„Líklegt að ég hefði aldrei komið heim“

Anna Björnsdóttir taugalæknir segist líklega ekki hafa tekið ákvörðun um ...
Anna Björnsdóttir taugalæknir segist líklega ekki hafa tekið ákvörðun um að koma heim hefði hún vitað hvaða veggi hún myndi rekast á. mbl.is/​Hari

„Það hefur verið gríðarlegur skortur á taugalæknum alveg síðan í kreppunni og eðlilega hefur helst þurft að sinna bráðveikustu sjúklingunum, þeim sem liggja inni, en það hefur gert það að verkum að þessi sjúklingahópur hefur verið sveltur þjónustu svo árum skiptir. Og nú þegar loksins er möguleiki á því að bæta þjónustuna þá er viljinn ekki fyrir hendi.“ Þetta segir Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonssjúkdómi og hreyfiröskunum.

Henni var neitað um samning við Sjúkratryggingar Íslands þegar hún sneri aftur til Íslands úr sérfræðinámi í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Anna opnaði engu að síður stofu hér á landi í vikunni en samningsleysið hefur þau áhrif að hennar sjúklingar fá þjónustuna ekki niðurgreidda, líkt og aðrir.

Árið 2016 var lokað fyrir nýliðun inn á rammasamning sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands, en síðustu læknarnir skiluðu sér inn á samning vorið 2017. Frá þessu hefur ekki verið hvikað þrátt fyrir mikinn skort á sérfræðilæknum í ákveðnum greinum, en læknum á samningi hefur fækkað um 50 talsins á síðustu tveimur árum. Biðlistar eru því víða langir og landlæknir hefur til að mynda metið stöðuna sem svo að að bið parkinsonssjúklinga eftir þjónustu sé óviðunandi, en margir hafa þurft að bíða mánuðum saman.

Örfáir læknar sérhæfðir í parkinsons

Mjög fáir taugalæknar með sérhæfingu í parkinsonssjúkdómnum eru starfandi hér á landi, að sögn Önnu. Þeir eru í raun teljandi á fingrum annarrar handar. Hún tiltekur þrjá lækna með svipaða menntun og hún. Einn þeirra er í barneignarfríi, en annar starfar á Landspítalanum. „Vandinn þar er að Landspítalinn sinnir aðallega þeim sjúklingum sem liggja inni á deildum og á meðan læknirinn þarf að sinna þeim sinnir hann ekki parkinsonssjúklingum utan sjúkrahússins.“

Til viðbótar eru starfandi nokkrir almennir taugalæknar og tveir læknar sem sérstaklega hafa sinnt parkinsonssjúklingum, en þeir eru báðir komnir á aldur og farnir að draga saman seglin, að sögn Önnu.

Það skyldi því engan undra að frá því að Anna opnaði stofuna sína í vikunni hafa henni borist yfir hundrað tilvísanir. Flestir sjúklinganna eru með parkinsons eða grun um parkinsons, en á Íslandi eru á milli 700 og 800 einstaklingar með súkdóminn. „Það er því ofboðslega mikil þörf fyrir þjónustu og hún er ekki fyrir hendi í þeim mæli sem þarf núna.“

Viðbrögð fólks við opnun stofunnar hafa verið mjög góð, að sögn Önnu, en gríðarleg vonbrigði á sama tíma. „Það eru gríðarleg vonbrigði að heimsóknir fólks sem búið er að bíða svo mánuðum skiptir eftir því að komast að hjá lækni séu ekki niðurgreiddar. Fólk skilur hvorki upp né niður í þessu. Þetta er flókið mál sem það nær ekki alveg utan um og skilur ekki af hverju þetta er ekki niðurgreitt eins og aðrar heimsóknir.“

Gagnast öllum að opna stofu í Reykjavík

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali í Kastljósi í vikunni að það hjálpaði ekki park­in­sons­sjúk­lingi á Þórs­höfn ef opnuð yrði ein stofa tauga­lækn­is í Reykja­vík. Hún lagði jafnramt áherslu á það í máli sínu að mikilvægt væri að hafa heildarsýn og styrkja heilsugæsluna um allt land, sem væri fyrsti viðkomustaður sjúklinga, þegar hún var innt eftir skýringum á því af hverju Önnu hefði ekki verið hleypt inn á samning þar sem fyrir lægi að þörf fyrir nýliðun í greininni væri mikil. Svandís sagði málið snúast um að að op­in­bera heil­brigðis­kerfið hefði glímt við fjár­skort und­an­far­in ár á meðan samn­ing­ar við sér­fræðilækna hefðu verið eins og „op­inn krani“ fjár­veit­inga.

Anna segir afstaða ráðherra lýsa innsæisleysi í vanda sjúklinga.
Anna segir afstaða ráðherra lýsa innsæisleysi í vanda sjúklinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna gefur lítið fyrir þau rök ráðherra að það að opna stofu í Reykjavík gagnist ekki sjúklingi á Raufarhöfn. „Ég vísa því algjörlega á bug, vegna þess að það gagnast öllum parkinsonssjúklingum, alls staðar á landinu, að hafa aðgang að sérhæfðum taugalækni sem er sérfræðingur í þeirra sjúkdómi. Þeir eru nú þegar farnir að koma til mín á stofu, alls staðar af á landinu,“ segir Anna.

„Það lýsir miklu innsæisleysi í vanda þessa fólks að halda að það sé hægt að sinna þessum sjúklingum á heilsugæslum úti á landi. Sjúklingarnir þurfa flóknari og meiri þekkingu en er hægt að veita þeim á litlum heilsugæslum úti á landi,“ bætir hún við.

