Sunna Ósk tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna

Greinaflokkurinn Mátturinn eða dýrðin birtist á mbl.is og í Morgunblaðinu …
Greinaflokkurinn Mátturinn eða dýrðin birtist á mbl.is og í Morgunblaðinu í fyrra. mbl.is/Golli

Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður mbl.is, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir greinaflokkinn Mátturinn eða dýrðin sem birtist á mbl.is og í Morgunblaðinu í október í fyrra.

Í greinunum var fjallað um togstreitu nýtingar og náttúruverndar, m.a. virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi.

Sunna Ósk Logadóttir blaðamaður mbl.is er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins.
Sunna Ósk Logadóttir blaðamaður mbl.is er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins.

Frétt mbl.is

Einnig eru tilnefndir til verðlaunanna Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.is, Bylgjunni og Stöð 2 fyrir umfjöllun um loftslagsmál og þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir greinaskrif um íslenska náttúru.

Verðlaunin verða veitt mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.

mbl.is