29 milljarða tekjuafgangur

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2018.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2018. mbl.is/​Hari

Gert er ráð fyrir að afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði 1% af vergri landsframleiðslu árið 2019, eða um 29 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 sem verður lagt fram á Alþingi í dag.

Þetta er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar og fjármálaáætlunarinnar en rekstur ríkissjóðs hefur verið jákvæður síðustu ár þrátt fyrir verulegan vöxt útgjalda.

Alls aukast heildargjöld ríkissjóðs milli ára um 7% að nafnvirði, eða um ríflega 55 milljarða króna. Á móti er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um tæplega 52 milljarða.

Framlög til heilbrigðismála verða aukin og vega þar þyngst framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. 

Hækkun framlaga til heilbrigðismála milli 2018 og 2019 nemur 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 

Heildarhækkun framlaga til félags- húsnæðis- og tryggingamála nemur 13,3 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 

Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á blaðamannafundi að staða ríkissjóðs sé traustari en verið hefur um árabil. Landsframleiðsla hafi aldrei verið meiri og að skuldir hafi lækkað hraðar en búist var við.

Bætt staða mun gera ríkisstjórninni kleift að ráðast í uppbyggingu innviða og auka framlög til ýmissa mikilvægra málafloka.

Skuldir lækkað um 10 milljónir á klukkustund

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 658 milljarða króna á sex árum og og hlutfall þeirra af landsframleiðslu lækkað úr 86%, þegar það var hæst árið 2011, í 31% í lok þessa árs.

Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 88 milljarða króna en það samsvarar því að skuldir hafi lækkað um 10 miljónir á klukkustund.  Vegna þessara aðgerða munu skuldir ríkissjóðs fara undir viðmið fjármálareglna um opinber fjármál í fyrsta sinn árið 2019. Útlit er fyrir að hrein vaxtagjöld verði um 26 milljörðum lægri árið 2019 en árið 2011.

5,5 milljarða aukning til samgöngumála 

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019 til 2021 sem verður fjármagnað með tímabundnum umframarðgreiðslum fjármálafyrirtækja líkt og var boðað í gildandi fjármálaáætlun. Reiknað er með að framlög til samgöngu- og fjarskiptamála verði aukin um 9% á árinu 2019 en framlög til málaflokksins verða ríflega 43,6 milljarðar króna. 

Af öðrum stærri fjárfestingarverkefnum má nefna fyrstu framlög til kaupa á nýjum þyrlum fyrr Landhelgisgæsluna. Gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2022, auk uppbyggingar Húss íslenskunnar. 

Þrátt fyrir að hægist á vexti er hann enn umtalsverður og talsvert meiri en flest þróuð hagkerfi í Evrópu geta vænst. Staða efnahagsmála telst góð á flesta mælikvarða eins og enduspeglast í mati lánshæfisfyrirtækjanna á ríkissjóði en lánshæfiseinkunn Íslands hefur jafnt og þétt hækkað síðustu ár.

„Nú fer að hægja um í hagkerfinu“

„Nú fer að hægja um í hagkerfinu. Þar af leiðandi er ekki hægt að gera ráð fyrir því að ríkissjóður geti staðið fyrir jafnmiklum útgjaldavexti og við höfum séð undanfarin ár,“ sagði Bjarni á fundinum.

Hann sagði tíma kominn til að meta stöðuna upp á nýtt og leggjast í endurmat útgjalda en nefndi að áfram væri svigrúm ef grípa til ákveðinna ráðstafana, til dæmis með sölu eigna ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...