Dreymir um að töfravæða Ísland

Einar Mikael segir það mjög gefandi að sjá einlæga undrun …
Einar Mikael segir það mjög gefandi að sjá einlæga undrun barnanna þegar þau sjá töfrabrögð.

Galdramaðurinn Einar Mikael Sverrisson hefur opnað Galdraskólann sinn að nýju eftir þriggja ára hlé. Skólinn var afar vel sóttur á sínum tíma og hefur Einar kennt yfir 12.000 börnum ýmis töfrabrögð á síðustu árum.

Sjálfur byrjaði Einar ekki að galdra fyrr en hann var 22 ára gamall en hann segir það mjög gefandi að leyfa yngri kynslóðinni að fá innsýn í heim töfranna.

„Ég átti mér tvo drauma þegar ég var yngri: að verða smiður eins og pabbi og kaupa mér íbúð. Ég ákvað þetta þegar ég var 11 ára og náði þessum markmiðum þegar ég var 21 árs. Síðan kom einhver maður í sjónvarpinu og sagði „Guð blessi Ísland“ og þá hrundi allt. Það var enga smíðavinnu að fá og þá uppgötvaði ég þennan stórkostlega hlut. Ég fékk töfra inn í líf mitt og hef verið að vinna við þetta síðastliðin níu ár; að töfravæða Ísland, gleðja fólk og koma því á óvart,“ segir Einar.

Sjá viðtal við Einar Mikael í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert