Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir niðurstöðu kosninganna í Svíþjóð ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta sýnir að landslagið er að breytast. Þarna fá Svíþjóðardemókratar, sem eru mjög öfgakenndur flokkur, sínar bestu niðurstöður frá upphafi,“ segir hún.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, talaði eftir kosningarnar um að blokkakerfið væri í raun og veru dautt og að mikilvægt væri að þeir sem hefðu sameiginlega sýn á tiltekin gildi frelsis og lýðræðis ynnu saman.

Katrín tekur undir þetta og segir ljóst að flokkar til hægri og vinstri þurfi að vinna saman og finna málamiðlanir og grundvöll í samstarfi sem endurspegli ákveðna sýn.

Samsett mynd af Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristerssson, leiðtoga ...
Samsett mynd af Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristerssson, leiðtoga Moderaterna, og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. AFP

Íslenska stjórnarsamstarfið vakið mikla athygli 

Spurð hvort staða mála í Svíþjóð minni ekki á stöðuna sem hefur verið hérlendis undanfarin ár varðandi samstarf frá hægri til vinstri nefnir hún að í stjórnarmyndunarviðræðunum hérlendis 2016 hafi margar tilraunir verið gerðar til að ná saman í breyttu landslagi með fleiri flokkum. „Þetta sýnir að flokkar þurfa að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi eftir kosningar eins og við gerðum,“ segir hún og á við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem var mynduð í lok síðasta árs.

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í stjórnarmyndunarviðræðum ...
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í stjórnarmyndunarviðræðum í lok síðasta árs. mbl.is/Hari

Katrín bendir á að núverandi stjórnarsamstarf hafi vakið mikla athygli erlendis, þar á meðal á hinum löndunum á Norðurlöndunum, meðal annars vegna þeirrar þróunar sem hefur verið víða í Evrópu.

„Við höfum verið spurð töluvert út í hvernig þetta gangi því margir sjá þetta sem tækifæri til að vinna gegn auknum klofningi í samfélögum þar sem stjórnmálaflokkar skiptast í tvö ólík lið sem tala ekki saman. Margir hafa séð þetta samstarf hér á landi sem aðra leið.“

Ýmislegt hefur verið ritað í sænsku blöðunum um kosningarnar í ...
Ýmislegt hefur verið ritað í sænsku blöðunum um kosningarnar í gær. AFP

Einföld svör við flóknum viðfangsefnum 

Svíþjóðardemókratar hlutu tæp 18% atkvæða í kosningunum í gær en ólíklegt þykir samt að flokkurinn komist í ríkisstjórn vegna þess hversu umdeildur hann er vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum.

Innt eftir því hvort hún hafi almennt séð áhyggjur af þróun mála í stjórnmálunum í ljósi aukins fylgis flokksins, segist Katrín að sjálfsögðu hafa áhyggjur af flokkum með slík gildi.

„Þeir hafa beinlínis verið tengdir við nýnasistahreyfinguna og ná þessum mikla árangri með því að vera alltaf með einföld svör við flóknum viðfangsefnum sem kalla á flóknari svör, sem kannski að einhverju leyti skýrir þetta fylgi. Um leið held ég að þetta sýni nauðsyn þess að flokkar séu reiðubúnir til að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi við aðra flokka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

05:30 „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...