CLN-málinu vísað frá

Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, ...
Frá aðalmeðferð í héraðsdómi í Chesterfield-málinu. F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson, Almar Þór Möller, hdl. og aðstoðarmaður verjanda, Sigurður Einarsson og Gestur Jónsson hrl. og verjandi Sigurðar. mbl.is/Golli

Héraðsdómur hefur úrskurðað um að vísa CLN-málinu svokallaða frá dómi, en málið er einnig þekkt sem Chesterfield-málið. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar sem mun taka úrskurðinn fyrir síðar.

Málið er eitt af svokölluðum hrunmálum, en því voru stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað 508 milljónir evra frá ágúst til október 2008 til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Sagði saksóknari að markmiðið hefði verið að lækka skuldatryggingaálag bankans.

425 milljóna greiðsla setti málið í uppnám

Allir hinna ákærðu voru sýknaðir í héraðsdómi og var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir þar komu nýjar upplýsingar fram um að Deutsche bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hluta upphæðarinnar, eða 425 milljónir evra. Ekki komu þó fram ástæður þess að upphæðin var greidd.

Þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir taldi Hæstiréttur að rannsaka þyrfti þessi atriði betur þar sem það gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika væri fullnægt við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði fyrir sakfellingu yrðu talin fyrir hendi. Var sýknudómurinn og meðferð málsins í héraði því ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný. Hóf ákæruvaldið því rannsókn á málinu að nýju með það fyrir augum að fá glögga mynd af ástæðum þess að Deutsche bank greiddi þessar upphæðir til Kaupþings og félaganna tveggja.

Vita ekki með vissu af hverju þeir fengu 425 milljónir evra

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að héraðssaksóknari hafi ritað þrotabúi Kaupþings bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um ástæður greiðslna frá Deutsche bank til Kaupþings og félaganna Chesterfield og Partridge sem höfðu staðið í viðskiptunum á sínum tíma. „Kaupþing ehf. svaraði því til að það vissi ekki með vissu, eins og það er orðað, af hverju þýski bankinn hefði greitt þessar fjárhæðir,“ segir í úrskurðinum.

Héraðssaksóknari spurði þá á hvaða grundvelli þrotabú Kaupþing hefði reist málsóknir sínar á hendur þýska bankanum vegna viðskiptanna. Var gerð grein fyrir þremur dómsmálum sem Kaupþing hafði rekið gegn Deutsche bank. Þá sagði í svarinu að greiðslurnar til Kaupþings og félaganna hefðu verið til fulls og endanlegs uppgjörs vegna allra þeirra krafna sem bankinn og félögin hefðu haft uppi á hendur Deutsche bank í framangreindum dómsmálum.

Lögmaðurinn sagði greiðslurnar ekki skaðabætur

Héraðssaksóknari tók einnig skýrslu af lögmanni Deutsche bank sem sagði að gengið hefði verið til samningaviðræðna við þrotabúið og félögin tvö vegna málshöfðananna. Með greiðslunum hefði ekki falist viðurkenning á ólögmætri háttsemi Deusche bank. Sagði hann upphæðirnar hafa komið frá Kaupþingi og fjárhæðin að lokum niðurstaða af samningaviðræðum. Neitaði hann því til að greiðslurnar hefðu verið skaðabætur.

Verjendur ákærðu í málinu, þeirra Hreiðars Más Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fóru fram á að málinu yrði vísað frá héraðsdómi, þar sem þeir töldu rannsóknina ekki svara þeim atriðum sem Hæstiréttur taldi að svara þyrfti. Spurðu þeir hvort stjórnendur Deutsche bank hefðu verið spurðir út í ákvörðun þess að greiða umræddar upphæðir til þrotabúsins. Sagði ákæruvaldið hins vegar gögnin tæmandi afrakstur lögreglurannsóknar.

Ákæruvaldið ekki rannsakað málið sem skyldi

Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki verði sé að leitað hafi verið eftir upplýsingum frá skiptastjórum Chesterfield og Partridge um greiðslurnar. Þá er vísað til þess að lögmaður Deutsche bank hafi í yfirheyrslunni annars vegar sagt að bankinn hefði greitt upphæðirnar til að bregðast við dómkröfum um riftun og skaðabætur, en síðar sagt að ekki væri um skaðabætur að ræða. Segir í úrskurðinum að lögmaðurinn hafi ekki verið spurður nánar út í þetta ósamræmi.

„Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafi ekki rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur taldi að rannsaka þyrfti.“ Er málið því á sama stað og er Hæstiréttur ómerkti fyrri dóm og óskaði eftir frekari rannsókn. Telur héraðsdómur því að vísa þurfi málinu frá. Þarf ríkissjóður að greiða verjendum ákærðu tæplega þrjár milljónir vegna málsins.

mbl.is

Innlent »

Konur hvattar til að ganga út 24. október

10:59 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!“ verður yfirskrift kvennafrídagsins 24. október næstkomandi. BSRB, heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hvetja konur til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli sem hefst klukkan 15:30. Að fundinum standa samtök kvenna og samtök launafólks. Meira »

Vilja lækka skatta á tíðavörur

10:50 Tíðavörur og getnaðarvarnir falla í lægra þrep virðisaukaskatts, verði nýtt frumvarp, sem þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram, samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Píratar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meira »

Gera strandhögg í austri og vestri

10:27 Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi. Meira »

Innkalla hnetur vegna sveppaeiturs yfir mörkum

10:21 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greinir frá því að búið sé að innkalla Delicata Brasilíuhnetur vegna þess að sveppaeitrið aflatoxín greindist í hnetunum yfir mörkum. Meira »

Alltaf óheppilegt að valda óánægju

10:11 „Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir,“ segir starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum. Meira »

Vala Pálsdóttir endurkjörin formaður LS

09:48 Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í gær. Alls taka 28 konur víðs vegar af landinu sem hafa fjölbreyttan feril og búa að víðtækri reynslu sæti í stjórn og varastjórn. Meira »

Kona fer í stríð Óskarsframlag Íslands

09:41 Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af félögum í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær. Meira »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúma 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum settir afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...