Stefna að bensín- og dísilbílabanni 2030

Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá ...
Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá bensín- og díselbíla á Íslandi árið 2030. mbl.is/Árni Sæberg

Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orkuskiptum í vegasamgöngum, sem hefur það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis leggist á endanum af.

Raunhæft er talið að stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið á Íslandi fyrir miðja þessa öld, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni.

Í aðgerðaáætlun stjórnvalda segir að samfara þessu banni við nýskráningum bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði þó gætt sérstaklega að hugsanlegum undanþágum. Mögulega verði þannig gerðar undanþágur, með vísan til byggðasjónarmiða, á þeim svæðum þar sem erfitt væri að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu.

Með því að stefna að þessu banni við sölu bíla sem ganga einungis fyrir bensíni og dísilolíu myndi Ísland feta í fótspor ríkja á borð við Frakkland  og Bretland, en ríkisstjórnir beggja tilkynntu í fyrra að stefnt yrði að hinu sama frá árinu 2040.

Skoða að úrelda eldri bíla

Í aðgerðaáætluninni segir einnig að gerð verði úttekt á mögulegum ávinningi þess að ráðast í tímabundið átak við „úreldingu“ bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum.

„Við úreldinguna yrði horft til aldurs og eyðslu bílanna. Metið verður hvort tímabundið átak sé líklegt til að skila sama eða meiri árangri en ef sömu upphæð yrði varið til styrkingar innviða fyrir loftslagsvæna bíla. Horft verður til reynslu annarra sem sett hafa upp slík stuðningsverkefni,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.

Þar kemur einnig fram að ríkið ætli að verða leiðandi í að samfélaginu þegar kemur að hlutfalli visthæfra bíla og að þeim verði fjölgað „eins hratt og mögulegt er“, með kröfum um að ríkið kaupi ætíð rafbíl eða annað visthæft ökutæki er bílaflotinn er endurnýjaður.

Minnka losun frá vegasamgöngum um helming

Stefnt er að því að losun koltvísýrings frá vegasamgöngum á Íslandi verði árið 2030 um það bil helmingi minni en nú er, eða 500.000 tonn árið 2030 í stað nærri milljón tonna nú.

„Reiknað er með að þessu markmiði verði náð einkum með stórauknu hlutfalli rafbíla og annarra vistvænna ökutækja í bílaflotanum,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem stefna að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum verði orðið 40% árið 2030.

Markmiðið er að losun frá vegasamgöngum árið 2030 verði um ...
Markmiðið er að losun frá vegasamgöngum árið 2030 verði um helmingi minni en hún er nú. Graf/Umhverfisráðuneytið

Það eru þó ekki bara orkuskiptin sem ætlað er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Efling almenningssamgangna, hjólreiða og göngu sem samgöngumáta er einnig sögð mikilvægur þáttur í að draga úr losuninni.

„Huga þarf að samgöngumiðuðu skipulagi sem gerir aðra ferðamáta en einstaklingsbíla að raunhæfum valkostum. Samtímis er mikilvægt að breyta ferðavenjum, gera þær fjölbreyttari með öflugum almenningssamgöngum, deilihagkerfislausnum og styrkingu innviða fyrir gangandi og hjólandi,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.

mbl.is

Innlent »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...