Leigjendur fluttir í fyrstu íbúðir SS

Hver íbúð er um 50 fermetrar og eru þær afhentar …
Hver íbúð er um 50 fermetrar og eru þær afhentar fullbúnar utan- og innanhúss. Ljósmynd/SS

Fyrstu starfsmenn Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli fluttu inn í nýjar leiguíbúðir sem fyrirtækið hefur byggt við Gunnarsgerði á dögunum. Um er að ræða fyrstu átta íbúðirnar af 24 sem félagið reisir fyrir starfsfólk sitt á Hvolsvelli, að því er segir í tilkynningu frá SS.

Framleiðslustjóri SS, Benedikt Benediktsson, heimsótti þau Grzegorz Ziolkowski og Justina …
Framleiðslustjóri SS, Benedikt Benediktsson, heimsótti þau Grzegorz Ziolkowski og Justina Ziolkowska, sem eru fyrstu íbúar í hinu nýja húsnæði, og færði þeim blómvönd. Ljósmynd/SS

Allt frá því að SS flutti kjötvinnslu sína á Hvolsvöll 1991 hefur sveitarfélagið Rangárþing eystra stutt dyggilega við uppbyggingu starfseminnar, nú síðast með úthlutun lóða undir leiguíbúðirnar í samræmi við viljayfirlýsingu sem var undirrituð á 110 ára afmæli SS 28. janúar 2017.

Hver íbúð er um 50 fermetrar og eru þær afhentar fullbúnar utan- og innanhúss. Mikil áhersla er lögð á einfaldleika, notagildi og einfalda hönnun í íbúðunum.

Von fyrirtækisins er að íbúðirnar falli vel að þörfum starfsmanna og samfélagsins á Hvolsvelli, þar sem þensla er á húsnæðismarkaði eins og annars staðar. Framkvæmdir við næstu átta íbúðir eru þegar hafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert