Örvandi lyf notuð til að auka námsárangur

Rítalín er örvandi lyf og er nokkuð algengt að það …
Rítalín er örvandi lyf og er nokkuð algengt að það sé misnotað. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Um 20% háskólanema hafa notað örvandi efni án fengins lyfseðils, samkvæmt könnun Jönu Rósar Reynisdóttur, deildarstjóra upplýsingadeildar Lyfjastofnunar. Flestir þeirra nota lyfin í þeirri von að geta einbeitt sér betur við undirbúning prófa.

Jana segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, enda sé gild ástæða fyrir því að lyfjunum sé ávísað til persónulegra nota.

Jana ræddi einnig við háskólanemendur sem nota ávanabindandi lyf en að þeirra sögn er algengast að þeir afli lyfjanna hjá einhverjum sem hefur fengið þau með lögmætum hætti.

Vonir eru bundnar við að neysla ávanabindandi lyfja muni minnka í kjölfar nýrrar reglugerðar velferðarráðuneytisins. Samkvæmt henni má einungis ávísa ávana- og fíknilyfjum rafrænt, frá og með 1. september, að því er fram kemur í umfjöllun um lyfjanotkun þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert