Hótuðu að drepa mann og kærustu hans

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa veist að karlmanni með ofbeldi og hótunum á bifreiðastæði bak við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Er annar hinna ákærðu ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið manninn með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlit og höfuð og sparkaði í fótleggi hans.

Þá hótuðu báðir ákærðu manninum að drepa hann „og grafa í holu úti í sveit“ auk þess að „búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans,“ eins og það er orðað í ákærunni.

Að lokum tóku hinir ákærðu úlpu, síma og 4.000 krónur í reiðufé af manninum. Er farið fram á að mennirnir verði báðir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert