Umhverfismál eitt af flaggskipunum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnu Íslands, rétt eins raunin sé þegar orðin varðandi jafnrétti kynjanna.

Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld.

Þar minntist Katrín á fyrstu áfangana í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og sagði að straumhvörf hefðu orðið í fjárveitingum til umhverfismála. Einnig nefndi hún orkuskipti í samgöngum þar sem stórátak yrði í uppbyggingu fyrir rafbíla og rafhjól.   

„Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði hún.

Réttur tími fyrir innspýtingu frá hinu opinbera

Í máli Katrínar kom fram að ríkisstjórnin hefði tekið það föstum tökum frá fyrsta degi að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Sú sókn haldi áfram í nýju fjárlagafrumvarpi sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur hafi boðað fyrir síðustu kosningar. Hún sagði réttan tíma vera fyrir innspýtingu frá hinu opinbera núna, þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.

Hún ræddi um endurskoðun peningastefnunnar og sagðist ætla að leggja fram frumvarp um breytt lög um Seðlabankann eftir áramót. Hvítbók um fjármálakerfið kemur jafnframt út í haust þar sem greint verður hvað hefur verið gert vel í þeim málum síðustu ár og hvað má gera betur.

Frá þingsetningu Alþingis.
Frá þingsetningu Alþingis. mbl.is/​Hari

Þurfa að slá í klárinn vegna jafnlaunavottunar

Katrín minntist á að Ísland hefði í níu ár í röð verið í efsta sæti á lista World Economic Forum sem það land sem stæði sig best í kynjajafnrétti. Það sé mikið ánægjuefni en ekki megi slaka á í þeim efnum. Nefndi hún sem dæmi að fyrirtæki og stofnanir þyrftu að slá í klárinn ef innleiðing jafnlaunavottunar ætti að nást fyrir áramót.

Minntist á Trump og tístin

Tíst Donalds TrumpsBandaríkjaforseta voru einnig gerð að umtalsefni í stefnuræðunni í tengslum við traust á meðal almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Katrín sagði ljóst að traustið hefði dvínað mikið eftir bankahrunið en það hefði þó farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem það var áður. Bætti hún við að líklega yrði traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafnmikið og það var skömmu fyrir hrun.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Skipti mestu máli að komast í kvöldfréttirnar

Katrín sagði samfélagið hafa breyst með auknu upplýsingastreymi og að samfélagsmiðlar hefðu breytt stjórnmálaumræðunni á róttækan hátt.

„Okkur sem munum þá tíð þegar mestu skipti að komast í kvöldfréttirnar með það sem sagt var um morguninn, finnst þetta vera bylting þar sem fréttir morgunsins eru oft algjörlega gleymdar um kvöldið,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að þegar slík umskipti yrðu á umhverfi fjölmiðla mætti rifja upp það sem haldið hefði verið fram um að miðlarnir sniðu skilaboðin að sér.

„Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu,“ sagði hún.

Alþjóðleg ráðstefna vegna #églíka

Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefði sett það í algjöran forgang að takast á við kynbundið ofbeldi og sagði fullgildingu Istanbúlsáttmálans í vor um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi hafa verið mikilvægt skref í rétta átt.

Að sögn ráðherra hefur hópur sérfræðinga skilað af sér verkáætlun vegna baráttunnar gegn kynferðisofbeldi, auk þess sem haldin verður alþjóðleg ráðstefna á næsta ári þar sem fjallað verður um þann lærdóm sem má draga af #églíka-byltingunni.

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áskoranir vegna fjórðu iðnbyltingarinnar

Katrín sagði nýja miðla vera hluta af stærri mynd samfélagsbreytinga, hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar, þar sem mikilvægt væri að vera í farabroddi.

Kvaðst hún hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar og verður unnið með niðurstöður hennar hjá vísinda- og tækniráði, samráðsvettvangi um aukna hagsæld, aðilum vinnumarkaðarins og í nýrri framtíðarnefnd Alþingis.

Bjartsýn á samstöðu um breytta stjórnarskrá

Katrín gerði einnig að umtalsefni endurskoðun stjórnarskrárinnar sem er fyrirhuguð á þessu kjörtímabili og því næsta og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum vegna þess.

„Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag,“ sagði hún.

mbl.is

Innlent »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »

Fjallvegir víða lokaðir

14:58 Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. Meira »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...