29 milljarða tekjuafgangur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2018.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2018. mbl.is/​Hari

Gert er ráð fyrir að afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði 1% af vergri landsframleiðslu árið 2019, eða um 29 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 sem verður lagt fram á Alþingi í dag.

Þetta er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar og fjármálaáætlunarinnar en rekstur ríkissjóðs hefur verið jákvæður síðustu ár þrátt fyrir verulegan vöxt útgjalda.

Alls aukast heildargjöld ríkissjóðs milli ára um 7% að nafnvirði, eða um ríflega 55 milljarða króna. Á móti er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um tæplega 52 milljarða.

Framlög til heilbrigðismála verða aukin og vega þar þyngst framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. 

Hækkun framlaga til heilbrigðismála milli 2018 og 2019 nemur 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 

Heildarhækkun framlaga til félags- húsnæðis- og tryggingamála nemur 13,3 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 

Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á blaðamannafundi að staða ríkissjóðs sé traustari en verið hefur um árabil. Landsframleiðsla hafi aldrei verið meiri og að skuldir hafi lækkað hraðar en búist var við.

Bætt staða mun gera ríkisstjórninni kleift að ráðast í uppbyggingu innviða og auka framlög til ýmissa mikilvægra málafloka.

Skuldir lækkað um 10 milljónir á klukkustund

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 658 milljarða króna á sex árum og og hlutfall þeirra af landsframleiðslu lækkað úr 86%, þegar það var hæst árið 2011, í 31% í lok þessa árs.

Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 88 milljarða króna en það samsvarar því að skuldir hafi lækkað um 10 miljónir á klukkustund.  Vegna þessara aðgerða munu skuldir ríkissjóðs fara undir viðmið fjármálareglna um opinber fjármál í fyrsta sinn árið 2019. Útlit er fyrir að hrein vaxtagjöld verði um 26 milljörðum lægri árið 2019 en árið 2011.

5,5 milljarða aukning til samgöngumála 

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021 sem verður fjármagnað með tímabundnum umframarðgreiðslum fjármálafyrirtækja líkt og var boðað í gildandi fjármálaáætlun. Reiknað er með að framlög til samgöngu- og fjarskiptamála verði aukin um 9% á árinu 2019 en framlög til málaflokksins verða ríflega 43,6 milljarðar króna. 

Af öðrum stærri fjárfestingarverkefnum má nefna fyrstu framlög til kaupa á nýjum þyrlum fyrr Landhelgisgæsluna. Gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2022, auk uppbyggingar Húss íslenskunnar. 

Þrátt fyrir að hægist á vexti er hann enn umtalsverður og talsvert meiri en flest þróuð hagkerfi í Evrópu geta vænst. Staða efnahagsmála telst góð á flesta mælikvarða eins og enduspeglast í mati lánshæfisfyrirtækjanna á ríkissjóði en lánshæfiseinkunn Íslands hefur jafnt og þétt hækkað síðustu ár.

„Nú fer að hægja um í hagkerfinu“

„Nú fer að hægja um í hagkerfinu. Þar af leiðandi er ekki hægt að gera ráð fyrir því að ríkissjóður geti staðið fyrir jafnmiklum útgjaldavexti og við höfum séð undanfarin ár,“ sagði Bjarni á fundinum.

Hann sagði tíma kominn til að meta stöðuna upp á nýtt og leggjast í endurmat útgjalda en nefndi að áfram væri svigrúm ef grípa til ákveðinna ráðstafana, til dæmis með sölu eigna ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Herða eftirlit eftir slys

14:47 Umhverfisstofnun ætlar í víðtækt eftirlit með stíflueyðum í næsta mánuði. Þá verður skoðað hvort merkingar séu í lagi og tappar með barnalæsingum. Ekki er sérstakt eftirlit með því hver kaupir stíflueyði og ekkert aldurstakmark. Meira »

Yngri bursta tennurnar sjaldnar

14:47 Fjórðungur Íslendinga burstar tennurnar einu sinni á dag og eru konur líklegri en karlar til þess að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á því hversu oft Íslendingar bursta tennurnar á hverjum degi. Meira »

40 milljónir vegna langveikra barna

14:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Landspítalanum 40 milljónir króna til að koma á fót sérstöku stuðningsteymi fyrir langveik börn með miklar stuðningsþarfir, meðal annars vegna sjaldgæfra sjúkdóma. Meira »

Skjótfenginn gróði er grunsamlegur

13:38 Falsfrétt um þekkta Íslendinga sem sagt er að hafi grætt ótrúlegar upphæðir á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin er í umferð á Facebook. Meira »

Byssubróðir aftur ákærður

13:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Marcin Nabakowski fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í júlí í fyrra, en Marcin er þekktur ásamt bróður sínum fyrir að koma að byssumáli í Breiðholti árið 2016. Meira »

Borgarís fyrir mynni Eyjafjarðar

13:02 Myndarlegur borgarís er nú í mynni Eyjafjarðar. Mikið hefur kurlast úr honum og varar Landhelgisgæslan við að klakabrotin geti reynst hættuleg í myrkri. Meira »

Skaut óvart úr riffli á lögreglustöð

13:01 Óhapp varð þegar lögregluþjónn skaut óvart úr riffli inni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl. Ítarlega var farið yfir atvikið og þjálfun lögregluþjóna í handlagningu skotvopna. Meira »

Starfsgetumat komið illa út í Danmörku

12:02 „Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Meira »

„Við erum kátir með veiðarnar“

11:55 „Það er haustbragur á veiðum skipanna og það hefur aflast vel. Vestmannaey landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Vestmannaey hóf veiðar í túrnum út af Suðausturlandi en færði sig svo á Austfjarðamið,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins. Meira »

Einn á slysadeild eftir umferðarslys

11:33 Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp á ellefta tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík þegar tveir bílar lentu saman. Meira »

Fagna því að fá göngin í ríkiseigu

11:33 Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim áfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar 11. júlí 1998. Meira »

Endurvekja þarf traust OR

11:04 Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir gegn dýralæknum

11:01 Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir grófar og heiftúðugar hótanir gegn starfsfólki á dýralæknastöð eftir að hann fór með hund í skoðun þar. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa flutt inn til landsins tvo brúsa af piparúða og stera. Meira »

Missum ungt fólk af vinnumarkaði

10:55 „Við erum að missa ungt fólk af vinnumarkaði og svipta það tækifærum í lífinu,“ segir blaðakonan Guðrún Hálfdánardóttir um stöðu geðheilbrigðismála sem hún hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Þetta sé hægt að koma í veg fyrir ef fólk fær svigrúm, stuðning og rétta aðstoð tímanlega. Meira »

13% heimila í vanskilum

10:52 Heimilum sem eru í vanskilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Meira »

Fái gjafsókn vegna kynferðisbrota

10:44 Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Meira »

Skýrsla Hannesar um hrunið komin á netið

10:32 Skýrsla Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­sonar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um er­lenda áhrifaþætti banka­hruns­ins er komin á netið. Hannes af­henti fjár­málaráðherra skýrsluna í gær eftir um fjög­ur ára vinnu. Meira »

Felldi þrjú dýr á mínútu

10:30 Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim og veiðiklúbbnum sínum T&T International. Meira »

Keppa í iðngreinum á Euroskills

10:24 Átta ungir Íslendingar hófu keppni á Euroskills í Búdapest í dag. Þar er keppt í fjölbreyttum iðngreinum, en Íslendingarnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu. Meira »