Hin fullkomna aðferð er of flókin

Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu ...
Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu aðferð, þar sem kerfið verði að vera gegnsætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur áhugamanna, sem kallar sig Kosningafræðaklúbbinn og samanstendur aðallega af tölvunar- og stærðfræðingum, hefur um nokkurt skeið unnið að gerð allumfangsmikils kosningakerfahermis, sem er hugbúnaður til að prófa gæði aðferða til að úthluta þingsætum í tvívíðu kosningakerfi eins og því íslenska. Hermirinn er nú tilbúinn til notkunar og var hann kynntur í dag á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík. Kosningakerfaherminum er ætlað að auðvelda vinnu við breytingar á kosningakerfum og gera fræðilegar athuganir á þeim.

„Það er hægt að setja inn allskonar hugmyndir um það hvernig kosningakerfi maður vill hafa. Það er örugglega komið að því núna að það verði farið að endurskoða kosningalögin á Alþingi, en það er gert á 20 til 30 ára fresti og það eru að verða komin 20 ár síðan síðast,“ segir Þorkell Helgason stærðfræðingur, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að gerð hermisins.

Þorkell hefur verið viðriðinn vinnu við kosningakerfi, sem ráðgjafi þingsins, frá árinu 1982 og er því nokkuð vel að sér í því hverju eru verið að leita eftir.

„Menn vilja prófa alls konar möguleika og spyrja gjarnan hvernig þetta hefði komið út í ákveðnum kosningum. Ég hef alltaf lagt áherslu á að það sé varhugavert að nota raunverulegar kosningar sem prófun. Það getur villt mönnum sýn. Allir eru haldnir einhverjum fordómum um hvernig útkoman hefði átt að vera. Því er betra að nota tilbúin kosningaúrslit við prófun á nýjum kosningakerfum.“

Hægt er að gera allskonar mælingar

En hvað gerir hugbúnaðurinn nákvæmlega?

„Þetta er tæki þar sem notandinn prófar hugmyndir sínar um breytta kjördæmaskipan eða breytt úthlutunarákvæði. Hann getur síðan gengið út frá raunverulegum kosningum sem útgangspunkti en síðan býr kerfið til mörg, þess vegna 10 þúsund, eintök af kosningum í líkingu við þær með slembibreytingum. Þau úrslit sem koma upp eru ekki út í hött heldur í námunda við það sem hefur gerst. Svo geta menn gert allskonar mælingar. Eins og hvort náðst hafi jöfnuður á milli flokka og fleira af því tagi,“ útskýrir Þorkell.

Áhugi Þorkels á þessum útreikningum er einkum fræðilegs eðlis, en hann segir útreikninga við útdeilingu á jöfnunarsætum mjög skemmtilega stærðfræði.

„Ég hef verið að dunda mér við það í mörg ár, ásamt sænskum félaga mínum, að þróa fræðin en okkur vantaði tæki til að prófa okkar hugmyndir. Svo kom í ljós að það eru fleiri sem hafa áhuga á þessu, þannig þetta er nettur hópur, aðallega tölvu- og stærðfræðingar. Við höfum beðið með að hleypa stjórnmálamönnum í þetta,“ segir Þorkell hlæjandi um hópinn sem stendur á bak við kosningakerfaherminn. „Við vildum fyrst klára okkar verkfæri áður en þeir fengju þetta í hendurnar,“ bætir hann við. „En svo er hugmyndin að þetta verði aðgengilegt. Við erum ekki að gera þetta fyrir neinn eða til þess að reka áróður fyrir einhverjum sérstökum breytingum. Það er ekki okkar hlutverk.“

Kerfið verður að vera gegnsætt

Ef tekið er mið af eðlilegum kröfum um það hvernig kosningakerfi á að virka, þá er hægt að sanna að það er bara til ein rétt aðferð til að útdeila jöfnunarsætum, en það er fræðilega erfiðasti hluti úthlutunarferlisins, að sögn Þorkels. Hún er hins vegar svo flókin að erfitt er að útskýra hana fyrir öðrum en stærðfræðingum og því illmögulegt að nota hana.

„Hin fullkomna aðferð er til, en að mínu mati og að fenginni reynslu eftir að hafa ráðlagt þingmönnum um áratugaskeið um þetta efni, þá verður kerfið að vera gegnsætt. Það er ekki nóg að segja að þetta sé stærðfræðilega rétt og í lagi. Þetta sé besta lausnin. Það verður að vera hægt að skilja hana líka. Vandinn er sá að þeim mun meiri sem gæðakröfurnar eru, því nær sem við erum bestu lausninni, þeim mun flóknara verður þetta. Málið snýst því um að fara í einhverjar málamiðlanir,“ segir Þorkell. Og þá er gott að hafa aðgang að kosningakerfahermi til að prófa gæði aðferða, bæði fyrir fræðimenn – en líka fyrir stjórnmálamenn.

Í sumar vann Martha Guðrún Bjarnadóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík, að forritun kosningakerfahermisins, en hún var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

mbl.is

Innlent »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...