Þungbúinn dagur með vætu í öllum landshlutum

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.

Fremur hæg vestlæg átt verður yfir landinu í dag að því er fram kemur í spá Veðurstofunnar, vindur gæti þó náð yfir 10 m/s allra syðst. Í heild er þungbúinn dagur í vændum og einhver væta mun stinga sér niður í öllum landshlutum. Hiti verður á bilinu 6-12 stig.

Á morgun er síðan spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt. Þá verður skýjað og lítilsháttar rigning eða súld norðantil á landinu. Annars staðar brotnar skýjahulan eitthvað upp, þó að smáskúrir verði á víð og dreif. 

Á fimmtudag og föstudag er útlit fyrir ákveðnari norðanátt en ekki verður þó um hvassan vind að ræða, aðeins strekking í mesta lagi. Líkt og oft í norðanátt eru horfur á rigningu og svölu veðri norðantil á landinu, en bjartviðri sunnanlands og hlýrra þar að deginum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert