Páll er mikil manneskja

Friðrik og Páll fagna eftir að Páll stjórnaði kórnum í …
Friðrik og Páll fagna eftir að Páll stjórnaði kórnum í lokalagi á tónleikunum í Graz. Hann hafði engu gleymt.

„Ég hafði ekki hitt manninn áður og hef sjaldan orðið eins „Starstruck“, eða sleginn stjörnublindu, slík áhrif hafði nærvera Páls á mig. Hann er sterkur persónuleiki og mikil manneskja,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur, um það þegar hann hitti Pál Pampichler Pálsson í sumar í söngferð kórsins til Austurríkis, heimalands Páls.

„Tilefni utanferðarinnar var að Páll varð níræður í vor. Við fórum til að heimsækja og heiðra þennan forna leiðtoga okkar sem stjórnaði Karlakór Reykjavíkur í 26 ár. Eitt af því sem var einstaklega gaman var að níu menn sem nú syngja í kórnum höfðu sungið undir stjórn Páls hér áður fyrr og einn af þeim er Jón Hallsson sem hefur verið í kórnum í yfir sextíu ár. Þar urðu því miklir fagnaðarfundir, en 29 ár eru síðan Páll hætti að stjórna kórnum.

Friðrik S. Kristinsson, núverandi stjórnandi okkar, er að stjórna kórnum sitt þrítugasta ár, svo það var mörgu að fagna hjá okkur,“ segir Eggert og bætir við að Friðrik og Páll séu góðir vinir en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Páll fékk hann til að raddþjálfa meðlimi Karlakórs Reykjavíkur fyrir þremur áratugum.

Sjá samtal við Eggert Benedikt í heild í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert