alla daga. Á sama tíma hugsar maður um lausn við vandanum. Hvernig hægt sé að minnka mengun. Það má segja að þetta sé eitt af því sem hvatti mig persónulega til þess að fara út í þetta verkefni,“ segir Sushil sem er orkuverkfræðingur og útskrifaðist frá háskóla á Indlandi árið 2013.

Sushil segir að með ferðum sínum vilji hann vekja athygli á sólarorku og hvers hún er megnug. 

Miklir möguleikar Indlands

„Ég hef mikinn áhuga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Indland á mikla möguleika þegar kemur að sólarorku. Þar er mikil sól. En það eru ekki margir á Indlandi sem vita af sólarorku. Sérstaklega í minni bæjum þar sem menntunarstig er lágt. Þess vegna hóf ég þetta verkefni. Hugmyndin er að nota endurnýjanlega orku til þess að ferðast á milli staða og upplýsa og mennta fólk í leiðinni,“ segir Sushil.

Sushil ferðast á rafhjóli með kerru og sólarsellu sem IKEA útvegar og er fyrirtækið hans aðalstyrktaraðili. Kom hann að þróunarvinnu hjólsins ásamt IKEA en umverfisvænar samgöngur eru fyrirtækinu hugleiknar. Sést það bersýnilega þegar horft er yfir bílastæðin fyrir utan verslunina en þar eru nú 60 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. 

Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð ...
Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð þetta rafhjól með sólarsellu sem á að koma honum hringinn um Ísland. mbl.is/Valli

Óttast íslenskan vind

Sushil segir að afar mikilvægt sé að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri kynslóðina að skilja hversu mikilvægt það er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og hversu augljós áhrif hennar eru og verða á líf hennar. Þetta er alþjóðleg áskorun. Ekki bara fyrir fólk á Indlandi eða á Íslandi. Það þurfa allir að skilja og viðurkenna að veðurfar er að breytast mjög hratt og að hrein orka er það sem þarf. Af nógu er að taka. Við höfum sólarorku, vindorku og vatnsorku,“ segir Sushil.

Spurður hvernig honum lítist á íslenskar veðuraðstæður segist hann helst óttast vindinn. „Þetta verða 120 km á dag, sem er nokkuð mikið. En ég er reyndur hjólamaður og æfi á hverjum degi á Indlandi. Það er reyndar aðeins öðruvísi. Það er kannski helst vindurinn sem ég hræðist en ég verð rétt búinn.“

Sushil hefur hrundið af stað söfnun til þess að mæta kostnaði við gerð heimildarmyndar um ferð sína um Ísland.  Hér er hægt að styrkja Sushil.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »

Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

16:49 Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna. Meira »

„Málið er bara ekki lengur pólitískt“

16:42 „Málið er bara ekki lengur pólitískt,“ segir formaður borgarráðs um eineltisásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa sem borist hafa eineltis- og áreitniteymis ráðhússins. Meira »

ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

16:37 Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, fyrst fjölmiðla. Meira »

Sameining SÍ og FME samþykkt

16:19 Alþingi samþykkti í dag lög sem sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og verða stofnanirnar sameinaðar frá næstu áramótum. „Breytingar eru ekki gerðar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta breytingarnar að sameiningu verkefna hjá einni stofnun.“ Meira »

Aðstoðuðu vélarvana bát sem rak að landi

16:15 Björgunarskip var kallað út klukkan 15:30 í dag þegar Rib-bátur, fullur af fólki, var vélarvana og rak að landi rétt við Sæbraut í Reykjavík. Beiðni um björgunarbát var afturkölluð 15 mínútum síðar þegar nærliggjandi bátur tók þann vélarvana í tog. Meira »

Allt að 900 milljónir í rannsóknir

15:51 Auglýst verður eftir umsóknum um styrki í markáætlun um samfélagslegar áskoranir fyrir allt að 300 milljónir króna árlega á komandi árum. Vísinda- og tækniráð samþykkti tillögu forsætisráðherra um þetta á fundi sínum í Norræna húsinu í dag. Meira »

Flestir sóttu um í Verzló

15:47 Flestir nemenda sem luku við grunnskóla í vor sóttu um skólavist í Verzlunarskóla Íslands, en alls sóttu rúm 95% nemenda sem luku grunnskóla í vor um skólavist í framhaldsskóla. Meira »

Hafís með borgarísjaka færist í austur

15:37 Hafísinn norðvestur af landinu er nú um 35 sjómílur undan Kögri og færist nú heldur í austur. Hann er allþéttur og borgarísjakar eru innan þekjunnar. Meira »

Eitt leyfisbréf þvert á skólastig

14:24 Svokallað kennarafrumvarp var samþykkt á Alþingi í gær en markmið laganna, sem fjalla um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi – nemendum og kennurum til hagsbóta. Meira »

„Mjög villandi málflutningur“

14:08 „Ég vísa henni algjörlega á bug,“ svarar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar mbl.is leitar viðbragða hennar við gagnrýni minnihlutans er snýr að meintum niðurskurði í fjármálaáætlun til þess að mæta breyttum efnahagshorfum. Hún segir málflutning þeirra sem tala um niðurskurð villandi. Meira »

Þróunaraðstoð langt undir markmiði

14:00 Framlög til þróunarsamvinnu verða skorin niður um 1,8 milljarða á árunum 2020-2024 miðað við fyrri tillögur fjármálaráðherra að fjármálaáætlun áranna 2020-2024. Þetta er meðal þess sem finna má í breytingartillögu meirihluta fjármálanefndar að fjármálaáætlun. Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Honda VTX 1800 Tilboð óskast
Ný dekk, nýr rafgeymir og power commander. Tilboð óskast . Uppl í s 8961339....
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...