Búið að veiða 125 hvali í ár

Kristján Loftsson kemst ekki á fund Alþjóða hvalveiði ráðsins.
Kristján Loftsson kemst ekki á fund Alþjóða hvalveiði ráðsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búið er að veiða 125 hvali á vertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., að veiðar hafi gengið ágætlega þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Hann segir að það fari eftir veðri hversu lengi verður haldið áfram, en veðurútlit sé ágætt næstu daga.

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hófst í gær í borginni Florianipolis sunnarlega í Brasilíu. Kristján sækir ekki þennan fund, en hann hefur setið alla ársfundi hvalveiðiráðsins frá árinu 1973 nema á því tímabili sem Ísland var ekki í ráðinu.

Um ástæður þess segir hann að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi í maí í vor bætt borginni þar sem fundurinn er haldinn við sem áhættusvæði vegna mýgulu. Hún er landlæg á svæðinu, en mýgula er hitabeltissjúkdómur sem berst með moskítóflugum. Kristján segist hafa kannað með bólusetningu gegn gulunni, en verið tjáð að þar sem hann væri orðinn sextugur fengi hann ekki bólusetningu vegna hættu á alvarlegum aukaverkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert