Húsnæðisstuðningur eykst um 900 milljónir

Á næsta ári er gert ráð fyrir að stuðningur vegna húsnæðis aukist um ríflega 900 milljónir króna og verður stuðningurinn alls um 25,4 milljarðar. Þetta kemur fram í kynningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019. 

Stuðningurinn er veittur í formi húsnæðisbóta, stofnframlaga til byggingar almennra íbúða og vaxtabóta en einnig með skattastyrkjum vegna almenns séreignarsparnarðarúrræðis og stuðnings til fyrstu kaupa.

Þá verða veittar undanþágur leigutekna frá skatti, afsláttur af stimpilgjöldum vegna fyrstu kaupa og endurgreiðsla á virðisaukaskatti til byggjenda vegna sölu og leigu íbúðarhúsnæðis og til fasteignaeiganda vegna viðhaldsvinnu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert