Dæmdur fyrir að brjóta gegn dætrum sínum

Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands. mbl.is/Gúna

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og jafnframt fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart næstelstu dóttur sinni meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fangelsi fyrir ítrekuð og gróf kynferðisbrot gagnvart elstu dóttur sinni árið 1991.

Maðurinn var ákærður í sjö liðum en sýknaður af hluta þeirra þar sem frásögn dóttur hans þótti ekki nógu eindregin eða nákvæm. Þá hafi spurningar rannsakenda verið leiðandi. Maðurinn neitaði fyrir dómi að hafa brotið kynferðislega gagnvart dætrum sínum en játaði að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Brotin sem hann var ákærður fyrir nú áttu sér stað árunum 2004 til 2016. Sagt var frá dómnum í morgun í Fréttablaðinu.

Næstelsta dóttir mannsins skýrði frá því fyrir dómi að kynferðisbrot föður hennar hefðu farið að rifjast upp fyrir henni eftir að hún hóf nám í framhaldsskóla haustið 2015. Staðhæfði hún að fram til þess tíma hefði hún í reynd útilokað allar minningar sínar um brotin, enda hefði verið langt um liðið og hún verið mjög ung að árum þegar atvik gerðust, en að auki hefðu aðrir erfiðir þættir í líf hennar haft þar áhrif á. Staðhæfði hún að það sem hefði sérstaklega hreyft við huga hennar að þessu leyti hefði verið frásögn vinkonu hennar í framhaldsskólanum, sem hefði þurft þola brot af þessu tagi. Einnig sagði hún að slík málefni hefðu verið til umræðu í tengslum við leiklist í skólanum, en þá helst að því er varðaði viðbrögð við slíkum brotum.

Stúlkan greindi lögreglu frá brotum föður síns í apríl árið 2016, eftir að afskipti höfðu verið höfð af henni í kjölfar þess að hún hagaði sér undarlegar í viðurvist jafnaldra og afklæddi sig. Eftir það sætti faðir hennar gæsluvarðhaldi í þrjá daga vegna rannsóknarhagsmuna og var í kjölfarið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart dóttur sinni.

Fyrir dómi rifjaði hún upp fyrstu minningar sínar af ofbeldinu sem hún taldi hafa hafist þegar hún var 5 eða 6 ára:

Ég man bara að við vorum að tannbursta okkur og að fara að sofa og hann var að segja mér einhverja sögu ... Ég man, ég var sofandi og svo allt í einu vakna ég við, hann var, ég fann fyrir því, vont bara, og svo fattaði ég það að pabbi var eitthvað að káfa á mér eða eitthvað, ég man ekki alveg hvað það var og svo daginn eftir sagði hann: „Fyrirgefðu“ og ég lofa að gera þetta aldrei aftur. ... hann sagði bara að hann gæti lent í einhverju slæmu ef ég myndi segja frá.  En svo gerðist það.

Þá sagði stúlkan fyrir dómi að hún hefði verið haldin vanlíðan vegna þeirra minninga sem hefðu komið upp í huga hennar á unglingsárum og þá vegna lýstra brota ákærða. Hún sagði að þessi vanlíðan hennar hefði farið vaxandi með árunum og staðhæfði að hún hefði verið helsta undirrót þess að hún hóf að lifa óheilbrigðu líferni og hegða sér „skringilega“ í návist jafnaldra sinna.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn stúlkunni þegar hún var á aldrinum 9 til 11 ára. Fyrir að hafa látið hana horfa á klámefni í tölvu, klætt hana úr fötunum og haft við hana önnur kynferðismök en samræði. Var það mat dómsins að stúlkan hefði verið samkvæm sjálfri sér varðandi frásögn af þessum brotum og framburðurinn nákvæmur.

Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn þriðju dóttur sinni þegar hún var á aldrinum 7 til 9 ára þar sem þau voru stödd á hótelherbergi í útlöndum. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur og var hann studdur af sálfræðingum. Taldi dómurinn sannað að um kynferðisbrot hefði verið að ræða en ekki eiginlegt samræði.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni gagnvart elstu dótturinni.

Fyrir dómi staðhæfði ákærði að hann hefði aldrei fundið kenndir til barna eða barnagirndar, en sagði að kynhvöt hans í gegnum tíðina hefði verið í „meira lagi“. Ákærði neitaði því aðspurður fyrir dómi að hin mikla kynhvöt hans hefði að einhverju leyti beinst gegn elstur dóttur hans sem hann gerðist einnig brotlegur gagnvart og var dæmdur fyrir árið 1991.

Ákærði staðhæfði að þegar þau brot gerðust hefðu aðrar aðstæður verið fyrir hendi í lífi hans, þrátt fyrir að stúlkan hefði er hann braut gegn henni sofið í sama rúmi og hann. Vísaði ákærði að því leyti m.a. til þess að þegar hann braut kynferðislega gegn stúlkunni hefði hann ekki kennt kvenmanns um langa hríð, en vaknað við fyrrgreindar aðstæður og þá við blautar draumfarir og sáðlát, en þá jafnframt strax áttað sig á því sem gerst hefði. Staðhæfði ákærði að þannig hefði ekki verið um viljaverk að ræða af hans hálfu, en hann engu að síður játað brot sín og sök fyrir dómi. Ákærði staðhæfði að mörg undanfarin ár hefði hann náð að fullnægja hinni miklu kynhvöt sinni. 

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um alvarleg brot væri að ræða sem væru framin í skjóli trúnaðartraust. Þætti það sýna einbeittan brotavilja. Voru fjögur ár því talin hæfileg refsing. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum miskabætur. Þeirri eldri 1,5 milljónir króna en hinni yngri 3 milljónir.

mbl.is

Innlent »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...