Hin fullkomna aðferð er of flókin

Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu ...
Þorkell segir í raun varla hægt að nota hina fullkomnu aðferð, þar sem kerfið verði að vera gegnsætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur áhugamanna, sem kallar sig Kosningafræðaklúbbinn og samanstendur aðallega af tölvunar- og stærðfræðingum, hefur um nokkurt skeið unnið að gerð allumfangsmikils kosningakerfahermis, sem er hugbúnaður til að prófa gæði aðferða til að úthluta þingsætum í tvívíðu kosningakerfi eins og því íslenska. Hermirinn er nú tilbúinn til notkunar og var hann kynntur í dag á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík. Kosningakerfaherminum er ætlað að auðvelda vinnu við breytingar á kosningakerfum og gera fræðilegar athuganir á þeim.

„Það er hægt að setja inn allskonar hugmyndir um það hvernig kosningakerfi maður vill hafa. Það er örugglega komið að því núna að það verði farið að endurskoða kosningalögin á Alþingi, en það er gert á 20 til 30 ára fresti og það eru að verða komin 20 ár síðan síðast,“ segir Þorkell Helgason stærðfræðingur, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að gerð hermisins.

Þorkell hefur verið viðriðinn vinnu við kosningakerfi, sem ráðgjafi þingsins, frá árinu 1982 og er því nokkuð vel að sér í því hverju eru verið að leita eftir.

„Menn vilja prófa alls konar möguleika og spyrja gjarnan hvernig þetta hefði komið út í ákveðnum kosningum. Ég hef alltaf lagt áherslu á að það sé varhugavert að nota raunverulegar kosningar sem prófun. Það getur villt mönnum sýn. Allir eru haldnir einhverjum fordómum um hvernig útkoman hefði átt að vera. Því er betra að nota tilbúin kosningaúrslit við prófun á nýjum kosningakerfum.“

Hægt er að gera allskonar mælingar

En hvað gerir hugbúnaðurinn nákvæmlega?

„Þetta er tæki þar sem notandinn prófar hugmyndir sínar um breytta kjördæmaskipan eða breytt úthlutunarákvæði. Hann getur síðan gengið út frá raunverulegum kosningum sem útgangspunkti en síðan býr kerfið til mörg, þess vegna 10 þúsund, eintök af kosningum í líkingu við þær með slembibreytingum. Þau úrslit sem koma upp eru ekki út í hött heldur í námunda við það sem hefur gerst. Svo geta menn gert allskonar mælingar. Eins og hvort náðst hafi jöfnuður á milli flokka og fleira af því tagi,“ útskýrir Þorkell.

Áhugi Þorkels á þessum útreikningum er einkum fræðilegs eðlis, en hann segir útreikninga við útdeilingu á jöfnunarsætum mjög skemmtilega stærðfræði.

„Ég hef verið að dunda mér við það í mörg ár, ásamt sænskum félaga mínum, að þróa fræðin en okkur vantaði tæki til að prófa okkar hugmyndir. Svo kom í ljós að það eru fleiri sem hafa áhuga á þessu, þannig þetta er nettur hópur, aðallega tölvu- og stærðfræðingar. Við höfum beðið með að hleypa stjórnmálamönnum í þetta,“ segir Þorkell hlæjandi um hópinn sem stendur á bak við kosningakerfaherminn. „Við vildum fyrst klára okkar verkfæri áður en þeir fengju þetta í hendurnar,“ bætir hann við. „En svo er hugmyndin að þetta verði aðgengilegt. Við erum ekki að gera þetta fyrir neinn eða til þess að reka áróður fyrir einhverjum sérstökum breytingum. Það er ekki okkar hlutverk.“

Kerfið verður að vera gegnsætt

Ef tekið er mið af eðlilegum kröfum um það hvernig kosningakerfi á að virka, þá er hægt að sanna að það er bara til ein rétt aðferð til að útdeila jöfnunarsætum, en það er fræðilega erfiðasti hluti úthlutunarferlisins, að sögn Þorkels. Hún er hins vegar svo flókin að erfitt er að útskýra hana fyrir öðrum en stærðfræðingum og því illmögulegt að nota hana.

„Hin fullkomna aðferð er til, en að mínu mati og að fenginni reynslu eftir að hafa ráðlagt þingmönnum um áratugaskeið um þetta efni, þá verður kerfið að vera gegnsætt. Það er ekki nóg að segja að þetta sé stærðfræðilega rétt og í lagi. Þetta sé besta lausnin. Það verður að vera hægt að skilja hana líka. Vandinn er sá að þeim mun meiri sem gæðakröfurnar eru, því nær sem við erum bestu lausninni, þeim mun flóknara verður þetta. Málið snýst því um að fara í einhverjar málamiðlanir,“ segir Þorkell. Og þá er gott að hafa aðgang að kosningakerfahermi til að prófa gæði aðferða, bæði fyrir fræðimenn – en líka fyrir stjórnmálamenn.

Í sumar vann Martha Guðrún Bjarnadóttir, nemi við Háskólann í Reykjavík, að forritun kosningakerfahermisins, en hún var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

mbl.is

Innlent »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í gær, 21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

Í gær, 20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

Í gær, 20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

Í gær, 19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

Í gær, 18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

Í gær, 17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

Í gær, 17:18 Upp kom vélarbilun í tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

Í gær, 16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

Í gær, 16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn Jan Fabre, sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

Í gær, 15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónasar Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

Í gær, 14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

Í gær, 13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

Í gær, 13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

Í gær, 12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

Í gær, 11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »