Gáttaður á svikum Framsóknarflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að ríkisstjórnin væri kerfisstjórn með enga pólitíska sýn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skaut föstum skotum á fyrrverandi félaga sína í Framsóknarflokknum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hann sagði að það hefði tekið á að fylgjast með flokknum gefa eftir öll sín stærstu loforð undanfarið.

Sigmundur sagði að hans gamli flokkur hefði verið stofnaður sem róttækt umbótaafl en hefði brugðist við sínu versta tapi í 100 ára sögu flokksins með því að gefa eftir öll sín stefnumál fyrir ráðherrastóla.

Hann tíndi ýmis mál til en sagði að svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina og íslenska matvælaframleiðslu væru átakanlegust. „Þrátt fyrir að hafa haft ýmsar áhyggjur af þessari ríkisstjórn trúði ég því þó að hún væri skárri kostur en sumir aðrir fyrir bændur og byggðir landsins. Það er öðru nær,“ sagði Sigmundur. 

Hann sagði að ríkisstjórnin væri kerfisstjórn með enga pólitíska sýn. Hann nefndi jafnlaunavottun og sagði að forsætisráðherra væri þar að stela heiðrinum frá Viðreisn. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ sagði Sigmundur.

„Ríkisstjórn sem hefur aðeins starfað í níu mánuði hefur nú, með nýju fjárlagafrumvarpi, á 100 ára afmæli fullveldisins, slegið 100 ára met í útþenslu báknsins,“ sagði Sigmundur og bætti við að mest færi í að fóðra gölluð kerfi og auka á vandann.

„Marxísk leið“ í heilbrigðismálum

Hann minntist einnig á heilbrigðismál og sagði að meirihluti aukningar til heilbrigðismála færi að festa í sessi „mistökin við Hringbraut“. Hann sagði það ákvörðun sem ætti eftir að reynast samfélaginu dýr.

„Á sama tíma og læknaritið Lancet útnefndi íslenska heilbrigðisþjónustu þá bestu í heimi er heilbrigðisráðherrann í óða önn við að skipta kerfinu út fyrir marxísku leiðina í heilbrigðismálum. Það er kaldhæðni örlaganna að innleiðing þessa ný-sósíalíska kerfis skuli eiga sér stað undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins.“

Sigmundur kom einnig inn á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sumt þar væri gott en að hans mati væri fráleitt að boða að bensín- og dísilbílar yrðu bannaðir eftir rúm 11 ár. 

„Ómögulegt er að segja til um hversu hratt tækninni vindur fram og hvenær allir geta reitt sig á rafmagnsbíla,“ sagði Sigmundur og bætti því við að einhverjar undanþágur yrðu fyrir fólk sem byggi á tilteknum stöðum á landsbyggðinni:

„Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir af við ný tollhlið samgönguráðherrans og sagt að hjóla að borgarlínunni?“

Hann sagði að það væri lýsandi að ein mesta útgjaldaaukning sem fyndist í fjárlagafrumvarpinu væri framlög til að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra. „Þetta er lýsandi vegna þess að við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt. Hún snýst bara um sjálfa sig.“

mbl.is

Innlent »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »

Áhrif á fjöldaþróun ofmetin

05:30 Á fundi sem forsvarsmenn Icelandair Group áttu með forystufólki í ríkisstjórn Íslands í gær, voru kynntar hugmyndir sem miða að því að lágmarka höggið sem yrði af falli WOW air. Þar er einkum horft til þess að tryggja að áhrif slíkra atburða myndu hafa sem minnst áhrif á flæði ferðamanna til og frá landinu. Meira »

Innviðir hér ekki jafn sterkir

05:30 Innviðir til björgunar við aðstæður sambærilegar þeim sem voru þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélarvana við strendur Noregs um helgina eru ekki jafn sterkir hér á landi og í Noregi og verða sennilega aldrei. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði hjá Gæslunni. Meira »

Vísbendingar um að háttsemi RÚV sé í bága við lög

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) hafa óskað fundar með mennta- og menningarmálaráðherra vegna samningsgerðar RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur. Meira »

Litla gula hænan leggur upp laupana

05:30 Kjúklingabúið Litla gula hænan hætti rekstri í mánuðinum vegna húsnæðisvandræða og hefur síðustu vikur verið að tæma lagerinn sinn. Meira »

HönnunarMars í skugga verkfalla

05:30 HönnunarMars hefst á fimmtudaginn með tilheyrandi straumi erlendra hátíðargesta til landsins. Á sama tíma hefjast verkföll Eflingar í hótel- og rútuþjónustu og standa í tvo sólarhringa. Meira »

WOW færi sömu leið og Air Berlin

Í gær, 22:15 Eftir að Icelandair greindi frá því að viðræðum við WOW air hefði verið slitið fór af stað umræða um mögulega kosti síðarnefnda félagsins. Viðmælandi mbl.is leiddi líkur að því að WOW air gæti farið sömu leið og Air Berlin. Meira »

Aron og Embla vinsælustu nöfnin

Í gær, 21:30 Vinsælasta nafn stúlkna árið 2018 var Embla og í tilfelli drengja var það Aron. Fengu 26 stúlkur það fyrra og 51 drengur það síðarnefnda, að því er fram kemur í skýrslu Þjóðskrár Íslands. Er dreifing meiri með nafngjöfum stúlkna en drengja. Meira »

„Búum okkur undir hið versta“

Í gær, 20:41 „Þetta er grafalvarleg staða. Við verðum að bíða og sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðræðuslit WOW air og Icelandair. Meira »

WOW air verður endurskipulagt

Í gær, 20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldum verði umbreytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

Í gær, 19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....