Ekki stefnt að skertri þjónustu RÚV

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynnti fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi ...
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynnti fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í dag. mbl.is/Eggert

„Það er alveg ljóst að rekstur fjölmiðla er mjög þungur og samkeppnisstaðan skökk,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á blaðamannafundi í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Þar kynnti hún stuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla, sem áætlað er að verði um 400 milljónir á ári frá og með næsta ári og fleiri aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að grípa til með það að markmiði að efla íslenska tungu.

Stuðningur ríkisins við einkarekna fjölmiðla mun meðal annars verða í formi 20-25% endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði, auk þess sem dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði um 560 milljónir, samkvæmt því sem kom fram í kynningu Lilju, en frumvarpið er enn í smíðum.

Lilja segir í samtali við blaðamann mbl.is að endurgreiðslan sé að norrænni fyrirmynd og að ákveðin skilyrði verði sett varðandi það hvað nákvæmlega telst til ritstjórnarkostnaðar. Til þess að uppfylla forsendur styrkveitingar þurfa fjölmiðlar að hafa það að aðalmarkmiði að flytja almenningi á Íslandi fréttir, fréttatengt efni eða umfjöllun um samfélagsleg málefni.

Blaðamannafundurinn í Veröld - húsi Vigdísar var þétt setinn.
Blaðamannafundurinn í Veröld - húsi Vigdísar var þétt setinn. mbl.is/Eggert

„Við verðum með ákveðin skilyrði um hvað prentmiðlar þurfa að gefa út mörg tölublöð á ári, fjölmiðill þarf að vera skráður hjá fjölmiðlanefnd og má ekki vera í skuld við opinber gjöld og annað slíkt,“ segir ráðherra.

Í fréttatilkynningu sem dreift var á blaðamannafundinum segir að styrkveitingarnar verði fyrirsjáanlegar og myndi ekki hvata „til þess að fara fram hjá kerfinu né skekkja samkeppnisstöðu fjölmiðla“.

Lilja segir að fylgst verði með því hvort fjölmiðlar geri tilraun til þess að að fara framhjá endurgreiðslukerfinu á einhvern hátt, en að hún beri þó traust til fjölmiðlanna og þess að stuðningur yfirvalda verði það mikilvægur fyrir þá að það verði ekki reynt.

Vill áfram öflugt Ríkisútvarp

Væntur tekjumissir Ríkisútvarpsins, verði því gert að draga saman seglin á auglýsingamarkaði á þann hátt sem Lilja lýsti í kynningu sinni, er 560 milljónir króna. Til skoðunar er að banna kostun dagskrárliða í ríkisfjölmiðlinum og minnka hámarksfjölda auglýsingamínútna á hverjum klukkutíma úr átta niður í sex.

Er blaðamaður spurði hvort minni umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þýddu að RÚV þyrfti að skera niður, sagði Lilja að það ætti eftir að koma í ljós. Hún segir þó að ríkisstjórnin stefni ekki að því að skerða þjónustu RÚV.

„Við viljum áfram öflugt Ríkisútvarp, við finnum þessum tekjumissi ákveðinn farveg og við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út hvað það varðar,“ segir Lilja.

Lýðheilsusjónarmið ráða því að ekki kemur til greina að leyfa ...
Lýðheilsusjónarmið ráða því að ekki kemur til greina að leyfa fjölmiðlum að auglýsa áfengi né veðmál. mbl.is/Eggert

Lýðheilsusjónarmið réðu för

Á Íslandi eru ýmis bönn og takmarkanir í gildi um það hvað má auglýsa í fjölmiðlum og hvað ekki, en til dæmis má ekki auglýsa áfenga drykki, tóbak né veðmálastarfsemi.

Innlend fjölmiðlafyrirtæki hafa um árabil talað fyrir því að þessum takmörkunum verði aflétt og sagt að það skjóti skökku við að áfengis- og veðmálaauglýsingar sé víða að finna á erlendum miðlum á borð við Facebook sem íslenskur almenningur notar, á meðan íslenskir fjölmiðlar geti ekki dýft sér í þessa mögulegu tekjulind.

Lilja segir að þessi mál hafi verið tekin til athugunar er málefni fjölmiðla voru skoðuð, en það að rýmka heimildir til þess að birta auglýsingar á borð við þessar hafi „ekki orðið ofan á“.

„Það voru lýðheilsurök sem réðu því,“ segir Lilja, en ráðherra hefur til skoðunar að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla, sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar.

Hluti af stuðningi við íslenska tungu

Blaðamannafundur Lilju í dag var fjölsóttur og nokkuð ljóst að þeir sem þangað voru komnir úr röðum fjölmiðlamanna höfðu mestan áhuga á að heyra um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hvað varðaði stuðning við einkarekna miðla, enda hafa þær verið í undirbúningi síðustu misseri.

En Lilja fór yfir fleiri mál á fundinum í dag, sem öll eru liður í því að efla íslenskt mál til framtíðar.

Ráðherra fjallaði nánar um stuðning stjórnvalda við bókaútgáfu, en eins og greint var frá á mbl.is í gær ætlar ríkisstjórnin að endurgreiða bókaútgefendum fjórðung af kostnaði við útgáfu bókar. Árlegur kostnaður vegna þessar eru um 400 milljónir króna frá árinu 2019.

Þá kynnti Lilja að lögð yrði fram þingsályktunartillaga um íslensku í haust, en í henni eru lagðar til aðgerðir í 22 liðum til stuðnings íslenskunnar. Markmið þeirra er meðal annars að efla íslenskukennslu, auka framboð á menningarlegu efni á íslensku og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins. Meðal aðgerða eru gerð nýrrar málstefnu og viðmiðunarreglur um notkun íslensku í upplýsinga- og kynningarefni.

Lilja fór yfir ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunnar á fundi ...
Lilja fór yfir ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunnar á fundi sínum í dag. mbl.is/Eggert

Lilja fjallaði einnig um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að grípa til á næstu árum til að tryggja að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Nú er unnið eftir verkáætlun sem ber heitið Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 en í því verkefni felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til þess að brúa bil á milli talmáls og búnaðar, s.s. talgreini, talgervil, þýðingarvél og málrýni eða leiðréttingarforrit. Þessi áætlun er að fullu fjármögnuð í núgildandi fjármálaáætlun ríkisins, en áætlaður heildarkostnaður er 2,2 milljarðar króna.

Þá er nú gert ráð fyrir því að Hús íslenskunnar, áður nefnt Hús íslenskra fræða, rísi loksins og að framkvæmdir við það hefjist í vetur. Þar verða til húsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en húsið rís í hinni svokölluðu „Holu íslenskra fræða“ við Suðurgötu og er áætlað að verkinu ljúki í október árið 2021.

mbl.is

Innlent »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »

Tesla setur nýtt sölumet rafbíla í Noregi

16:30 Sala á rafbílnum Tesla Model 3 í Noregi í mars virðist hafa slegið fyrra sölumet rafbíla í landinu. Þá miðað við sölu í einum mánuði. Rafbílar frá Tesla hafa selst vel í Noregi. Meira »

Utanfélagsmenn óbundnir af boðun

15:47 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ sagði Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Meira »

Ingimundur úr stjórn Isavia

15:44 Ingimundur Sigurpálsson lét af embætti stjórnarformanns Isavia á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag á Hótel Natura í Reykjavík. Ingimundur hefur verið formaður stjórnar Isavia undanfarin sex ár. Meira »

Píratar bjóða börnum pítsur

15:32 Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að bjóða þeim pítsur í skólanum og hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pítsu á Austurvelli. Meira »

Útilokað fyrir blinda að labba Laugaveg

15:09 „Það er nánast útilokað fyrir mig að labba Laugavegin vegna allra hindrana á gangstéttunum. Öll þessi auglýsingaskilti frá veitingastöðum og verslunum eru alls staðar,” segir Vilhjálmur Gíslason sem er blindur og notast við blindrastaf. Meira »

Bíða eftir niðurstöðu efnissýna

14:50 Beðið er eftir niðurstöðu efnissýna sem tekin voru á fjórum stöðum í Ártúnsskóla vegna gruns um myglu. Þak skólans lekur og einnig hefur verið lekavandamál meðfram gluggum á glervegg. Sýni voru tekin á þessum stöðum í byggingunni. Meira »

Leki í skipi úti fyrir Hafnarfirði

14:36 Leki kom upp í togskipinu Degi úti fyrir Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag og voru björgunaraðilar kallaðir til. Fimm manns eru um borð í skipinu og var ekki talið að mikil hætta væri á ferð. Meira »

Gagnrýnir „plebbaskap“ þingmanna

14:26 „Sumir þingmenn halda að það sé hlutverk þeirra að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Þingmenn sem geta ekki einu sinni haft sæmilegt eftirlit með sjálfum sér hafa ekkert með slík eftirlitsstörf að gera.“ Meira »

Ber að leggja niður störf

14:04 Allir þeir sem sinna starfi sem heyrir undir kjarasamning Eflingar og verkfallsboðun félagsins nær til, verða að leggja niður störf á morgun hvort sem þeir eru í öðrum félögum eða utan stéttarfélaga, segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, í samtali við mbl.is. Meira »

Um 90 manns í sýnatöku vegna mislinga

13:39 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er 6 og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 90 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

Vinnufundur deiluaðila stendur yfir

13:32 Vinnufundur stendur yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Framsýnar funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Meira »

Skortir á skilning lækna vegna ófrjósemi

13:24 „Staðan fyrir konur með endómetríósu er ekkert voðalega góð upp á að fá aðstoð við frjósemina,“ segir Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu sem standa fyrir málþingi um endómetríósu og ófrjósemi. Meira »

Gera heildarúttekt á Varmárskóla

12:28 Gerð verður úttekt á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar og heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Segir ÖBÍ hafna afnámi skerðingar

11:51 „Unnið hefur verið sleitulaust að því að fá niðurstöðu, en þeirri niðurstöðu er hafnað af Öryrkjabandalaginu. Í þeirri lausn sem er á borðinu er verið að afnema krónu á móti krónu skerðingu, en því er hafnað,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Valdbeiting lögreglu aldrei „krúttleg“

11:24 „Valdbeiting verður aldrei falleg,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var haldinn til þess að ræða aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Austurvelli 11. mars síðastliðinn. Meira »

Súperskörp stúdía

11:20 „Súper er bráðfyndin og skörp stúdía í íslenskum sjálfsmyndarklisjum. Kannski ekki djúpskreið. Kannski ekki ýkja frumleg, við höfum heyrt þetta allt áður. En það er auðvitað mergurinn málsins,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í leikdómi sínum um Súper – þar sem kjöt snýst um fólk. Meira »

Gagnrýndi átta milljarða aðhaldskröfu

11:11 „Er hæstvirtur ráðherra með öðrum orðum að segja að forsendur fjármálaáætlunar frá í fyrra hafi staðist? Hann er þá væntanlega einn um það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag. Hafði hann leitað skýringa Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á hagræðingarkröfu. Meira »
Bátavélar-Bílalyftur-Rafstöðvar
TD Marine bátavélar 37 og 58 hp með gír og mælaborði Rafstöðvar og Bílalyftur H...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...