Gáttaður á svikum Framsóknarflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að ríkisstjórnin væri kerfisstjórn með enga pólitíska sýn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skaut föstum skotum á fyrrverandi félaga sína í Framsóknarflokknum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hann sagði að það hefði tekið á að fylgjast með flokknum gefa eftir öll sín stærstu loforð undanfarið.

Sigmundur sagði að hans gamli flokkur hefði verið stofnaður sem róttækt umbótaafl en hefði brugðist við sínu versta tapi í 100 ára sögu flokksins með því að gefa eftir öll sín stefnumál fyrir ráðherrastóla.

Hann tíndi ýmis mál til en sagði að svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina og íslenska matvælaframleiðslu væru átakanlegust. „Þrátt fyrir að hafa haft ýmsar áhyggjur af þessari ríkisstjórn trúði ég því þó að hún væri skárri kostur en sumir aðrir fyrir bændur og byggðir landsins. Það er öðru nær,“ sagði Sigmundur. 

Hann sagði að ríkisstjórnin væri kerfisstjórn með enga pólitíska sýn. Hann nefndi jafnlaunavottun og sagði að forsætisráðherra væri þar að stela heiðrinum frá Viðreisn. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ sagði Sigmundur.

„Ríkisstjórn sem hefur aðeins starfað í níu mánuði hefur nú, með nýju fjárlagafrumvarpi, á 100 ára afmæli fullveldisins, slegið 100 ára met í útþenslu báknsins,“ sagði Sigmundur og bætti við að mest færi í að fóðra gölluð kerfi og auka á vandann.

„Marxísk leið“ í heilbrigðismálum

Hann minntist einnig á heilbrigðismál og sagði að meirihluti aukningar til heilbrigðismála færi að festa í sessi „mistökin við Hringbraut“. Hann sagði það ákvörðun sem ætti eftir að reynast samfélaginu dýr.

„Á sama tíma og læknaritið Lancet útnefndi íslenska heilbrigðisþjónustu þá bestu í heimi er heilbrigðisráðherrann í óða önn við að skipta kerfinu út fyrir marxísku leiðina í heilbrigðismálum. Það er kaldhæðni örlaganna að innleiðing þessa ný-sósíalíska kerfis skuli eiga sér stað undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins.“

Sigmundur kom einnig inn á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sumt þar væri gott en að hans mati væri fráleitt að boða að bensín- og dísilbílar yrðu bannaðir eftir rúm 11 ár. 

„Ómögulegt er að segja til um hversu hratt tækninni vindur fram og hvenær allir geta reitt sig á rafmagnsbíla,“ sagði Sigmundur og bætti því við að einhverjar undanþágur yrðu fyrir fólk sem byggi á tilteknum stöðum á landsbyggðinni:

„Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir af við ný tollhlið samgönguráðherrans og sagt að hjóla að borgarlínunni?“

Hann sagði að það væri lýsandi að ein mesta útgjaldaaukning sem fyndist í fjárlagafrumvarpinu væri framlög til að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra. „Þetta er lýsandi vegna þess að við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt. Hún snýst bara um sjálfa sig.“

mbl.is

Innlent »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...