Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir niðurstöðu kosninganna í Svíþjóð ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta sýnir að landslagið er að breytast. Þarna fá Svíþjóðardemókratar, sem eru mjög öfgakenndur flokkur, sínar bestu niðurstöður frá upphafi,“ segir hún.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, talaði eftir kosningarnar um að blokkakerfið væri í raun og veru dautt og að mikilvægt væri að þeir sem hefðu sameiginlega sýn á tiltekin gildi frelsis og lýðræðis ynnu saman.

Katrín tekur undir þetta og segir ljóst að flokkar til hægri og vinstri þurfi að vinna saman og finna málamiðlanir og grundvöll í samstarfi sem endurspegli ákveðna sýn.

Samsett mynd af Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristerssson, leiðtoga ...
Samsett mynd af Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristerssson, leiðtoga Moderaterna, og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. AFP

Íslenska stjórnarsamstarfið vakið mikla athygli 

Spurð hvort staða mála í Svíþjóð minni ekki á stöðuna sem hefur verið hérlendis undanfarin ár varðandi samstarf frá hægri til vinstri nefnir hún að í stjórnarmyndunarviðræðunum hérlendis 2016 hafi margar tilraunir verið gerðar til að ná saman í breyttu landslagi með fleiri flokkum. „Þetta sýnir að flokkar þurfa að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi eftir kosningar eins og við gerðum,“ segir hún og á við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem var mynduð í lok síðasta árs.

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í stjórnarmyndunarviðræðum ...
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í stjórnarmyndunarviðræðum í lok síðasta árs. mbl.is/Hari

Katrín bendir á að núverandi stjórnarsamstarf hafi vakið mikla athygli erlendis, þar á meðal á hinum löndunum á Norðurlöndunum, meðal annars vegna þeirrar þróunar sem hefur verið víða í Evrópu.

„Við höfum verið spurð töluvert út í hvernig þetta gangi því margir sjá þetta sem tækifæri til að vinna gegn auknum klofningi í samfélögum þar sem stjórnmálaflokkar skiptast í tvö ólík lið sem tala ekki saman. Margir hafa séð þetta samstarf hér á landi sem aðra leið.“

Ýmislegt hefur verið ritað í sænsku blöðunum um kosningarnar í ...
Ýmislegt hefur verið ritað í sænsku blöðunum um kosningarnar í gær. AFP

Einföld svör við flóknum viðfangsefnum 

Svíþjóðardemókratar hlutu tæp 18% atkvæða í kosningunum í gær en ólíklegt þykir samt að flokkurinn komist í ríkisstjórn vegna þess hversu umdeildur hann er vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum.

Innt eftir því hvort hún hafi almennt séð áhyggjur af þróun mála í stjórnmálunum í ljósi aukins fylgis flokksins, segist Katrín að sjálfsögðu hafa áhyggjur af flokkum með slík gildi.

„Þeir hafa beinlínis verið tengdir við nýnasistahreyfinguna og ná þessum mikla árangri með því að vera alltaf með einföld svör við flóknum viðfangsefnum sem kalla á flóknari svör, sem kannski að einhverju leyti skýrir þetta fylgi. Um leið held ég að þetta sýni nauðsyn þess að flokkar séu reiðubúnir til að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi við aðra flokka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæđismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Dansíþróttafélag leitar að æfingaaðstöðu
Dansíþróttafélag óskar eftir æfingaaðstöðu fyrir iðkendur sína. Veislusalir og ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...