Verðlagsbreytingar skýri hækkun til RÚV

mbl.is/Eggert

„Þetta eru verðlagsbreytingar, fyrst og síðast, þannig að þetta er ekki hækkun sem slík,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, spurð út í ríflega hálfs milljarðs hækkun á framlagi ríkisins til RÚV í fjárlagafrumvarpinu, miðað við gildandi fjárlög.

Alls munu tæpir 4,7 milljarðar króna renna til Ríkisútvarpsins á næsta ári, en framlag ríkisins er fjármagnað með útvarpsgjaldi sem er nefskattur sem nær allir einstaklingar á aldrinum 16-70 ára greiða. Áætlaðar tekjur ríkisins af því á árinu 2019 eru um 4,6 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert