Vilja breytingar á Sunnufold

Þorrablót á Sunnufold.
Þorrablót á Sunnufold. Ljósmynd/Kristinn Tryggvi

Samþykkt var á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að gera breytingar á rekstrarformi leikskólans Sunnufoldar í Grafarvogi í Reykjavík, en þeim er ætlað að minnka stjórnunarumfang leikskólans.

Sunnufold er starfrækt í þremur starfsstöðvum í Foldahverfi og sameinuðust þær undir einn hatt árið 2011. Samtals eru nú yfir 130 börn á sjö deildum í skólanum.

Skúli Helgason, formaður ráðsins, segir búið að vinna skýrslu með úttekt á reynslu sameininga á sínum tíma. „Almenna niðurstaðan er sú að sameining tveggja starfsstöðva hefur gengið miklu betur en þegar þrjár starfsstöðvar sameinast, sérstaklega þegar einhver fjarlægð er á milli þeirra,“ segir Skúli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert