Vann 70 milljónir í Happdrætti Háskólans

Einn heppinn miðaeigandi hlaut 70 milljónir króna í milljónaveltu Happdrættis Háskólans þegar dregið var í kvöld. Þetta er hæsti vinningur sem greiddur hefur verið út í íslensku happdrætti á árinu.

„Vinningshafinn, sem hefur átt miða hjá happdrættinu í fjölda ára, var einstaklega yfirvegaður og tók fréttunum af stóískri ró,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Annar miðaeigandi fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti á trompmiða og fær 25 milljónir króna í sinn hlut og einn miðaeigandi hreppti hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut.

Heildarfjárhæð útgreiddra vinninga eftir útdráttinn er tæpar 196 milljónir króna sem skiptist á milli 3.302 miðaeigenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert