Fyrirsjáanleg pattstaða í Svíþjóð

Stuðningsmenn Svíþjóðardemókrata bregðast við útgönguspám í gærkvöldi, þar sem þeim ...
Stuðningsmenn Svíþjóðardemókrata bregðast við útgönguspám í gærkvöldi, þar sem þeim var spáð góðu gengi. Grétar Már telur útilokað að flokkurinn komi nálægt stjórnarmyndun. AFP

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að staðan sem núna er uppi í sænskum stjórnmálum hafi blasað við í þónokkurn tíma. Hann telur útilokað að Svíþjóðardemókratar komi að stjórnarmyndun.

„Ég held að það viti enginn neitt en það er ekkert annað að sjá en að það sé útilokað að Svíþjóðardemókratarnir komi með einum eða neinum hætti að ríkisstjórnarmyndun í neinu formi,“ segir Grétar Þór um næstu skref í Svíþjóð að loknum kosningunum. 

Vatnaskil í sænskum stjórnmálum

Hann bjó í Svíþjóð í tíu ár og segir að staðan eigi ekki að koma neinum á óvart sem hafa fylgst vel með stjórnmálum í landinu. „Mér hefur fundist blasa við í dálítið langan tíma að það sé þessi pattstaða og nú sé komið sennilega að þeim vatnaskilum í sænskum stjórnmálum að þeir verða að fara að horfa yfir miðjuna milli vinstri og hægri og finna einhverjar lausnir á því.“

Hann segir stöðu mála vera algjörlega nýja en nefnir þó samstarf Miðflokksins, sem þá hét Bændaflokkurinn, um miðjan sjötta áratuginn við Krata. Hlutirnir hafi verið skorðaðir í annað hvort vinstri eða hægri og minnihlutastjórnir hafi verið í Svíþjóð síðustu kjörtímabil.

Stefan Löfven forsætisráðherra talar við stuðningsmenn sína að loknum kosningunum.
Stefan Löfven forsætisráðherra talar við stuðningsmenn sína að loknum kosningunum. AFP

Samstarf við Svíþjóðardemókrata banabiti

Spurður segir hann að minnihlutastjórn sé einnig möguleg núna eftir kosningarnar og hún yrði þá varin vantrausti öðrum hvorum megin frá. Þá hafa menn helst horft til þess að Stefan Löfven forsætisráðherra myndi tala við Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn. „Svoleiðis stjórnarsamstarf gengi illa upp gagnvart Vinstri flokknum, það er ekki mikill vilji til samstarfs þar. Það eru ýmsir möguleikar í þessu og þetta getur tekið tíma sinn en ég get ekki ímyndað mér að það taki neinn þá áhættu að ætla að blanda sér saman við Svíþjóðardemókratana. Það getur orðið banabiti til aðeins lengri tíma litið,“ greinir Grétar Þór frá.

Stjórnarmyndunarviðræður gætu hafist strax

Hvað framtíð Löfven varðar segir hann forsætisráðherrann vera með vel stærsta flokkinn og hann geti setið áfram og reynt að mynda stjórn. Ef ekkert verður í spilunum fyrir hann mun hann þó hrökklast frá.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Hann segir að mælingarnar á Svíþjóðardemókrötum hafi verið í lægri mörkunum miðað við spár og að þeir gætu lækkað aðeins meira þegar utankjörfundaratkvæði hafa verið talin frá útlöndum á miðvikudaginn. Hann telur þó ólíklegt að utankjörfundaratkvæði eigi eftir að skipta máli varðandi stjórnarmyndun. „Hvort rauðir eru 0,1% stærri en hægri eða öfugt, það mun ekki breyta neinu. Sósíaldemókratar eru langstærstir og þetta mun ekki breyta því,“ segir hann og telur að hægt sé að byrja að vinna í stjórnarmyndun strax í dag.

Gæti endað úti á götu

Spurður nánar út í möguleikann á að Svíþjóðardemókratar komi að myndun ríkisstjórnar minnist Grétar Þór þess er þáverandi formaður Moderaterna, Anna Kinberg Batra, opnaði á það í ræðu að það gæti komið til samstarfs við Svíþjóðardemókrata. „Það olli þvílíku uppnámi í flokknum og hún endaði úr formannsstóli. Meira að segja stóri hægri flokkurinn er ekki sérstaklega ginnkeyptur fyrir samstarfi miðað við þetta. Ég veit ekki hvort núverandi formaður ætlar sér að taka skref í þessa átt og enda úti á götu eins og forveri hans.“

Ebba Busch Thor, formaður Kristilegra demókrata.
Ebba Busch Thor, formaður Kristilegra demókrata. AFP

Stjórnin búin að skrimta

Grétar Þór treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið enda séu fá fordæmi fyrir þeirri stöðu sem núna er uppi. Menn hafi myndað minnihlutastjórnir öðrum hvorum megin.

Hann rifjar upp að eftir að Löfven myndaði fráfarandi stjórn sína haustið 2014 og þegar kom að því að samþykkja fjárlögin neitaði hægri blokkin að styðja þau. Í framhaldinu hótaði Löfven því að rjúfa þing milli jóla og nýárs og boða til kosninga í mars og þá gaf hægri blokkin sig.

„Þessi stjórn er búin að skrimta með hlutleysi og fleiri aðferðum af hálfu hægri vængsins alveg síðan. Hvort menn fara í slíkar æfingar er ég ekki viss um. Þeir eru kannski með sterkara tilkall til þess að vera við stýrið og formenn hægra megin töluðu mikið um það í gærkvöldi, en það er spurningin hvaða lendingu menn ná í því. Maður sér það ekki fyrir á þessu augnabliki,“ útskýrir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sérfræðilæknir lagði ríkið

13:57 Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sérfræðilæknirinn Alma Gunnarsdóttir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands um að hafna henni um aðild að rammasamningi. Meira »

Þyrlan kölluð út vegna slyss á Snæfellsnesi

12:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir hádegi vegna slyss sem varð við Kirkjufell á Snæfellsnesi nú í morgun er maður féll í fjallinu. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu með þyrlunni frá Reykjavík og þá hafa björgunarsveitir á Snæfellsnesi verið að fylgja samferðafólki hins slasaða niður. Meira »

Ekki framsækin sáttatillaga

11:47 Anna Sigrún Baldursdóttir, ritari Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala, segir að tillaga Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sé ekki framsækin sáttatillaga, eins og Eyþór sjálfur lýsir henni í frétt Morgunblaðsins í dag. Meira »

Ósk Bjarna tekin fyrir annað kvöld

11:36 Tveir starfsmannafundir hafa verið haldnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því að tilkynnt var um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fram­kvæmda­stjóra Orku náttúrunnar, vegna óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki. Meira »

Sigmundur spyr um ráðgjafastörf

11:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem þeir eru inntir svara vegna starfa sérfræðinga og annarra ráðgjafa á vegum ráðuneyta þeirra. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

11:15 „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »

Ákærðir fyrir líkamsárás í Tryggvagötu

10:31 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Tryggvagötu í apríl 2015. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa saman veist með ofbeldi að öðrum manni á þrítugsaldri. Meira »

Samfylkingin með tæplega 20% fylgi

10:01 Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú 19,8% og hefur aukist um rúmlega þrjú prósentustig frá því í síðasta mánuði. Þá hefur stuðningur við Vinstri græn aukist úr 8,8% í 11,1% og við Miðflokkinn úr 10,3% í 10,8%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 21,3% fylgi. Meira »

Kynntu íslenskar lausnir í Rússlandi

09:12 Íslandsstofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Rússlandi, tók á dögunum þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia í Sankti Pétursborg. Meira »

Kláraði sögulegt maraþon

08:18 „Þetta var æðislegt.  Meira »

Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn

07:57 Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið. Meira »

Norðanáttin allhvöss á Vestfjörðum

07:46 Norðaustanátt verður á landinu í dag og verður hún allhvöss á Vestfjörðum og Ströndum, en mun hægari annars staðar. Á morgun kemur síðan kröpp lægð milli Íslands og Skotlands og þá herðir heldur á vindi um land allt og kólnar fyrir norðan. Meira »

Stimpluð vegna vanþekkingar

06:52 Oft er hegðun barna ekki skoðuð í sam­hengi við um­hverfi þeirra. Þess í stað er settur stimp­ill á barnið – að eitt­hvað sé að því – þegar raun­in get­ur verið að barnið sé að bregðast við óheil­brigðum aðstæðum, segir Sæunn Kjartansdóttir. Meira »

Fóru inn um glugga og stálu áfengi

06:11 Ungur maður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti undir miðnætti og er hann grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þá var farið inn um glugga á íbúðarhúsi í hverfinu og áfengi stolið. Meira »

Starfsfólki fjölgað um 59% á 5 árum

05:30 Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta er niðurstaða reglulegrar könnunar á vegum Faxaflóahafna og sýnir hún mikinn uppgang á hafnarsvæðinu. Meira »

Vill eyða lagalegri óvissu

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra í því skyni að reyna að eyða lagalegri óvissu um það hvort umskurður á kynfærum drengja sé í raun leyfilegur. Meira »

Mast greiðir skaðabætur

05:30 Hjalti Andrason, fræðslustjóri rekstrarsviðs Matvælastofnunar, vísar því á bug að stofnunin sé að reyna að skorast undan því að greiða skaðabætur til fyrirtækisins Kræsinga (áður Gæðakokka) með því að fara fram á yfirmat dómkvaddra matsmanna. Meira »

Leituðu til borgarstjóra vegna brota

05:30 Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðamenningu hjá samstæðunni. Oddviti sjálfstæðismanna, segir upplýsingar hafa borist um að starfsmenn OR hafi leitað til borgarstjóra vegna brota gegn sér. Meira »

Eyþór með framsækna sáttatillögu

05:30 „Þetta er framsækið og þetta er líka sáttatillaga,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinnu í dag um tillögu sem hann hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Tillagan snýst um staðarval fyrir nýja sjúkrahúsbyggingu í Reykjavík. Meira »
Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Ódýrt - Tjaldvagnageymsla í Mosfellsbæ
Tökum tjaldvagna í geymslu, staðsetning Mosfellsbær. Upplýsingar í síma 698-09...