„Þeim ber skylda til að veita þessa þjónustu“

„Hún hefur mikið talað um að hún sé að hugsa einhverja stefnu en það kemur mér og mínum sjúklingum ekki svo mikið við akkúrat núna. Á meðan hún er að hugsa þessa stefnu bíða hundruð sjúklinga eftir þjónustu. Það þarf að veita þeim þjónustu á meðan hún er að hugsa sína stefnu.“ Anna segir sína sjúklinga, og aðra parkinsonssjúklinga, ekki þola neina bið. Þeir þurfi á þjónustunni að halda núna.

Ráðherra sagði jafnframt í Kastljósviðtalinu að ekki væri hægt að snúa upp á íslenskt heilbrigðiskerfi í kringum einn heilbrigðisstarfsmann eða eina sérgrein og Anna er sammála því. „Stefnumótun í heilbrigðiskerfinu ætti ekki að snúast um einn lækni eða eina sérgrein, en þegar þörfin er jafn mikil og raun ber vitni fyrir eina sérgrein þá ber henni og ráðamönnum skylda til þess að bregðast við þeirri þörf. Landlæknir er búinn að skera úr um að biðin er óviðunandi. Þeim ber skylda til að veita þessa þjónustu þar til ríkisstjórnin er búin að finna út hvernig heildarstefna getur breytt þessu til betri vegar.“

Situr samningslaus við sama borð og aðrir um áramót

Líkt og fram hefur komið rennur rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna út um áramótin, en ekki liggur fyrir hvað tekur við. Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við mbl.is í vikunni að sérfræðilæknar hefðu í sumar byrjað að undirbúa sig fyrir að starfa utan samnings eftir áramótin, enda hefði ekki verið rætt við þá um nýja samninga.

Anna gerir ráð fyrir því að um áramótin muni hún því sitja við sama borð og aðrir sérfræðilæknar sem allir verði samningslausir. „Þá verður ekkert okkar á samningi og þá er það ráðamanna að leysa hvernig þeir greiða þjónustu til sérfræðilækna.“

„Verra en ég nokkurn tíma gat ímyndað mér“

Það hvarflaði ekki að Önnu þegar hún fyrst ákvað að snúa aftur heim til Íslands og láta reyna á að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands að niðurstaðan yrði sú sem hún er í dag. Að hún þyrfti að opna stofu þar sem sjúklingar ættu ekki rétt á neinni niðurgreiðslu vegna þjónustunnar. „Þetta er verra en ég nokkurn tíma gat ímyndað mér,“ segir Anna sem trúði því að vegna þess hve þörfin fyrir taugalækna hér á landi væri mikil yrðu gerðar einhverjar ráðstafanir.

„Landlæknir gerði skýrslu um málið og ég gerði ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið myndi bregðast við henni. Eðlilegast væri að taka mig inn á samning vegna þess það er þörf á þjónustunni. Svo sendi ég fyrirspurn til sjúkratrygginga um hvernig tekið yrði á því ef sjúklingar bæðu um endurgreiðslu vegna komu til mín, í ljósi þessarar óviðunandi biðar, en þeir fylgja bara ráðuneytinu, og svarið var að það yrði ekki endurgreitt. Einfaldast hefði verið, fyrst það á ekki að taka mig inn á samning, að hlusta samt á landlækni og greiða niður þjónustuna til sjúklingana. Þetta voru gríðarleg vonbrigði og þarna tel ég brotið á rétti sjúklinga til heilbrigðisþjónustu.“

Anna hóf það ferli að sækja um að komast á samning löngu áður en hún kom heim og aðdragandinn var því töluverður. Hún hefur hins vegar alls staðar rekist á lokaðar dyr í kerfinu og fengið hverja neitunina á fætur annarri. „Ef ég hefði vitað að þetta yrði staðan er mjög líklegt að ég hefði aldrei komið heim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Thomas vill mæta í aðra skýrslutöku

14:51 Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Rökin niðurlægjandi fyrir fatlað fólk

14:32 Málefnahópur Öryrkjabandalagsins hafnar tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem á að taka gildi 1. október, verði frestað til áramóta. Meira »

Kaupir Solo Seafood fyrir 8,2 milljarða

14:18 Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica. Meira »

Borgin fylgi málinu eftir alla leið

14:15 „Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur í samtali við mbl.is. Meira »

15 mánuðir fyrir kókaíninnflutning

14:10 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Arturas Bieliunas í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.  Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

13:04 Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið framhjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Spyr um skólaakstur og malarvegi

12:59 Starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu á næstunni leggjast í ítarlega skoðun á skólaakstri á Íslandi, í kjölfar fyrirspurnar sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson lagði fram til Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra málaflokkanna. Meira »

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

12:15 BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og laun sem eru í engu samræmi við raunveruleika launafólks. Í ályktun formannaráðs bandalagsins er skorað á fulltrúa launafólks og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að berjast gegn bónusgreiðslum og ofurlaunum. Meira »

„Fólk er bara í áfalli“

12:08 „Fólk er bara í áfalli. Því finnst þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um viðbrögð félagsmanna sinna við aðgerðum Icelandair í starfsmannamálum. Meira »

Heiður að taka á móti Íslendingunum

11:45 „Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær. Meira »

Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

11:43 Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins. Meira »

Vill sjá Lánasjóðsfrumvarp í vetur

11:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Snjóar til morguns fyrir norðan

11:33 Það kemur til með að snjóa meira og minna í dag og til morguns á Norður- og Norðausturlandi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Einkum á fjallvegum, en það er heldur kólnandi og þar með lækkandi frostmarkshæð. Krap og snjór einnig á láglendi á utanverðum Tröllaskaga. Meira »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...