Hin fullkomna aðferð er of flókin

Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu ...
Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu aðferð, þar sem kerfið verði að vera gegnsætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur áhugamanna, sem kallar sig Kosningafræðaklúbbinn og samanstendur aðallega af tölvunar- og stærðfræðingum, hefur um nokkurt skeið unnið að gerð allumfangsmikils kosningakerfahermis, sem er hugbúnaður til að prófa gæði aðferða til að úthluta þingsætum í tvívíðu kosningakerfi eins og því íslenska. Hermirinn er nú tilbúinn til notkunar og var hann kynntur í dag á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík. Kosningakerfaherminum er ætlað að auðvelda vinnu við breytingar á kosningakerfum og gera fræðilegar athuganir á þeim.

„Það er hægt að setja inn allskonar hugmyndir um það hvernig kosningakerfi maður vill hafa. Það er örugglega komið að því núna að það verði farið að endurskoða kosningalögin á Alþingi, en það er gert á 20 til 30 ára fresti og það eru að verða komin 20 ár síðan síðast,“ segir Þorkell Helgason stærðfræðingur, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að gerð hermisins.

Þorkell hefur verið viðriðinn vinnu við kosningakerfi, sem ráðgjafi þingsins, frá árinu 1982 og er því nokkuð vel að sér í því hverju eru verið að leita eftir.

„Menn vilja prófa alls konar möguleika og spyrja gjarnan hvernig þetta hefði komið út í ákveðnum kosningum. Ég hef alltaf lagt áherslu á að það sé varhugavert að nota raunverulegar kosningar sem prófun. Það getur villt mönnum sýn. Allir eru haldnir einhverjum fordómum um hvernig útkoman hefði átt að vera. Því er betra að nota tilbúin kosningaúrslit við prófun á nýjum kosningakerfum.“

Hægt er að gera allskonar mælingar

En hvað gerir hugbúnaðurinn nákvæmlega?

„Þetta er tæki þar sem notandinn prófar hugmyndir sínar um breytta kjördæmaskipan eða breytt úthlutunarákvæði. Hann getur síðan gengið út frá raunverulegum kosningum sem útgangspunkti en síðan býr kerfið til mörg, þess vegna 10 þúsund, eintök af kosningum í líkingu við þær með slembibreytingum. Þau úrslit sem koma upp eru ekki út í hött heldur í námunda við það sem hefur gerst. Svo geta menn gert allskonar mælingar. Eins og hvort náðst hafi jöfnuður á milli flokka og fleira af því tagi,“ útskýrir Þorkell.

Áhugi Þorkels á þessum útreikningum er einkum fræðilegs eðlis, en hann segir útreikninga við útdeilingu á jöfnunarsætum mjög skemmtilega stærðfræði.

„Ég hef verið að dunda mér við það í mörg ár, ásamt sænskum félaga mínum, að þróa fræðin en okkur vantaði tæki til að prófa okkar hugmyndir. Svo kom í ljós að það eru fleiri sem hafa áhuga á þessu, þannig þetta er nettur hópur, aðallega tölvu- og stærðfræðingar. Við höfum beðið með að hleypa stjórnmálamönnum í þetta,“ segir Þorkell hlæjandi um hópinn sem stendur á bak við kosningakerfaherminn. „Við vildum fyrst klára okkar verkfæri áður en þeir fengju þetta í hendurnar,“ bætir hann við. „En svo er hugmyndin að þetta verði aðgengilegt. Við erum ekki að gera þetta fyrir neinn eða til þess að reka áróður fyrir einhverjum sérstökum breytingum. Það er ekki okkar hlutverk.“

Kerfið verður að vera gegnsætt

Ef tekið er mið af eðlilegum kröfum um það hvernig kosningakerfi á að virka, þá er hægt að sanna að það er bara til ein rétt aðferð til að útdeila jöfnunarsætum, en það er fræðilega erfiðasti hluti úthlutunarferlisins, að sögn Þorkels. Hún er hins vegar svo flókin að erfitt er að útskýra hana fyrir öðrum en stærðfræðingum og því illmögulegt að nota hana.

„Hin fullkomna aðferð er til, en að mínu mati og að fenginni reynslu eftir að hafa ráðlagt þingmönnum um áratugaskeið um þetta efni, þá verður kerfið að vera gegnsætt. Það er ekki nóg að segja að þetta sé stærðfræðilega rétt og í lagi. Þetta sé besta lausnin. Það verður að vera hægt að skilja hana líka. Vandinn er sá að þeim mun meiri sem gæðakröfurnar eru, því nær sem við erum bestu lausninni, þeim mun flóknara verður þetta. Málið snýst því um að fara í einhverjar málamiðlanir,“ segir Þorkell. Og þá er gott að hafa aðgang að kosningakerfahermi til að prófa gæði aðferða, bæði fyrir fræðimenn – en líka fyrir stjórnmálamenn.

Í sumar vann Martha Guðrún Bjarnadóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík, að forritun kosningakerfahermisins, en hún var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

mbl.is

Innlent »

SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara

16:17 Starfsgreinasambandið telur vonlítið um árangur af frekari samningaumleitunum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga og hefur ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira »

630 milljónir í geðheilbrigðismál

15:34 „Það sem að við erum að gera með þessari ákvörðun er að styrkja geðheilbrigðisþjónustuna í fremstu línu heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún gerði í dag grein fyrir 630 milljóna króna úthlutun til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Léku sér að hættunni

15:32 „Ég hef aldrei séð neinn haga sér með þessum hætti áður. Fólkið stóð í fjörunni beint fyrir framan risastórar öldur. Yfirleitt hleypur fólk á undan öldunum sem er líka mjög hættulegt en þetta var stórhættulegt,“ segir Petra Albrecht, rútubílstjóri hjá Snæland Travel. Meira »

„Félögin saman í öllum aðgerðum“

15:28 „Nú þurfum við að gæta þess vel að koma öllum skilaboðum til okkar félagsmanna,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spurð um hvað taki nú við. Þá hvatti hún sérstaklega sína félagsmenn til að fylgjast vel með og að allar fyrirhugaðar aðgerðir verði lagðar fyrir félagsmenn í kosningu. Meira »

Meint tæling ekki á rökum reist

15:17 Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan 11 í morgun eftir að tilkynning barst um að tveir menn hafi reynt að tæla barn upp í bíl. Þegar lögregla var á leið á vettvang var beiðni um aðstoð afturkölluð þar sem málið var á misskilningi byggt. Meira »

Vildi láta fjarlægja upplýsingar um sig

15:15 Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að vinnsla Alþingis á persónuupplýsingum um fyrrverandi alþingismann og núverandi varaþingmann vegna Alþingismannatals samrýmist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meira »

Árásarmaðurinn sá sami

14:56 Sami karlmaður veittist að ungri konu á gatnamótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í hádeginu í gær og réðst á unga konu á Háaleitisbraut síðar í gær. Engin vitni hafa komið fram vegna fyrrnefnda atviksins. Meira »

Viðræðum hefur verið slitið

14:44 Viðræðum Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefur verið slitið en samningafundur hófst um tvöleytið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Meira »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »

Eru að breyta skoðunarhandbók

13:30 Ýmsar breytingar eru fyrirsjáanlegar varðandi þau atriði sem skoðunarstöðvar fara eftir er ökutæki eru tekin til aðalskoðunar. Sú vinna er þegar hafin hjá Samgöngustofu, í tengslum við ESB-tilskipun um skoðun ökutækja, sem fjallar meðal annars um mikilvægi réttrar skráningar á stöðu kílómetramæla. Meira »

„Hálfgerð blekking“

13:29 „Það er mikill misskilningur að þetta sé einhver kjarabót til láglaunafólks. Það er sama krónutalan upp allan stigann, þannig að þær dylgjur eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is innt álits á skattatillögum ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að til standi að frysta persónuafslátt í þrjú ár. Meira »

Reyndu að tæla barn upp í bíl

12:45 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í um klukkan ellefu í morgun. Ekki náðist í lögreglu til að fá upplýsingar um hvar í borginni atvikið átti sér stað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu á stöð þrjú sem er í Kópavogi og Breiðholti. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

12:39 Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

12:23 Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Meira »

Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“

11:59 „Virkni kerfisins er það sem skiptir máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann brást við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Meira »

„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

11:58 „Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 2-3 vikur ) Hiti frá 3...
Toyota Rav4 2005. Skoðaður 2020
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3901197 RAV4 6/2005 SJÁ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...