Handtekinn fyrir greiðslukortasvik

Maðurinn er sagður hafa ferðast vítt og breitt um heiminn …
Maðurinn er sagður hafa ferðast vítt og breitt um heiminn með því að greiða fyrir flugfargjöld með stolnum kortaupplýsingum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Erlendur karlmaður var handtekinn í lok síðasta mánaðar vegna meintra greiðslukortasvika við kaup á flugmiðum. Var hann í gæsluvarðhaldi til 5. september og var hann í kjölfarið úrskurðaður í farbann vegna málsins til 10. september.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa notað flugmiða sem keyptir voru með stolnum kortaupplýsingum og ferðast með þeim hætti vítt og breitt um heiminn. Hann á meðal annars yfir höfði sér bótakröfur frá flugfélögum sem hann hefur ferðast með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert