Stefna að bensín- og dísilbílabanni 2030

Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá ...
Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá bensín- og díselbíla á Íslandi árið 2030. mbl.is/Árni Sæberg

Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orkuskiptum í vegasamgöngum, sem hefur það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis leggist á endanum af.

Raunhæft er talið að stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis alfarið á Íslandi fyrir miðja þessa öld, samkvæmt því sem fram kemur í aðgerðaáætluninni.

Í aðgerðaáætlun stjórnvalda segir að samfara þessu banni við nýskráningum bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði þó gætt sérstaklega að hugsanlegum undanþágum. Mögulega verði þannig gerðar undanþágur, með vísan til byggðasjónarmiða, á þeim svæðum þar sem erfitt væri að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu.

Með því að stefna að þessu banni við sölu bíla sem ganga einungis fyrir bensíni og dísilolíu myndi Ísland feta í fótspor ríkja á borð við Frakkland  og Bretland, en ríkisstjórnir beggja tilkynntu í fyrra að stefnt yrði að hinu sama frá árinu 2040.

Skoða að úrelda eldri bíla

Í aðgerðaáætluninni segir einnig að gerð verði úttekt á mögulegum ávinningi þess að ráðast í tímabundið átak við „úreldingu“ bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í því skyni að flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum.

„Við úreldinguna yrði horft til aldurs og eyðslu bílanna. Metið verður hvort tímabundið átak sé líklegt til að skila sama eða meiri árangri en ef sömu upphæð yrði varið til styrkingar innviða fyrir loftslagsvæna bíla. Horft verður til reynslu annarra sem sett hafa upp slík stuðningsverkefni,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.

Þar kemur einnig fram að ríkið ætli að verða leiðandi í að samfélaginu þegar kemur að hlutfalli visthæfra bíla og að þeim verði fjölgað „eins hratt og mögulegt er“, með kröfum um að ríkið kaupi ætíð rafbíl eða annað visthæft ökutæki er bílaflotinn er endurnýjaður.

Minnka losun frá vegasamgöngum um helming

Stefnt er að því að losun koltvísýrings frá vegasamgöngum á Íslandi verði árið 2030 um það bil helmingi minni en nú er, eða 500.000 tonn árið 2030 í stað nærri milljón tonna nú.

„Reiknað er með að þessu markmiði verði náð einkum með stórauknu hlutfalli rafbíla og annarra vistvænna ökutækja í bílaflotanum,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem stefna að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum verði orðið 40% árið 2030.

Markmiðið er að losun frá vegasamgöngum árið 2030 verði um ...
Markmiðið er að losun frá vegasamgöngum árið 2030 verði um helmingi minni en hún er nú. Graf/Umhverfisráðuneytið

Það eru þó ekki bara orkuskiptin sem ætlað er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Efling almenningssamgangna, hjólreiða og göngu sem samgöngumáta er einnig sögð mikilvægur þáttur í að draga úr losuninni.

„Huga þarf að samgöngumiðuðu skipulagi sem gerir aðra ferðamáta en einstaklingsbíla að raunhæfum valkostum. Samtímis er mikilvægt að breyta ferðavenjum, gera þær fjölbreyttari með öflugum almenningssamgöngum, deilihagkerfislausnum og styrkingu innviða fyrir gangandi og hjólandi,“ segir í aðgerðaáætlun stjórnvalda.

mbl.is

Innlent »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »

Bækurnar eru ekki aðalatriðið

Í gær, 20:45 „Bókasöfn eru að breytast; bækurnar eru vissulega áberandi en ekki lengur aðalatriðið,“ segir Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður í Reykjavík. Meira »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

Í gær, 19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

Í gær, 19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 milljónir til neyðaraðstoðar í Jemen

Í gær, 19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

Í gær, 18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

Í gær, 17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

Í gær, 17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...