Í sjálfheldu í Hafnarfjarðarhöfn

Ljósmynd úr safni.
Ljósmynd úr safni. Ljómsyn/Ernir Eyjólfsson

„Það getur reynst varasamt að draga björg í bú.“ Svona hefst færsla Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Facebook. Veiðimenn sem freistuðu gæfunnar á gamla hafnargarðinum í Hafnarfirði hættu sér langt út eftir honum og lentu fyrir vikið í miklum ógöngum.

Björgunarsveit var kölluð til vegna mannanna og voru þeir fluttir í land heilu og höldnu. „Veiðiferðinni gleyma þeir sjálfsagt ekki í bráð en engum sögum fer af aflabrögðum þeirra,“ segir í færslu lögreglunnar.

Lögreglan minnir á að nauðsyn þess að kynna sér aðstæður áður en haldið er til veiða, enda geti aðstæður auðveldlega breyst, svo sem vegna sjávarfalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert