Heimild til að selja forláta fiðlu
Fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fylgja að venju ýmsar heimildir til fjármálaráðherra um ráðstöfun eigna í eigu ríkisins. Flestar þeirra eru óbreyttar frá fyrra frumvarpi og hafa þá ekki verið nýttar enn og vilji til þess að þær séu áfram fyrir hendi. Hins vegar bætast við ýmsar heimildir sem ekki eru fyrir hendi í fjárlagafrumvarpi þessa árs.
Til að mynda má þar nefna heimild til að selja Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verja andvirðinu til kaupa á öðru hentugra hljóðfæri, en fiðlan, sem var smíðuð af Giovanni Maggini og er frá því snemma á 17. öld, þykir almennt of stór.
Fjármálaráðherra verður einnig heimilt að selja íbúðarhúsið á Hofi 1, Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Sömuleiðis Austurveg 28 í Árborg, Bjarnabraut 8 í Borgarbyggð og Hjallaveg 28, Laugarásveg 31, Hvassaleiti 30 í Reykjavík. Hvað síðustu eignina varðar skal andvirðinu varið til að kaupa á hentugri íbúð fyrir stofnun Árna Magnússonar.
Ennfremur verður ráðherra heimilt að ganga til samninga við fyrrverandi gefendur lóðar og fasteigna Krýsuvíkurkirkju og vinafélags Krýsuvíkurkirkju um ráðstöfun lóðar og fasteigna endurbyggðrar kirkju og að þiggja Bókhlöðuna í Flatey að gjöf frá sveitarstjórn Reykhólahrepps til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Þá verður fjármálaráðherra heimilt að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun, að selja eyðibýli og húsarústir sem henta vel til uppgerðar á leigulóð og að heimila Jarðasjóði að selja íbúðarhús á leigulóð á jörðinni Sveinatúni í Grímsey og á jörðinni Langekru í Rangárþingi ytra.
Einnig verður ráðherra heimilt að heimila Jarðasjóði að selja eða leigja jörðina Tjörn 1 í Húnaþingi vestra, jörðina Kvígsstaði í Borgarbyggð, jörðina Brekku 3 í Mýrdalshreppi, jörðina Sælingsdal í Dalasýslu og jörðina Bakkakot 2 í Skaftárhreppi.
Innlent »
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- Kostir stjórnvalda skýrir
- Reglur um kaupauka íþyngi ekki
- Heiðursborgarar funda í Iðnó
- Fjórhjólum ekið um göngustíga
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Þorskurinn nánast uppi í fjöru“
- „Það er allt lagt í þetta“
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn
- „Boltinn er bara alls staðar“
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo

- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Þungfært víða og Hellisheiði lokuð
- Hætta á óafturkræfum inngripum
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði
- Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Röktu ferðir ræningja í snjónum
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum