Hægir á vexti plantna vegna skorts á kolsýru

Kolsýra er notuð við ræktun grænmetis og blóma í gróðurhúsum …
Kolsýra er notuð við ræktun grænmetis og blóma í gróðurhúsum til þess að plönturnr geti nýtt ljósið betur. mbl.is/​Hari

Garðyrkjubændur sem nota lýsingu til að framleiða grænmeti og blóm hafa orðið fyrir framleiðslutapi undanfarnar vikur vegna þess að þeir hafa ekki fengið kolsýru til að bæta andrúmsloftið í gróðurhúsunum á meðan lýsingin er á.

Ísaga sem þjónar markaðnum hér vonast til að erfiðleikar sumarsins séu að baki og að hægt verði að útvega öllum notendum þá kolsýru sem þeir þurfa. Ísaga framleiðir kolsýru í verksmiðju sinni á Hæðarenda í Grímsnesi. Hún dugar ekki fyrir markaðinn hér og hefur verið flutt inn viðbótarmagn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur K. Rafnsson, framkvæmdastjóri Ísaga, að önnur borholan sem notuð er til öflunar á kolsýru hafi verið ónothæf í langan tíma eftir hefðbundið viðhald í vor. Á sama tíma hafi skrúfast fyrir innflutning frá tveimur stórum verksmiðjum í Skandinavíu sem ekki náðu að sinna eigin markaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert