CLN-málinu vísað frá

Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, ...
Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, Almar Þór Möller, hdl. og aðstoðarmaður verjanda, Sigurður Einarsson og Gestur Jónsson hrl. og verjandi Sigurðar. mbl.is/Golli

Héraðsdómur hefur úrskurðað um að vísa CLN-málinu svokallaða frá dómi, en málið er einnig þekkt sem Chesterfield-málið. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar sem mun taka úrskurðinn fyrir síðar.

Málið er eitt af svokölluðum hrunmálum, en því voru stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað 508 milljónir evra frá ágúst til október 2008 til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Sagði saksóknari að markmiðið hefði verið að lækka skuldatryggingaálag bankans.

425 milljóna greiðsla setti málið í uppnám

Allir hinna ákærðu voru sýknaðir í héraðsdómi og var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir þar komu nýjar upplýsingar fram um að Deutsche bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hluta upphæðarinnar, eða 425 milljónir evra. Ekki komu þó fram ástæður þess að upphæðin var greidd.

Þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir taldi Hæstiréttur að rannsaka þyrfti þessi atriði betur þar sem það gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika væri fullnægt við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði fyrir sakfellingu yrðu talin fyrir hendi. Var sýknudómurinn og meðferð málsins í héraði því ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný. Hóf ákæruvaldið því rannsókn á málinu að nýju með það fyrir augum að fá glögga mynd af ástæðum þess að Deutsche bank greiddi þessar upphæðir til Kaupþings og félaganna tveggja.

Vita ekki með vissu af hverju þeir fengu 425 milljónir evra

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að héraðssaksóknari hafi ritað þrotabúi Kaupþings bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um ástæður greiðslna frá Deutsche bank til Kaupþings og félaganna Chesterfield og Partridge sem höfðu staðið í viðskiptunum á sínum tíma. „Kaupþing ehf. svaraði því til að það vissi ekki með vissu, eins og það er orðað, af hverju þýski bankinn hefði greitt þessar fjárhæðir,“ segir í úrskurðinum.

Héraðssaksóknari spurði þá á hvaða grundvelli þrotabú Kaupþing hefði reist málsóknir sínar á hendur þýska bankanum vegna viðskiptanna. Var gerð grein fyrir þremur dómsmálum sem Kaupþing hafði rekið gegn Deutsche bank. Þá sagði í svarinu að greiðslurnar til Kaupþings og félaganna hefðu verið til fulls og endanlegs uppgjörs vegna allra þeirra krafna sem bankinn og félögin hefðu haft uppi á hendur Deutsche bank í framangreindum dómsmálum.

Lögmaðurinn sagði greiðslurnar ekki skaðabætur

Héraðssaksóknari tók einnig skýrslu af lögmanni Deutsche bank sem sagði að gengið hefði verið til samningaviðræðna við þrotabúið og félögin tvö vegna málshöfðananna. Með greiðslunum hefði ekki falist viðurkenning á ólögmætri háttsemi Deusche bank. Sagði hann upphæðirnar hafa komið frá Kaupþingi og fjárhæðin að lokum niðurstaða af samningaviðræðum. Neitaði hann því til að greiðslurnar hefðu verið skaðabætur.

Verjendur ákærðu í málinu, þeirra Hreiðars Más Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fóru fram á að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, þar sem þeir töldu rannsóknina ekki svara þeim atriðum sem Hæstiréttur taldi að svara þyrfti. Spurðu þeir hvort stjórnendur Deutsche bank hefðu verið spurðir út í ákvörðun þess að greiða umræddar upphæðir til þrotabúsins. Sagði ákæruvaldið hins vegar gögnin tæmandi afrakstur lögreglurannsóknar.

Ákæruvaldið ekki rannsakað málið sem skyldi

Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki verði sé að leitað hafi verið eftir upplýsingum frá skiptastjórum Chesterfield og Partridge um greiðslurnar. Þá er vísað til þess að lögmaður Deutsche bank hafi í yfirheyrslunni annars vegar sagt að bankinn hefði greitt upphæðirnar til að bregðast við dómkröfum um riftun og skaðabætur, en síðar sagt að ekki væri um skaðabætur að ræða. Segir í úrskurðinum að lögmaðurinn hafi ekki verið spurður nánar út í þetta ósamræmi.

„Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafi ekki rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti.“ Er málið því á sama stað og er Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm og óskaði eftir frekari rannsókn. Telur héraðsdómur því að vísa þurfi málinu frá. Þarf ríkissjóður að greiða verjendum ákærðu tæplega þrjár milljónir vegna málsins.

mbl.is

Innlent »

„Við getum klárað það okkar á milli“

18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...