CLN-málinu vísað frá

Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, ...
Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, Almar Þór Möller, hdl. og aðstoðarmaður verjanda, Sigurður Einarsson og Gestur Jónsson hrl. og verjandi Sigurðar. mbl.is/Golli

Héraðsdómur hefur úrskurðað um að vísa CLN-málinu svokallaða frá dómi, en málið er einnig þekkt sem Chesterfield-málið. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar sem mun taka úrskurðinn fyrir síðar.

Málið er eitt af svokölluðum hrunmálum, en því voru stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað 508 milljónir evra frá ágúst til október 2008 til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Sagði saksóknari að markmiðið hefði verið að lækka skuldatryggingaálag bankans.

425 milljóna greiðsla setti málið í uppnám

Allir hinna ákærðu voru sýknaðir í héraðsdómi og var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir þar komu nýjar upplýsingar fram um að Deutsche bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hluta upphæðarinnar, eða 425 milljónir evra. Ekki komu þó fram ástæður þess að upphæðin var greidd.

Þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir taldi Hæstiréttur að rannsaka þyrfti þessi atriði betur þar sem það gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika væri fullnægt við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði fyrir sakfellingu yrðu talin fyrir hendi. Var sýknudómurinn og meðferð málsins í héraði því ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný. Hóf ákæruvaldið því rannsókn á málinu að nýju með það fyrir augum að fá glögga mynd af ástæðum þess að Deutsche bank greiddi þessar upphæðir til Kaupþings og félaganna tveggja.

Vita ekki með vissu af hverju þeir fengu 425 milljónir evra

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að héraðssaksóknari hafi ritað þrotabúi Kaupþings bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um ástæður greiðslna frá Deutsche bank til Kaupþings og félaganna Chesterfield og Partridge sem höfðu staðið í viðskiptunum á sínum tíma. „Kaupþing ehf. svaraði því til að það vissi ekki með vissu, eins og það er orðað, af hverju þýski bankinn hefði greitt þessar fjárhæðir,“ segir í úrskurðinum.

Héraðssaksóknari spurði þá á hvaða grundvelli þrotabú Kaupþing hefði reist málsóknir sínar á hendur þýska bankanum vegna viðskiptanna. Var gerð grein fyrir þremur dómsmálum sem Kaupþing hafði rekið gegn Deutsche bank. Þá sagði í svarinu að greiðslurnar til Kaupþings og félaganna hefðu verið til fulls og endanlegs uppgjörs vegna allra þeirra krafna sem bankinn og félögin hefðu haft uppi á hendur Deutsche bank í framangreindum dómsmálum.

Lögmaðurinn sagði greiðslurnar ekki skaðabætur

Héraðssaksóknari tók einnig skýrslu af lögmanni Deutsche bank sem sagði að gengið hefði verið til samningaviðræðna við þrotabúið og félögin tvö vegna málshöfðananna. Með greiðslunum hefði ekki falist viðurkenning á ólögmætri háttsemi Deusche bank. Sagði hann upphæðirnar hafa komið frá Kaupþingi og fjárhæðin að lokum niðurstaða af samningaviðræðum. Neitaði hann því til að greiðslurnar hefðu verið skaðabætur.

Verjendur ákærðu í málinu, þeirra Hreiðars Más Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fóru fram á að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, þar sem þeir töldu rannsóknina ekki svara þeim atriðum sem Hæstiréttur taldi að svara þyrfti. Spurðu þeir hvort stjórnendur Deutsche bank hefðu verið spurðir út í ákvörðun þess að greiða umræddar upphæðir til þrotabúsins. Sagði ákæruvaldið hins vegar gögnin tæmandi afrakstur lögreglurannsóknar.

Ákæruvaldið ekki rannsakað málið sem skyldi

Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki verði sé að leitað hafi verið eftir upplýsingum frá skiptastjórum Chesterfield og Partridge um greiðslurnar. Þá er vísað til þess að lögmaður Deutsche bank hafi í yfirheyrslunni annars vegar sagt að bankinn hefði greitt upphæðirnar til að bregðast við dómkröfum um riftun og skaðabætur, en síðar sagt að ekki væri um skaðabætur að ræða. Segir í úrskurðinum að lögmaðurinn hafi ekki verið spurður nánar út í þetta ósamræmi.

„Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafi ekki rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti.“ Er málið því á sama stað og er Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm og óskaði eftir frekari rannsókn. Telur héraðsdómur því að vísa þurfi málinu frá. Þarf ríkissjóður að greiða verjendum ákærðu tæplega þrjár milljónir vegna málsins.

mbl.is

Innlent »

Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

12:10 „Ég hef haft miklar áhyggjur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi auknar áhyggjur í sjálfu sér,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is um óvissustöðuna í tengslum við WOW Air. Meira »

Mörgum spurningum enn ósvarað

11:50 „Í fyrsta lagi talar ráðherrann um það að það þurfi þessa fjárheimild til þess að greiða rétt fram í tímann og síðan til þess að leiðrétta aftur í tímann, en fjármálaráðherra hefur sagt í ræðustól Alþingis að þetta stoppi ekki á fjárheimildum,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar. Meira »

Bilun hjá Reiknistofu bankanna

11:49 Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu Bankanna sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er engu að síður rétt. Meira »

„Smálán er ekkert smá lán“

11:16 27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára. Árið 2012 var hlutfallið 5%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Meira »

Ekkert amaði að fólkinu

10:58 Björgunarsveitarfólk kom að jeppafólki, sem var í vandræðum við Langjökul, á áttunda tímanum í morgun eftir um sex tíma ferðalag. Ekkert amar að fólkinu en svo virðist sem bíll eða bílar hafi bilað eða þeir fest sig. Meira »

Um 150 bílar stöðvaðir við eftirlit

10:47 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 150 bifreiðir á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík í gærkvöld í hefðbundnu umferðareftirliti. Allir ökumenn reyndust hafa sitt á hreinu nema einn sem ók sviptur ökuréttindum. Meira »

Stefnt að leiðréttingu bóta á næsta ári

10:34 Tryggingastofnun getur ekki leiðrétt greiðslu örorkubóta til þeirra sem fengu greiðslur sínar skertar á grundvelli rangra útreikninga stofnunarinnar fyrr en fyrir því hefur verið veitt fjárheimild. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á fundi velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Leiðakerfisbreytingar Strætó 26. og 27. mars

10:33 Þann 26. og 27. mars taka leiðakerfisbreytingar hjá Strætó gildi vegna framkvæmda NLSH við Gömlu Hringbraut. Tafir á framkvæmdum hafa seinkað leiðakerfisbreytingunum, en þær áttu upphaflega að taka gildi í byrjun janúar. Meira »

Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti

10:20 Aðkoma Samgöngustofu er varðar eftirlit með fjárreiðum flugrekenda snýr að því að tryggja það að flugöryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Meira »

Taka daginn í viðræðurnar

10:16 Fundur hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...