Dregur úr útbreiðslu ferðamannagistingar

2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok ...
2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok ágúst, þar af 36,2% í Miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð virðist hafa dregið úr Airbnb-auglýsingum í Reykjavík frá því í lok febrúar á þessu ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum með úttekt skipulagsfulltrúa borgarinnar á fjölda íbúða í ferðamannagistingu.

Borgarfulltrúar  Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn á fundi skipulags- og samgönguráðs í ágúst þar sem óskað var yfirlits yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu í íbúðahverfum, sem og hversu margar íbúðir í miðborg Reykjavíkur, sem ætlaðar hafi verið fyrir gistingu, séu tómar.

Í svörum skipulagsfulltrúa sem kynnt voru á fundi nefndarinnar í gær, segir að því miður hafi opinber skráning á gististarfsemi í íbúðarhúsnæði ekki verið með besta móti. Umhverfis- og skipulagssvið hafi þó reglulega kortlagt gististaði á grundvelli gagna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem heldur utan um útgáfa rekstrarleyfa, og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefur út starfsleyfi.

411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki ...
411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki fleiri en 90 dagar á ári, og 239 eru skráðir sem heilsársgisting.

„Til skoðunar hefur verið að tengja gagnagrunna heilbrigðiseftirlits og mögulega sýslumanns við landupplýsingakerfi borgarinnar, þannig að upplýsingar um gististaðina birtist síuppfærðar í borgarvefsjá eða skipulagssjá,“ segir í svarinu. Með þessu móti yrði aðgengi upplýsinga um útbreiðslu gististaða innan íbúðarbyggðar aukið og mögulegt yrði að flokka gististaðina eftir því hvort um er að ræða heilsárs- eða um heimagistingu, sem er bundin við 90 daga.

Yfir 30% gististaða í miðborginni

Í fylgigögnum með svarinu kemur fram að 28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum Airbnb í Reykjavík. 30,9% gististaðanna voru í miðborginni, 21,3% voru í Vesturbænum, 14,3% í Hlíðunum og 14,2% í Laugardalnum, en mun minna í öðrum hverfum. 3. júlí voru 3.010 gististaðir auglýstir í borginni, þar af 35,8% í miðborginni. 7. ágúst sl. voru auglýsingarnar  2.844, þar af 36,8% í miðborginni og 30. ágúst var auglýsingafjöldinn kominn niður í 2.737, þar af 36,2% í miðborginni.

Samkvæmt tölum sýslumanns á meðfylgjandi korti eru 411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki fleiri en 90 dagar á ári, og 239 eru skráðir sem heilsársgisting. Þá hafi 244 gististaðir verið án 90 daga leyfa.

Skipulagsfulltrúi segir greiningu á umfangi ferðamannagistingar í íbúðarhúsnæði sem sé án leyfis einnig hafa farið fram, m.a. á skrifstofu borgarstjórnar. Slík greining sé hins vegar háð mörgum fyrirvörum þar sem oft sé stærð þess húsnæðis sem er til útleigu ekki skýr, né heldur hvort um sé að ræða heilsársgistingu, árstíðabundna útleigu eða íbúð sem sé leigð út endrum og eins. Þá sé á vefsvæðum á borð við Airbnb einnig mögulega skráður fjöldi íbúðarrýma sem aldrei hafi  verið skráð sem íbúðarhúsnæði, heldur sé um að ræða atvinnuhúsnæði sem breytt hafi verið í hótelíbúðir eða sambærilegt og því í raun ekki íbúðir sem horfið hafi af húsnæðismarkaði. „Það getur því verið vandasamt að meta heildaráhrif  „airbnb” á húsnæðismarkaðinn út frá slíkum greiningum,“ segir í svarinu.

Umhverfis- og skipulagssviði reyni engu að síður að vakta áhrif ferðmannagistingar á húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega áhrifin á íbúðarbyggð innan Hringbrautar, þar sem þau séu líklegust til að verða mest og bendi sú mæling til þess að hægt hafi á útbreiðslu ferðamannagistingar í íbúðarhúsnæði innan Hringbrautar.

28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum ...
28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum Airbnb í Reykjavík. 30. ágúst var auglýsingafjöldinn kominn niður í 2.737.
mbl.is

Innlent »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14:09 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

12:04 Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Meira »

Sýni ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum

11:58 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vegna breytinga á hagspá milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga þurfi að stilla af einstaka liði, m.a til að sýna ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum. Stjórnvöld séu þó að auka heildarútgjöld um 4,6% af u.þ.b. 900 milljörðum í fjárlögum ársins 2019. Meira »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...