Hrein orka nauðsynleg fyrir alla

Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést ...
Sushil hjólaði 7.400 km leið um Indland og hér sést hann með Taj Mahal-höllina frægu í baksýn.

Indverjinn Sushil Reddy er væntanlegur til landsins hinn 11. september og hyggst takast á við það verðuga verkefni að hjóla hringinn um landið á rafhjóli með kerru og sólarsellu. Sushil vill með þessu framtaki vekja athygli á hreinni orku og er í forsvari fyrir framtakið Sun Pedal Ride.

Fyrsta ferð hans var löng og ströng, um 7.400 km, og lá í gegnum 10 fylki á Norðvestur-Indlandi þar sem jafn mörg tungumál eru töluð. Fyrir afrekið komst kappinn í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu ferð á rafhjóli. Sushil kemur til Íslands á vegum Charge-ráðstefnunnar og verður það í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega ráðstefna er haldin hér á Íslandi þar sem fulltrúar orkufyrirtækja koma saman og ræða um mikilvægi vörumerkjastjórnunar í geiranum.

Sushil leggur af stað 12. september og hyggst taka sér tvær vikur í ferðina en það er IKEA sem útvegaði Sushil hjólið, kerruna og sólarselluna. Þar sem veðurskilyrði geta verið með ýmsu móti á þessum tíma árs mun E-Golf-rafbíll frá Heklu fylgja Sushil hringinn. 

Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og ...
Sushil hafði margt fram að færa á ferðum sínum og fræddi þá sem á vegi hans urðu um mikilvægi sólarorku fyrir Indland.

Hugsar alla daga um lausn

„Náttúran hefur mikla orku sem hægt er að beisla,“ sagði Sushil er blaðamaður Morgunblaðsins sló á þráðinn til hans í Mumbai. Sushil ólst upp í þessari 12 milljón manna borg á Indlandi. „Þar er augljóslega mjög mikil mengun. Þegar þú býrð í svona stórborg kemstu í snertingu við mengun alla daga. Á sama tíma hugsar maður um lausn við vandanum. Hvernig hægt sé að minnka mengun. Það má segja að þetta sé eitt af því sem hvatti mig persónulega til þess að fara út í þetta verkefni,“ segir Sushil sem er orkuverkfræðingur og útskrifaðist frá háskóla á Indlandi árið 2013.

Sushil segir að með ferðum sínum vilji hann vekja athygli á sólarorku og hvers hún er megnug. 

Miklir möguleikar Indlands

„Ég hef mikinn áhuga á endurnýjanlegum orkugjöfum. Indland á mikla möguleika þegar kemur að sólarorku. Þar er mikil sól. En það eru ekki margir á Indlandi sem vita af sólarorku. Sérstaklega í minni bæjum þar sem menntunarstig er lágt. Þess vegna hóf ég þetta verkefni. Hugmyndin er að nota endurnýjanlega orku til þess að ferðast á milli staða og upplýsa og mennta fólk í leiðinni,“ segir Sushil.

Sushil ferðast á rafhjóli með kerru og sólarsellu sem IKEA útvegar og er fyrirtækið hans aðalstyrktaraðili. Kom hann að þróunarvinnu hjólsins ásamt IKEA en umverfisvænar samgöngur eru fyrirtækinu hugleiknar. Sést það bersýnilega þegar horft er yfir bílastæðin fyrir utan verslunina en þar eru nú 60 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. 

Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð ...
Húsgagnarisinn IKEA er aðalstyrktaraðili Sushil og þróaði með hans aðstoð þetta rafhjól með sólarsellu sem á að koma honum hringinn um Ísland. mbl.is/Valli

Óttast íslenskan vind

Sushil segir að afar mikilvægt sé að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri kynslóðina að skilja hversu mikilvægt það er að stemma stigu við hnattrænni hlýnun og hversu augljós áhrif hennar eru og verða á líf hennar. Þetta er alþjóðleg áskorun. Ekki bara fyrir fólk á Indlandi eða á Íslandi. Það þurfa allir að skilja og viðurkenna að veðurfar er að breytast mjög hratt og að hrein orka er það sem þarf. Af nógu er að taka. Við höfum sólarorku, vindorku og vatnsorku,“ segir Sushil.

Spurður hvernig honum lítist á íslenskar veðuraðstæður segist hann helst óttast vindinn. „Þetta verða 120 km á dag, sem er nokkuð mikið. En ég er reyndur hjólamaður og æfi á hverjum degi á Indlandi. Það er reyndar aðeins öðruvísi. Það er kannski helst vindurinn sem ég hræðist en ég verð rétt búinn.“

Sushil hefur hrundið af stað söfnun til þess að mæta kostnaði við gerð heimildarmyndar um ferð sína um Ísland.  Hér er hægt að styrkja Sushil.

Innlent »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »