Umhverfismál eitt af flaggskipunum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnu Íslands, rétt eins raunin sé þegar orðin varðandi jafnrétti kynjanna.

Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld.

Þar minntist Katrín á fyrstu áfangana í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og sagði að straumhvörf hefðu orðið í fjárveitingum til umhverfismála. Einnig nefndi hún orkuskipti í samgöngum þar sem stórátak yrði í uppbyggingu fyrir rafbíla og rafhjól.   

„Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði hún.

Réttur tími fyrir innspýtingu frá hinu opinbera

Í máli Katrínar kom fram að ríkisstjórnin hefði tekið það föstum tökum frá fyrsta degi að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu samfélagslegra innviða. Sú sókn haldi áfram í nýju fjárlagafrumvarpi sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur hafi boðað fyrir síðustu kosningar. Hún sagði réttan tíma vera fyrir innspýtingu frá hinu opinbera núna, þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.

Hún ræddi um endurskoðun peningastefnunnar og sagðist ætla að leggja fram frumvarp um breytt lög um Seðlabankann eftir áramót. Hvítbók um fjármálakerfið kemur jafnframt út í haust þar sem greint verður hvað hefur verið gert vel í þeim málum síðustu ár og hvað má gera betur.

Frá þingsetningu Alþingis.
Frá þingsetningu Alþingis. mbl.is/​Hari

Þurfa að slá í klárinn vegna jafnlaunavottunar

Katrín minntist á að Ísland hefði í níu ár í röð verið í efsta sæti á lista World Economic Forum sem það land sem stæði sig best í kynjajafnrétti. Það sé mikið ánægjuefni en ekki megi slaka á í þeim efnum. Nefndi hún sem dæmi að fyrirtæki og stofnanir þyrftu að slá í klárinn ef innleiðing jafnlaunavottunar ætti að nást fyrir áramót.

Minntist á Trump og tístin

Tíst Donalds TrumpsBandaríkjaforseta voru einnig gerð að umtalsefni í stefnuræðunni í tengslum við traust á meðal almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Katrín sagði ljóst að traustið hefði dvínað mikið eftir bankahrunið en það hefði þó farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem það var áður. Bætti hún við að líklega yrði traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafnmikið og það var skömmu fyrir hrun.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Skipti mestu máli að komast í kvöldfréttirnar

Katrín sagði samfélagið hafa breyst með auknu upplýsingastreymi og að samfélagsmiðlar hefðu breytt stjórnmálaumræðunni á róttækan hátt.

„Okkur sem munum þá tíð þegar mestu skipti að komast í kvöldfréttirnar með það sem sagt var um morguninn, finnst þetta vera bylting þar sem fréttir morgunsins eru oft algjörlega gleymdar um kvöldið,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að þegar slík umskipti yrðu á umhverfi fjölmiðla mætti rifja upp það sem haldið hefði verið fram um að miðlarnir sniðu skilaboðin að sér.

„Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu,“ sagði hún.

Alþjóðleg ráðstefna vegna #églíka

Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefði sett það í algjöran forgang að takast á við kynbundið ofbeldi og sagði fullgildingu Istanbúlsáttmálans í vor um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi hafa verið mikilvægt skref í rétta átt.

Að sögn ráðherra hefur hópur sérfræðinga skilað af sér verkáætlun vegna baráttunnar gegn kynferðisofbeldi, auk þess sem haldin verður alþjóðleg ráðstefna á næsta ári þar sem fjallað verður um þann lærdóm sem má draga af #églíka-byltingunni.

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áskoranir vegna fjórðu iðnbyltingarinnar

Katrín sagði nýja miðla vera hluta af stærri mynd samfélagsbreytinga, hinnar svokölluðu fjórðu iðnbyltingar, þar sem mikilvægt væri að vera í farabroddi.

Kvaðst hún hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar og verður unnið með niðurstöður hennar hjá vísinda- og tækniráði, samráðsvettvangi um aukna hagsæld, aðilum vinnumarkaðarins og í nýrri framtíðarnefnd Alþingis.

Bjartsýn á samstöðu um breytta stjórnarskrá

Katrín gerði einnig að umtalsefni endurskoðun stjórnarskrárinnar sem er fyrirhuguð á þessu kjörtímabili og því næsta og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum vegna þess.

„Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag,“ sagði hún.

mbl.is

Innlent »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »

Aldrei vör við óþarfa eyðslu

15:58 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vör við óþarfa eyðslu af hálfu þingsins í störfum sínum í Norðurlandaráði en hún er formaður Íslandsdeildar ráðsins og hefur einnig átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár. Meira »

Leyfi frá störfum vegna gatnaframkvæmda

15:52 Forseti sveitarstjórnar Norðurþings og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá sveitarstjórn út október vegna gatnaframkvæmda við hótel sem hann rekur í sveitarfélaginu og hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Segir hann hótelið hafa orðið fyrir fjárhagstjóni af þeim sökum. Meira »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

14:13 Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

„Getum ekki valið að mæta stundum“

13:43 „Þarna er um reglubundna þátttöku okkar að ræða í þessu norræna samstarfi. Við erum með litlar sendinefndir og fámennan hóp, 7 manns af 87, þannig að Ísland er ekki mjög stórt í þessu. Við bara mönnum að lágmarki það sem við tökum þátt í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Myndir eftir Stórval
Til sölu nokkrar myndir eftir Stórval, m.a. þessi stærð 50x71, merkt á baki, mál...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...