Dregur úr útbreiðslu ferðamannagistingar

2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok ...
2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok ágúst, þar af 36,2% í Miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð virðist hafa dregið úr Airbnb-auglýsingum í Reykjavík frá því í lok febrúar á þessu ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum með úttekt skipulagsfulltrúa borgarinnar á fjölda íbúða í ferðamannagistingu.

Borgarfulltrúar  Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn á fundi skipulags- og samgönguráðs í ágúst þar sem óskað var yfirlits yfir fjölda íbúða í ferðamannagistingu í íbúðahverfum, sem og hversu margar íbúðir í miðborg Reykjavíkur, sem ætlaðar hafi verið fyrir gistingu, séu tómar.

Í svörum skipulagsfulltrúa sem kynnt voru á fundi nefndarinnar í gær, segir að því miður hafi opinber skráning á gististarfsemi í íbúðarhúsnæði ekki verið með besta móti. Umhverfis- og skipulagssvið hafi þó reglulega kortlagt gististaði á grundvelli gagna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem heldur utan um útgáfa rekstrarleyfa, og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem gefur út starfsleyfi.

411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki ...
411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki fleiri en 90 dagar á ári, og 239 eru skráðir sem heilsársgisting.

„Til skoðunar hefur verið að tengja gagnagrunna heilbrigðiseftirlits og mögulega sýslumanns við landupplýsingakerfi borgarinnar, þannig að upplýsingar um gististaðina birtist síuppfærðar í borgarvefsjá eða skipulagssjá,“ segir í svarinu. Með þessu móti yrði aðgengi upplýsinga um útbreiðslu gististaða innan íbúðarbyggðar aukið og mögulegt yrði að flokka gististaðina eftir því hvort um er að ræða heilsárs- eða um heimagistingu, sem er bundin við 90 daga.

Yfir 30% gististaða í miðborginni

Í fylgigögnum með svarinu kemur fram að 28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum Airbnb í Reykjavík. 30,9% gististaðanna voru í miðborginni, 21,3% voru í Vesturbænum, 14,3% í Hlíðunum og 14,2% í Laugardalnum, en mun minna í öðrum hverfum. 3. júlí voru 3.010 gististaðir auglýstir í borginni, þar af 35,8% í miðborginni. 7. ágúst sl. voru auglýsingarnar  2.844, þar af 36,8% í miðborginni og 30. ágúst var auglýsingafjöldinn kominn niður í 2.737, þar af 36,2% í miðborginni.

Samkvæmt tölum sýslumanns á meðfylgjandi korti eru 411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki fleiri en 90 dagar á ári, og 239 eru skráðir sem heilsársgisting. Þá hafi 244 gististaðir verið án 90 daga leyfa.

Skipulagsfulltrúi segir greiningu á umfangi ferðamannagistingar í íbúðarhúsnæði sem sé án leyfis einnig hafa farið fram, m.a. á skrifstofu borgarstjórnar. Slík greining sé hins vegar háð mörgum fyrirvörum þar sem oft sé stærð þess húsnæðis sem er til útleigu ekki skýr, né heldur hvort um sé að ræða heilsársgistingu, árstíðabundna útleigu eða íbúð sem sé leigð út endrum og eins. Þá sé á vefsvæðum á borð við Airbnb einnig mögulega skráður fjöldi íbúðarrýma sem aldrei hafi  verið skráð sem íbúðarhúsnæði, heldur sé um að ræða atvinnuhúsnæði sem breytt hafi verið í hótelíbúðir eða sambærilegt og því í raun ekki íbúðir sem horfið hafi af húsnæðismarkaði. „Það getur því verið vandasamt að meta heildaráhrif  „airbnb” á húsnæðismarkaðinn út frá slíkum greiningum,“ segir í svarinu.

Umhverfis- og skipulagssviði reyni engu að síður að vakta áhrif ferðmannagistingar á húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega áhrifin á íbúðarbyggð innan Hringbrautar, þar sem þau séu líklegust til að verða mest og bendi sú mæling til þess að hægt hafi á útbreiðslu ferðamannagistingar í íbúðarhúsnæði innan Hringbrautar.

28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum ...
28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum Airbnb í Reykjavík. 30. ágúst var auglýsingafjöldinn kominn niður í 2.737.
mbl.is

Innlent »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttökur við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A til Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en varast beri að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...